Jákvætt ferli Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. október 2012 06:00 Kosningaþátttakan í fyrradag var ekki nógu léleg til að hægt sé að hundsa niðurstöðurnar. Hún var kannski ekki stórfengleg en nægileg til að taka verður kosningarnar alvarlega. Þeir landsmenn sem ekki fóru á kjörstað eftirlétu hinum að kjósa fyrir sig. Þeir létu ógert að segja nei. Það að sitja heima jafngildir því kannski ekki að segja já – en það jafngildir þá ekki heldur því að segja nei. Það jafngildir því að segja pass. Það jafngildir því að segja: Þið hin skuluð ákveða þetta. Sem er alveg fullgilt sjónarmið. Þau sem heima sátu voru ekki endilega að segja: Það á ekki að kjósa um þetta, heldur: Ég ætla ekki að kjósa um þetta; ég hef ekki vit/áhuga/skoðun á þessu. Þannig er lýðræðiðGott og vel. Og svo afdráttarlaus voru svörin við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir landsmenn að þingmenn hljóta að taka ríkulega tillit til þeirra í sinni mikilvægu vinnu. Í þessum kosningum lögðum við þingmönnum línurnar um það hvernig hún á að fara fram. Það er gott veganesti fyrir þessa þjóðarþjóna. Þannig er það raunar í öllum kosningum, þó að það vilji gleymast í okkar ógagnsæja kerfi. Þannig er lýðræðið. Og þó að þessar kosningar hafi verið sagðar ráðgefandi og þó að Alþingi taki nú lögum samkvæmt við málinu og vinni það áfram í samræmi við ábendingar sérfræðinganefnda um það sem betur má fara – og er mjög mikilvægt að hlustað sé á – þá hljóta þingmenn að taka mið af þeim meginlínum sem lagðar voru í þessum kosningum. Þeir geta ekki látið sem þær hafi aldrei átt sér stað. Hversu gjarnan sem þeir vildu. Við eigum í vændum lýðræðisbyltingu í kjölfar þess að atkvæði okkar verða gegnsærri; fulltrúar okkar á þingi gætu orðið raunverulega kosnir af okkur en atkvæðið manns lendir ekki lengur í óskiljanlegri herleiðingu hringinn kringum landið þar sem það endar kannski hjá einhverjum sem stendur fyrir allt það sem maður er á móti. Misvægi atkvæða hefur ekki komið í veg fyrir það að fámennari byggðarlög hafi lent í vítahring mannfæðar og fábreyttra atvinnu- og menningarhátta en hins vegar skapað nokkurs konar furstadæmi þar sem öflugir þingmenn hafa í krafti aðgangs að uppsprettulindum fjármagns og valda "fyrir sunnan" byggt upp öflugt kerfi þar sem "sambönd" eru lykilorðið. Við eigum að vísu eftir að sjá hvernig aukin áhersla á persónukjör hefur áhrif á þetta kerfi – og sjálfur hef ég alltaf verið svolítið efins um þessa viðteknu hugmynd um "Fjórflokkinn" þar sem allir séu eins; svo nefnt sé nærtækt dæmi: hvenær hefði svona þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram í valdatíð hægri flokkanna? ÞjóðareignÁkvæðið um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu skuli lýstar þjóðareign er mikilvægt og þess að vænta að það verði í nýrri stjórnarskrá sem næst þeirri mynd sem kjósendur samþykktu. Kunnir fræðimenn hafa tekið sér fyrir hendur að sanna, svo að ekki verði um villst, að ranglætið borgi sig alltaf og misskiptingin leiði ævinlega til velfarnaðar sem aukist eftir því sem eign á sameiginlegum auðlindum og arður af þeim færist á færri hendur. En hversu oft og hversu rækilega sem sýnt er fram á þjóðhagslega hagkvæmni ranglætis og misskiptingar þá er eins og fólkið – eða veruleikinn – láti sér ekki segjast og því var þetta ákvæði samþykkt í fyrradag með miklum meirihluta. Við megum þá vænta þess að hannesarsmárasynir framtíðarinnar geti ekki "keypt" út á krít náttúrugersemar og veðsett síðan til að eiga skotsilfur; að óveiddur fiskur í sjónum sé sameiginleg eign þjóðarinnar og sanngjarnt verð renni til sameiginlegra sjóða af nýtingu hans, rétt eins og tíðkast til að mynda í Noregi af vinnslu olíu. Þegar maður horfði á Silfrið í gær, á fulltrúa flokkanna túlka niðurstöður hvern með sínum hætti, eins og þeim ber vissulega að gera enda fulltrúar ólíkra lífsviðhorfa og sjónarmiða – þá fór hins vegar ekki hjá því að maður fyndi vissan leiða á því að sitja undir þjarkinu og þessu sífellda togi um að "hafa orðið", eins og orðið sé eins konar bolti sem maður á að sóla með og "skýla". Maður fyllist óþoli og ókyrrð við að horfa á svona samræður. Það rifjaðist upp hvernig þetta var í Stjórnlagaráði sem komst að einróma niðurstöðu, þrátt fyrir að þar væru ákaflega ólíkir einstaklingar sem voru fulltrúar mjög ólíkra sjónarmiða. Á stjórnlagaþinginu talaði þetta fólk saman á einhvern alveg nýjan hátt: af virðingu fyrir stöðu sinni og hvert öðru – og okkur kjósendum. Ný stjórnmál. Það er eitthvað fallegt við þetta ferli, eitthvað hátíðlegt, eitthvað mjög jákvætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Kosningaþátttakan í fyrradag var ekki nógu léleg til að hægt sé að hundsa niðurstöðurnar. Hún var kannski ekki stórfengleg en nægileg til að taka verður kosningarnar alvarlega. Þeir landsmenn sem ekki fóru á kjörstað eftirlétu hinum að kjósa fyrir sig. Þeir létu ógert að segja nei. Það að sitja heima jafngildir því kannski ekki að segja já – en það jafngildir þá ekki heldur því að segja nei. Það jafngildir því að segja pass. Það jafngildir því að segja: Þið hin skuluð ákveða þetta. Sem er alveg fullgilt sjónarmið. Þau sem heima sátu voru ekki endilega að segja: Það á ekki að kjósa um þetta, heldur: Ég ætla ekki að kjósa um þetta; ég hef ekki vit/áhuga/skoðun á þessu. Þannig er lýðræðiðGott og vel. Og svo afdráttarlaus voru svörin við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir landsmenn að þingmenn hljóta að taka ríkulega tillit til þeirra í sinni mikilvægu vinnu. Í þessum kosningum lögðum við þingmönnum línurnar um það hvernig hún á að fara fram. Það er gott veganesti fyrir þessa þjóðarþjóna. Þannig er það raunar í öllum kosningum, þó að það vilji gleymast í okkar ógagnsæja kerfi. Þannig er lýðræðið. Og þó að þessar kosningar hafi verið sagðar ráðgefandi og þó að Alþingi taki nú lögum samkvæmt við málinu og vinni það áfram í samræmi við ábendingar sérfræðinganefnda um það sem betur má fara – og er mjög mikilvægt að hlustað sé á – þá hljóta þingmenn að taka mið af þeim meginlínum sem lagðar voru í þessum kosningum. Þeir geta ekki látið sem þær hafi aldrei átt sér stað. Hversu gjarnan sem þeir vildu. Við eigum í vændum lýðræðisbyltingu í kjölfar þess að atkvæði okkar verða gegnsærri; fulltrúar okkar á þingi gætu orðið raunverulega kosnir af okkur en atkvæðið manns lendir ekki lengur í óskiljanlegri herleiðingu hringinn kringum landið þar sem það endar kannski hjá einhverjum sem stendur fyrir allt það sem maður er á móti. Misvægi atkvæða hefur ekki komið í veg fyrir það að fámennari byggðarlög hafi lent í vítahring mannfæðar og fábreyttra atvinnu- og menningarhátta en hins vegar skapað nokkurs konar furstadæmi þar sem öflugir þingmenn hafa í krafti aðgangs að uppsprettulindum fjármagns og valda "fyrir sunnan" byggt upp öflugt kerfi þar sem "sambönd" eru lykilorðið. Við eigum að vísu eftir að sjá hvernig aukin áhersla á persónukjör hefur áhrif á þetta kerfi – og sjálfur hef ég alltaf verið svolítið efins um þessa viðteknu hugmynd um "Fjórflokkinn" þar sem allir séu eins; svo nefnt sé nærtækt dæmi: hvenær hefði svona þjóðaratkvæðagreiðsla farið fram í valdatíð hægri flokkanna? ÞjóðareignÁkvæðið um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu skuli lýstar þjóðareign er mikilvægt og þess að vænta að það verði í nýrri stjórnarskrá sem næst þeirri mynd sem kjósendur samþykktu. Kunnir fræðimenn hafa tekið sér fyrir hendur að sanna, svo að ekki verði um villst, að ranglætið borgi sig alltaf og misskiptingin leiði ævinlega til velfarnaðar sem aukist eftir því sem eign á sameiginlegum auðlindum og arður af þeim færist á færri hendur. En hversu oft og hversu rækilega sem sýnt er fram á þjóðhagslega hagkvæmni ranglætis og misskiptingar þá er eins og fólkið – eða veruleikinn – láti sér ekki segjast og því var þetta ákvæði samþykkt í fyrradag með miklum meirihluta. Við megum þá vænta þess að hannesarsmárasynir framtíðarinnar geti ekki "keypt" út á krít náttúrugersemar og veðsett síðan til að eiga skotsilfur; að óveiddur fiskur í sjónum sé sameiginleg eign þjóðarinnar og sanngjarnt verð renni til sameiginlegra sjóða af nýtingu hans, rétt eins og tíðkast til að mynda í Noregi af vinnslu olíu. Þegar maður horfði á Silfrið í gær, á fulltrúa flokkanna túlka niðurstöður hvern með sínum hætti, eins og þeim ber vissulega að gera enda fulltrúar ólíkra lífsviðhorfa og sjónarmiða – þá fór hins vegar ekki hjá því að maður fyndi vissan leiða á því að sitja undir þjarkinu og þessu sífellda togi um að "hafa orðið", eins og orðið sé eins konar bolti sem maður á að sóla með og "skýla". Maður fyllist óþoli og ókyrrð við að horfa á svona samræður. Það rifjaðist upp hvernig þetta var í Stjórnlagaráði sem komst að einróma niðurstöðu, þrátt fyrir að þar væru ákaflega ólíkir einstaklingar sem voru fulltrúar mjög ólíkra sjónarmiða. Á stjórnlagaþinginu talaði þetta fólk saman á einhvern alveg nýjan hátt: af virðingu fyrir stöðu sinni og hvert öðru – og okkur kjósendum. Ný stjórnmál. Það er eitthvað fallegt við þetta ferli, eitthvað hátíðlegt, eitthvað mjög jákvætt.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun