Nánast fullkominn dagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2012 07:00 Ísland vann tvöfalt í Árósum um helgina. Hér er hópurinn allur á Kastrup í gær. Mynd/Ólafur Björnsson Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti. Íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti.
Íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira