Sísí slekkur í sinu 21. febrúar 2012 06:00 Sögusviðið er Stöðvarfjörður haustið 1977. Þorpsbúar berjast við sinueld þriðja daginn í röð. Í þetta skiptið er tvísýnt hvort eldurinn nái að læsa sig í efstu húsin í þorpinu. Þeim fullorðnu er ekki skemmt en fyrir þeim yngri er þetta ævintýri, enda gera þeir sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kvöldar tekst að ráða niðurlögum eldsins og allir ganga til síns heima. Það sem brennur á vörum allra er spurningin: Hver er það sem kveikir í? Þessum dögum gleymi ég aldrei. Ég var að verða tíu ára og ekkert vissi ég þá skemmtilegra en að kveikja sinueld og reyna að slökkva hann aftur. Ástæðan fyrir því að þetta er minnisstætt er hins vegar sú að ég var EKKI einn þeirra sem börðust við eldana. Nei, ég sat þessa daga í eldhúsinu heima og staglaðist aftur og aftur í gegnum kvæðið um finnska bóndasoninn Svein Dúfu, undir ströngu eftirliti móður minnar. Það var gert undir hótunum kennara míns um að ef mér tækist ekki að sanna að ég væri orðinn sæmilega læs á afmælisdaginn minn síðar um haustið, þá myndi ég þann veturinn lesa Gagn og gaman og það í hópi yngstu nemenda skólans. Skömmin sem fylgdi þeirri tilhugsun var öllu yfirsterkari. Ég taldist „læs" um miðjan október. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar birtar voru um það fréttir að samkvæmt alþjóðlegri könnun getur fjórðungur íslenskra stráka á unglingsaldri ekki lesið sér til gagns. Stelpurnar eru mun færri, hvað sem útskýrir það. Þetta er mikið áhyggjuefni og ekki þarf að fara mörgum orðum um þann vanda sem getur beðið ungmenna sem dragast aftur úr. Skólayfirvöld og áhugafólk um læsi liggja yfir þessum niðurstöðum og leita svara við aðkallandi spurningum. Hvað er að strákunum okkar? Hvað er að skólakerfinu? Hvað er gert vel og hvað má gera betur? Sísí sá sól og Óli á lás virðast ekki hafa heillað mig í upphafi skólagöngu. Ég velti því fyrir mér hvað hefði frekar vakið áhuga minn á þessum aldri. Hefðu textarnir sem mér voru boðnir fram til tíu ára aldurs fjallað um sinueld þá hefði ég kannski frekar setið kjurr. Sísí slekkur í sinu, hefði kannski gert gæfumuninn. En Gagn og gaman er auðvitað ekki lengur grunnlestrarbók íslenskra barna. Skárra væri það nú. Bókin kom fyrst út árið 1944. Bókin sem nú er kennd í fyrstu bekkjum grunnskólanna heitir Lestrarlandið og kom inn í skólana í fyrrahaust, en þá taldist bókin Við lesum frá 1975 hafa þjónað æsku landsins nægilega lengi. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða bók tekur við af Lestrarlandinu árið 2050. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Sögusviðið er Stöðvarfjörður haustið 1977. Þorpsbúar berjast við sinueld þriðja daginn í röð. Í þetta skiptið er tvísýnt hvort eldurinn nái að læsa sig í efstu húsin í þorpinu. Þeim fullorðnu er ekki skemmt en fyrir þeim yngri er þetta ævintýri, enda gera þeir sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kvöldar tekst að ráða niðurlögum eldsins og allir ganga til síns heima. Það sem brennur á vörum allra er spurningin: Hver er það sem kveikir í? Þessum dögum gleymi ég aldrei. Ég var að verða tíu ára og ekkert vissi ég þá skemmtilegra en að kveikja sinueld og reyna að slökkva hann aftur. Ástæðan fyrir því að þetta er minnisstætt er hins vegar sú að ég var EKKI einn þeirra sem börðust við eldana. Nei, ég sat þessa daga í eldhúsinu heima og staglaðist aftur og aftur í gegnum kvæðið um finnska bóndasoninn Svein Dúfu, undir ströngu eftirliti móður minnar. Það var gert undir hótunum kennara míns um að ef mér tækist ekki að sanna að ég væri orðinn sæmilega læs á afmælisdaginn minn síðar um haustið, þá myndi ég þann veturinn lesa Gagn og gaman og það í hópi yngstu nemenda skólans. Skömmin sem fylgdi þeirri tilhugsun var öllu yfirsterkari. Ég taldist „læs" um miðjan október. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum þegar birtar voru um það fréttir að samkvæmt alþjóðlegri könnun getur fjórðungur íslenskra stráka á unglingsaldri ekki lesið sér til gagns. Stelpurnar eru mun færri, hvað sem útskýrir það. Þetta er mikið áhyggjuefni og ekki þarf að fara mörgum orðum um þann vanda sem getur beðið ungmenna sem dragast aftur úr. Skólayfirvöld og áhugafólk um læsi liggja yfir þessum niðurstöðum og leita svara við aðkallandi spurningum. Hvað er að strákunum okkar? Hvað er að skólakerfinu? Hvað er gert vel og hvað má gera betur? Sísí sá sól og Óli á lás virðast ekki hafa heillað mig í upphafi skólagöngu. Ég velti því fyrir mér hvað hefði frekar vakið áhuga minn á þessum aldri. Hefðu textarnir sem mér voru boðnir fram til tíu ára aldurs fjallað um sinueld þá hefði ég kannski frekar setið kjurr. Sísí slekkur í sinu, hefði kannski gert gæfumuninn. En Gagn og gaman er auðvitað ekki lengur grunnlestrarbók íslenskra barna. Skárra væri það nú. Bókin kom fyrst út árið 1944. Bókin sem nú er kennd í fyrstu bekkjum grunnskólanna heitir Lestrarlandið og kom inn í skólana í fyrrahaust, en þá taldist bókin Við lesum frá 1975 hafa þjónað æsku landsins nægilega lengi. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða bók tekur við af Lestrarlandinu árið 2050.