Lífið

Margrét Gnarr komst ekki áfram

Alexandra Sif tók myndina en hún farðaði Margréti Gnarr fyrir mótið og líka stúlkurnar með henni á mynd þær Margréti Láru Rögnvaldsdóttur og Kristínu Guðlaugsdóttur.
Alexandra Sif tók myndina en hún farðaði Margréti Gnarr fyrir mótið og líka stúlkurnar með henni á mynd þær Margréti Láru Rögnvaldsdóttur og Kristínu Guðlaugsdóttur. Smelltu á mynd til að stækka.
„Jæja þá er þessu blessaða ævintýri lokið. Lærði mikið af þessu. Ég byrjaði á því að keppa á heimsmeistaramótinu og komst ekki í top 15. Keppti svo á Arnold Classic Europe á móti flestum sem kepptu á HM og komst í top 15 en ekki top 6. Það er mikill munur á bikini fitness í Evrópu og Bandaríkjunum og ég hef vaxtarlagið fyrir USA. Takk Allir* sem hafa stutt við bakið á mér. Næst á dagskrá er Bikarmótið í nóvember og svo líklegast smá pása til að melta hvaða stefnu ég vil taka:)" skrifar dóttir Jóns Gnarr borgarstjórans í Reykjavík, Margrét Edda Gnarr, eftir reynslu sína í dag en keppnin Arnold Classic Europe fitnessmótinu stendur nú yfir á Spáni.



Styrktaraðilar Margrétar sem gera henni kleift að keppa á erlendri grund:

*
Nings. BN shape, Katrín Eva, Maggi Bess og Alexandra Sif hjá Betriarangur.is, Snyrtistofan Mízú, Perform.is, Siggi á Solid hár, Nadía í Kiss. Hámark, Stjörnusól, Jan Tana ( Reykjavík verslun), Stjörnubros, Jón íþróttanuddari, Dekurdýr, Akrýlneglur, fjölskylda Margrétar, vinir og kærastinn.


Margrét keppti í IFBB heimsmeistaramótinu í fitness í Póllandi fyrr í vikunni. Þessar myndir voru teknar þar.


Margrét Gnarr á pallinum á Spáni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×