Ragna: Í besta formi lífs míns Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2012 10:00 Ragna er hér með þjálfara sínum, Jónasi Huang, eftir að hún fékk staðfestingu á því að hún myndi keppa á Ólympíuleikunum í sumar. fréttablaðið/valli Ragna Ingólfsdóttir undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar en í upphafi mánaðarins fékk hún endanlega staðfest að hún væri ein þeirra sem hefðu unnið sér inn þátttökurétt á leikunum. Að baki er fjögurra ára barátta frá síðustu leikum en hún stefnir að því að gera betur en í Peking, þar sem hún þurfti að hætta í miðjum leik vegna meiðsla. „Ég var að keppa við japanska stelpu fyrir framan 50 þúsund öskrandi áhorfendur. Það voru mikil læti og spennan var mikil," rifjar Ragna upp. „Í leiknum fannst mér ég aldrei ná að sýna mitt rétta andlit eða hvernig leikmaður ég væri. Svo þegar leikurinn var í raun að klárast þá gaf hnéð sig endanlega og ég þurfti að hætta," sagði Ragna sem hafði þá spilað með slitið krossband í hné í nokkurn tíma. Sjálfsörugg og líður velRagna þurfti ár til að jafna sig eftir aðgerð en hefur nú náð fyrri styrk og gott betur. „Í raun finnst mér ég vera í besta formi lífs míns. Badmintonspilarar eru yfirleitt að toppa við 28-30 ára aldurinn og ég er 29 ára gömul. Ég er sjálfsörugg á velli, líður vel og er meiðslalaus." Ragna er ein 46 keppenda í einliðaleik kvenna á leikunum í sumar en allt miðaðist við að ná sem bestu stöðu á heimslistanum sem gefinn var út 3. maí. Keppendur höfðu eitt ár til að safna stigum á listann með því að keppa á alþjóðlegum mótum. Á þessu ári fór Ragna á sautján mót í fjórtán löndum og var utan í samtals 76 daga. Reyndar var hún í 72. sæti heimslistans en þar sem hvert land má aðeins senda þrjá keppendur á leikana í hverri grein færðist Ragna nógu ofarlega á listann til að komast inn. Hún var í 37. sæti af þeim 46 sem fengu boð. Keppendum verður skipt í sextán riðla og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Sigurvegarar riðlanna komast í 16-liða úrslit en áður hefur aðeins verið keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Það er því langlíklegast að Ragna fái minnst tvo leiki á leikunum í sumar. Vil ná mínu besta framHún á þó erfitt með að setja sér markmið þar sem hún veit ekki hverjum hún muni mæta. Mótaskráin verður ekki gefin út fyrr en viku fyrir leikana. „Í Peking mætti ég stelpu sem var númer ellefu á heimslistanum og var töluverður getumunur á okkur. Það var því mjög erfitt að byggja sig upp fyrir það," sagði Ragna. „Í þetta sinn þarf ég ekki að eyða miklum tíma í að velta því fyrir mér. Það væri gaman að vinna leik og ég yrði mjög ánægð með það. En mér myndi líka líða vel ef mér tækist að ná mínu besta og sýna umheiminum hvernig leikmaður ég er." Facebook-færsla breytti ölluViðtal sem birtist við Rögnu í Fréttablaðinu þann 8. desember síðastliðinn vakti mikla athygli. Þar lýsti hún óánægju með hvernig hlúð væri að íslensku afreksíþróttafólki. „Þetta breytti þvílíkt miklu," segir hún. „Þetta byrjaði allt sem færsla á Facebook-síðunni minni og sem betur fer var ég með fréttamenn á vinalistanum sem varð til þess að þetta barst út. Þetta varð til þess að ég fékk mikinn stuðning, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, og þetta kom öðrum íþróttamönnum líka til góða." Ragna lýsti því í viðtalinu að íþróttamenn geta ekki áunnið sér nein réttindi á meðan þeir stunda sína íþrótt, líkt og aðrir sem eru á venjulegum vinnumarkaði. Hún segir að það sé enn mikið verk að vinna í þessum efnum. „Íþróttamenn eru enn að setja sig í miklar skuldir og ég þekki mörg slík tilvik. Ég skil enn ekki af hverju það er ekkert gert til að hlúa betur að okkar íþróttafólki." Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar en í upphafi mánaðarins fékk hún endanlega staðfest að hún væri ein þeirra sem hefðu unnið sér inn þátttökurétt á leikunum. Að baki er fjögurra ára barátta frá síðustu leikum en hún stefnir að því að gera betur en í Peking, þar sem hún þurfti að hætta í miðjum leik vegna meiðsla. „Ég var að keppa við japanska stelpu fyrir framan 50 þúsund öskrandi áhorfendur. Það voru mikil læti og spennan var mikil," rifjar Ragna upp. „Í leiknum fannst mér ég aldrei ná að sýna mitt rétta andlit eða hvernig leikmaður ég væri. Svo þegar leikurinn var í raun að klárast þá gaf hnéð sig endanlega og ég þurfti að hætta," sagði Ragna sem hafði þá spilað með slitið krossband í hné í nokkurn tíma. Sjálfsörugg og líður velRagna þurfti ár til að jafna sig eftir aðgerð en hefur nú náð fyrri styrk og gott betur. „Í raun finnst mér ég vera í besta formi lífs míns. Badmintonspilarar eru yfirleitt að toppa við 28-30 ára aldurinn og ég er 29 ára gömul. Ég er sjálfsörugg á velli, líður vel og er meiðslalaus." Ragna er ein 46 keppenda í einliðaleik kvenna á leikunum í sumar en allt miðaðist við að ná sem bestu stöðu á heimslistanum sem gefinn var út 3. maí. Keppendur höfðu eitt ár til að safna stigum á listann með því að keppa á alþjóðlegum mótum. Á þessu ári fór Ragna á sautján mót í fjórtán löndum og var utan í samtals 76 daga. Reyndar var hún í 72. sæti heimslistans en þar sem hvert land má aðeins senda þrjá keppendur á leikana í hverri grein færðist Ragna nógu ofarlega á listann til að komast inn. Hún var í 37. sæti af þeim 46 sem fengu boð. Keppendum verður skipt í sextán riðla og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Sigurvegarar riðlanna komast í 16-liða úrslit en áður hefur aðeins verið keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Það er því langlíklegast að Ragna fái minnst tvo leiki á leikunum í sumar. Vil ná mínu besta framHún á þó erfitt með að setja sér markmið þar sem hún veit ekki hverjum hún muni mæta. Mótaskráin verður ekki gefin út fyrr en viku fyrir leikana. „Í Peking mætti ég stelpu sem var númer ellefu á heimslistanum og var töluverður getumunur á okkur. Það var því mjög erfitt að byggja sig upp fyrir það," sagði Ragna. „Í þetta sinn þarf ég ekki að eyða miklum tíma í að velta því fyrir mér. Það væri gaman að vinna leik og ég yrði mjög ánægð með það. En mér myndi líka líða vel ef mér tækist að ná mínu besta og sýna umheiminum hvernig leikmaður ég er." Facebook-færsla breytti ölluViðtal sem birtist við Rögnu í Fréttablaðinu þann 8. desember síðastliðinn vakti mikla athygli. Þar lýsti hún óánægju með hvernig hlúð væri að íslensku afreksíþróttafólki. „Þetta breytti þvílíkt miklu," segir hún. „Þetta byrjaði allt sem færsla á Facebook-síðunni minni og sem betur fer var ég með fréttamenn á vinalistanum sem varð til þess að þetta barst út. Þetta varð til þess að ég fékk mikinn stuðning, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, og þetta kom öðrum íþróttamönnum líka til góða." Ragna lýsti því í viðtalinu að íþróttamenn geta ekki áunnið sér nein réttindi á meðan þeir stunda sína íþrótt, líkt og aðrir sem eru á venjulegum vinnumarkaði. Hún segir að það sé enn mikið verk að vinna í þessum efnum. „Íþróttamenn eru enn að setja sig í miklar skuldir og ég þekki mörg slík tilvik. Ég skil enn ekki af hverju það er ekkert gert til að hlúa betur að okkar íþróttafólki."
Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira