Uppvakningur tekinn í fóstur Þorsteinn Pálsson skrifar 19. maí 2012 06:00 Sagt var að siðfræði margra þeirra sem áttu og stjórnuðu gömlu bönkunum fyrir hrun hefði rúmast í þessari setningu: „Við eigum þetta, við megum þetta." Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vísaði í þessa hugsun í sjónvarpsviðtali nýlega þegar hann var að skýra þá ákvörðun meirihluta Alþingis að ákæra fyrrum forsætisráðherra einan vegna hrunsins og sleppa ráðherrum Samfylkingarinnar. Og í þessari viku skaut svo þetta hugarfar upp kollinum á ný eins og uppvakningur. „Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Þessi ummæli hefur þetta blað eftir Steingrími J. Sigúfssyni, ráðherra efnahagsmála, í tilefni af því að stjórnendur lífeyrissjóðanna vildu ekki láta undan þrýstingi ríkisstjórnarinnar og falla frá veðum sem þeim er að lögum skylt að taka. Ráðherrann rökstyður þetta svar sitt með því að segja: „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilinum í gegnum þessa erfiðleika." Með öðrum orðum: Göfugt markmið réttlætir að stjórnir fjármálafyrirtækja gangi á svig við lög og jafnvel stjórnarskrá. Áður hafði formaður efnahagsnefndar Alþingis talað á sama veg. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er gagnrýnt að of fáir hafi sett niður hælana þegar þröngur lagabókstafurinn og kröfur um ábyrga stjórnarhætti áttu að setja stjórnendum gömlu bankanna skorður. Ummæli Steingríms J. Sigfússonar sýna hins vegar að of margir þingmenn sem áður lásu húslestra til höfuðs þessum draug hugarfarsins hafa nú sjálfir tekið uppvakninginn í fóstur.Eiga þeir þetta skilið? Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa sætt harðri gagnrýni vegna þess að bókfærðar eignir sjóðanna rýrnuðu, fyrst við hrun krónunnar og síðan vegna falls bankanna. Almenn reiði virðist ríkja í garð þeirra. Hér er ekki ætlunin að meta að hve miklu leyti þessi ádeila er réttmæt. Spurningin er þessi: Getur það verið siðferðilega réttlætanlegt að ríkisstjórn hagnýti sér þessa reiði almennings í garð stjórnenda lífeyrissjóðanna til þess að knýja þá til athafna sem ekki samrýmast lögum og myndu skerða lífeyri umbjóðenda þeirra enn frekar? Ríkisstjórnin stendur andspænis þremur kostum: Sá fyrsti er að segja sem er að ríkissjóður sé tómur og því ekki svigrúm til að mæta annars sanngjörnum kröfum um skuldalækkun. Það er óvinsælt. Annar er sá að hækka skatta á almenning og nota tekjurnar til að aðstoða þá skuldara sem í hlut eiga. Það yrði trúlega enn óvinsælla en að segja nei. Þriðji kosturinn er sá að þröngva stjórnendum lífeyrssjóðanna til að brjóta lög og láta ellilífeyrisþega borga brúsann. Óvinsældir stjórnendanna eiga að gera þessa leið vinsæla. Ríkisstjórnin skákar í því skjóli að vígstaða stjórnenda lífeyrissjóðanna sé svo veik að almenningur sé reiðubúinn að fórna enn meir af lífeyrisréttindum sínum til þess að ná sér niður á þeim. Hver heilvita maður sér þó að ekki er heil brú í þeirri hugsun. Hitt er verra að hún er sprottin af sömu rót og það hugarfar að sniðganga megi lög og reglur um ábyrga fjármálastjórn ef ríkisstjórnin telur að markmiðið sé göfugt.Hælana á að setja niður Verst er þó að þetta dæmi er ekki einstakt. Það endurspeglast víða í fjármálastjórn ríkisins. Ríkissjóður Grikklands komst í þrot vegna þess að grískir stjórnmálamenn héldu útgjöldum í stórum stíl utan við ríkisreikninginn. Þeir teygðu lögin til að ná markmiðum sínum rétt eins og stjórnendur gömlu bankanna eru sagðir hafa gert. Mörgum af þeim verkefnum sem ríkissjóður er nú með á prjónunum er komið fyrir í eignarhaldsfélögum þannig að ábyrgð á skuldbindingum og raunverulegt eignarhald er ekki gegnsætt með þeim hætti sem almennar reglur um fjárreiður ríkisins gera ráð fyrir. Verkefnin eru flest þörf og sum mjög brýn en öll of merkileg til þess að dragast inn í samanburð við gríska ríkisfjármálastjórnun. Kjarni málsins er sá að jafnvel göfug verkefni réttlæta ekki að stofnað sé til skuldbindinga á svig við almennar leikreglur um gegnsæi. Slíkar ákvarðanir bera öll merki þeirrar siðferðilegu hugsunar sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt sinn þátt í falli bankanna. Afleiðingarnar ráðast af því hversu lengi mönnum leyfist að fóstra þennan uppvakning. Fall bankanna er ekki gleymt. Ef fram heldur sem horfir er næsta hrun of sýnilegt til þess að láta hjá líða að hvetja alla þá til að setja niður hælana sem vilja ekki sniðganga leikreglur um ábyrga ríkisfjármálastjórn. Það er siðferðilega rétt og efnahagslega ábatasamt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sagt var að siðfræði margra þeirra sem áttu og stjórnuðu gömlu bönkunum fyrir hrun hefði rúmast í þessari setningu: „Við eigum þetta, við megum þetta." Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vísaði í þessa hugsun í sjónvarpsviðtali nýlega þegar hann var að skýra þá ákvörðun meirihluta Alþingis að ákæra fyrrum forsætisráðherra einan vegna hrunsins og sleppa ráðherrum Samfylkingarinnar. Og í þessari viku skaut svo þetta hugarfar upp kollinum á ný eins og uppvakningur. „Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Þessi ummæli hefur þetta blað eftir Steingrími J. Sigúfssyni, ráðherra efnahagsmála, í tilefni af því að stjórnendur lífeyrissjóðanna vildu ekki láta undan þrýstingi ríkisstjórnarinnar og falla frá veðum sem þeim er að lögum skylt að taka. Ráðherrann rökstyður þetta svar sitt með því að segja: „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilinum í gegnum þessa erfiðleika." Með öðrum orðum: Göfugt markmið réttlætir að stjórnir fjármálafyrirtækja gangi á svig við lög og jafnvel stjórnarskrá. Áður hafði formaður efnahagsnefndar Alþingis talað á sama veg. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er gagnrýnt að of fáir hafi sett niður hælana þegar þröngur lagabókstafurinn og kröfur um ábyrga stjórnarhætti áttu að setja stjórnendum gömlu bankanna skorður. Ummæli Steingríms J. Sigfússonar sýna hins vegar að of margir þingmenn sem áður lásu húslestra til höfuðs þessum draug hugarfarsins hafa nú sjálfir tekið uppvakninginn í fóstur.Eiga þeir þetta skilið? Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa sætt harðri gagnrýni vegna þess að bókfærðar eignir sjóðanna rýrnuðu, fyrst við hrun krónunnar og síðan vegna falls bankanna. Almenn reiði virðist ríkja í garð þeirra. Hér er ekki ætlunin að meta að hve miklu leyti þessi ádeila er réttmæt. Spurningin er þessi: Getur það verið siðferðilega réttlætanlegt að ríkisstjórn hagnýti sér þessa reiði almennings í garð stjórnenda lífeyrissjóðanna til þess að knýja þá til athafna sem ekki samrýmast lögum og myndu skerða lífeyri umbjóðenda þeirra enn frekar? Ríkisstjórnin stendur andspænis þremur kostum: Sá fyrsti er að segja sem er að ríkissjóður sé tómur og því ekki svigrúm til að mæta annars sanngjörnum kröfum um skuldalækkun. Það er óvinsælt. Annar er sá að hækka skatta á almenning og nota tekjurnar til að aðstoða þá skuldara sem í hlut eiga. Það yrði trúlega enn óvinsælla en að segja nei. Þriðji kosturinn er sá að þröngva stjórnendum lífeyrssjóðanna til að brjóta lög og láta ellilífeyrisþega borga brúsann. Óvinsældir stjórnendanna eiga að gera þessa leið vinsæla. Ríkisstjórnin skákar í því skjóli að vígstaða stjórnenda lífeyrissjóðanna sé svo veik að almenningur sé reiðubúinn að fórna enn meir af lífeyrisréttindum sínum til þess að ná sér niður á þeim. Hver heilvita maður sér þó að ekki er heil brú í þeirri hugsun. Hitt er verra að hún er sprottin af sömu rót og það hugarfar að sniðganga megi lög og reglur um ábyrga fjármálastjórn ef ríkisstjórnin telur að markmiðið sé göfugt.Hælana á að setja niður Verst er þó að þetta dæmi er ekki einstakt. Það endurspeglast víða í fjármálastjórn ríkisins. Ríkissjóður Grikklands komst í þrot vegna þess að grískir stjórnmálamenn héldu útgjöldum í stórum stíl utan við ríkisreikninginn. Þeir teygðu lögin til að ná markmiðum sínum rétt eins og stjórnendur gömlu bankanna eru sagðir hafa gert. Mörgum af þeim verkefnum sem ríkissjóður er nú með á prjónunum er komið fyrir í eignarhaldsfélögum þannig að ábyrgð á skuldbindingum og raunverulegt eignarhald er ekki gegnsætt með þeim hætti sem almennar reglur um fjárreiður ríkisins gera ráð fyrir. Verkefnin eru flest þörf og sum mjög brýn en öll of merkileg til þess að dragast inn í samanburð við gríska ríkisfjármálastjórnun. Kjarni málsins er sá að jafnvel göfug verkefni réttlæta ekki að stofnað sé til skuldbindinga á svig við almennar leikreglur um gegnsæi. Slíkar ákvarðanir bera öll merki þeirrar siðferðilegu hugsunar sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt sinn þátt í falli bankanna. Afleiðingarnar ráðast af því hversu lengi mönnum leyfist að fóstra þennan uppvakning. Fall bankanna er ekki gleymt. Ef fram heldur sem horfir er næsta hrun of sýnilegt til þess að láta hjá líða að hvetja alla þá til að setja niður hælana sem vilja ekki sniðganga leikreglur um ábyrga ríkisfjármálastjórn. Það er siðferðilega rétt og efnahagslega ábatasamt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun