Berir leggir og upphafning fávísinnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. desember 2012 06:00 Ég var stödd á hótelherbergi í útlöndum um helgina. Ég átti afmæli svo þegar kom að því að fara út í "dinner" hugðist ég vanda til andlitsfarðans og lagningarinnar. Birtan á baðherberginu var dauf og ég sá illa til þar sem ég sparslaði burt árin. Ég kveikti því á flúrljósi fyrir ofan spegilinn. Hrá lýsing og ískaldur afmælis-bömmer helltust yfir mig. Í hárrótinni spruttu gráir nýgræðingar. Ég flýtti mér að slökkva ljósið. Það getur oft verið þægilegt að hunsa staðreyndir. Umlykja sig myrkri og loka augunum fyrir sannleikanum sem blasir við í birtunni. Þegar um er að ræða nokkur grá hár kemur það svo sem ekki að sök. Hins vegar virðist sem fólk kjósi í auknum mæli að halda sig skuggamegin tilverunnar. Á tímum þegar mannshugurinn teygir ítrekað á mörkum hins mögulega í krafti tækni og vísinda er eins og höfuðin á sumum vilji heldur umlykja sig kósí rökkri hinna myrku miðalda en að skoða hlutina baðaða skerandi flúrljósi þekkingar.Græðarar eða krabbameinsskoðun Í síðustu viku lögðu nokkrir þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að niðurgreiða heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu. Sama dag mátti lesa á mbl.is umfjöllun um hvernig skert fjárframlög til Krabbameinsfélags Íslands hafa orðið til þess að konur þurfa að bíða í sex vikur eftir að komast í krabbameinsleit í leghálsi og brjóstum en áður var biðin tvær vikur. Fréttir af fjársvelti heilbrigðiskerfisins eru daglegt brauð. Að ætla að úthluta skattfé í heilsumeðferðir sem enginn vísindalegur fótur er fyrir þegar meðferðir sem bera sannanlegan árangur sitja á hakanum ber ekki aðeins vott um heiftarlegt virðingarleysi í garð almannafjár heldur einnig vísinda eins og þau leggja sig.Ranghugmynd um lýðræði "And-vitsmunahyggja er óslitinn þráður sem fléttast inn í pólitískan og menningarlegan veruleika okkar og nærist á þeirri ranghugmynd að lýðræði þýði að vanþekking mín sé jafnrétthá þekkingu þinni." Svo skrifaði rithöfundurinn Isaac Asimov í grein sem birtist í Newsweek fyrir rúmum þrjátíu árum. Fullyrðingin á ekki síður við í dag. Og það eru ekki aðeins skottulæknar sem reiða sig á þessa upphafningu fávísinnar. Í aðdraganda forsetakosninganna sem fóru fram í Bandaríkjunum í nóvember kepptust ákafir stjórnmálaskýrendur og aðrir kaffihúsaspekingar við að lýsa því yfir hve spennandi kosningarnar væru, hve mjótt væri á mununum, að þær gætu farið á hvorn veginn sem væri. Einn þeirra var hins vegar á öðru máli. Tölfræðingurinn Nate Silver sagði kosningarnar þvert á móti lítt spennandi. Líkurnar á sigri Obama væru yfirgnæfandi samkvæmt hefðbundnum líkindareikningi. Hinir spekúlantarnir hlógu að honum. Hann var úthrópaður "brandari". Kaffihúsaspekingunum þótti eigin greiningar, sem oftast nær voru byggðar á tilfinningum og stjórnmálaskoðunum, standa útreikningum Silver langtum framar. Á kosningadag spáði dálkahöfundurinn Janet Daley Mitt Romney sigri því henni fannst Obama ekki líta út eins og sigurvegari. Nate Silver fékk uppreisn æru þegar hann reyndist sannspár um úrslitin í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í skjóli jafnréttis þekkingar og fávísi er skeytingarleysi í garð faglegra vinnubragða að sliga opinbera umræðu. Skemmst er til dæmis að minnast annarlegrar túlkunar Bjarna Benediktssonar á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Íslands. Staðreyndir málsins eru að engu hafðar því tilgangurinn helgar meðalið.Í míní-pilsi á B5 Hver hefur ekki heyrt yfirlýsingu sem þessa?: "Frænka nágranna bróður míns fór í lithimnugreiningu, fékk ávísaða blómadropa og verkurinn í stórutánni hvarf." Sögusagnir af þessu tagi eru gjarnan notaðar til að renna stoðum undir gagnsemi óhefðbundinna lækninga. Fullyrðingin kann að segja eitthvað um stórutá frænku nágranna bróðurins. Hún segir hins vegar ekkert um lithimnugreiningu og blómadropa. Handahófskenndar reynslusögur einstaklinga eru ekki rannsóknir heldur gervivísindi. Þeir sem fullyrða annað þekkja annaðhvort ekki hina vísindalegu aðferðafræði sem mannkynið hefur þróað með sér til að greina staðreyndir frá staðleysu eða hunsa hana viljandi. Þótt fjöldi fólks vilji gjarnan að smáskammtalækningar eða höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun lækni það af kvillum þýðir það ekki að þær geri það. Þótt ég litaði gráu hárin ljós, gengi um berleggjuð í míní-pilsi með Rihönnu í eyrunum og héngi á B5 liðlangan daginn gerði það mig ekki tuttugu og tveggja.Óskhyggja er ekki sannleikur. Svo kann þó vel að vera að einhver sé hressari eftir leirbað eða finnist hann endurnærður eftir árunudd. Það á hins vegar einnig við um aðrar athafnir sem hugsaðar eru til að létta manni lund. Hver er ekki hressari eftir að hafa horft á Hollywood-vellu í bíó eða legið uppi í sófa með góða bók og konfektkassa? Er þá ekki rétt að starfsemi Forlagsins og Nóa Síríus sé niðurgreidd "til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu"? Þær meðferðir "græðara" sem þingsályktunartillagan nær til hafa enga virkni umfram lyfleysu. Þær virka ekki. Hið háa Alþingi gæti allt eins ályktað um hvort ekki ætti að skoða það að niðurgreiða pakkaútburð jólasveinsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Ég var stödd á hótelherbergi í útlöndum um helgina. Ég átti afmæli svo þegar kom að því að fara út í "dinner" hugðist ég vanda til andlitsfarðans og lagningarinnar. Birtan á baðherberginu var dauf og ég sá illa til þar sem ég sparslaði burt árin. Ég kveikti því á flúrljósi fyrir ofan spegilinn. Hrá lýsing og ískaldur afmælis-bömmer helltust yfir mig. Í hárrótinni spruttu gráir nýgræðingar. Ég flýtti mér að slökkva ljósið. Það getur oft verið þægilegt að hunsa staðreyndir. Umlykja sig myrkri og loka augunum fyrir sannleikanum sem blasir við í birtunni. Þegar um er að ræða nokkur grá hár kemur það svo sem ekki að sök. Hins vegar virðist sem fólk kjósi í auknum mæli að halda sig skuggamegin tilverunnar. Á tímum þegar mannshugurinn teygir ítrekað á mörkum hins mögulega í krafti tækni og vísinda er eins og höfuðin á sumum vilji heldur umlykja sig kósí rökkri hinna myrku miðalda en að skoða hlutina baðaða skerandi flúrljósi þekkingar.Græðarar eða krabbameinsskoðun Í síðustu viku lögðu nokkrir þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að niðurgreiða heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu. Sama dag mátti lesa á mbl.is umfjöllun um hvernig skert fjárframlög til Krabbameinsfélags Íslands hafa orðið til þess að konur þurfa að bíða í sex vikur eftir að komast í krabbameinsleit í leghálsi og brjóstum en áður var biðin tvær vikur. Fréttir af fjársvelti heilbrigðiskerfisins eru daglegt brauð. Að ætla að úthluta skattfé í heilsumeðferðir sem enginn vísindalegur fótur er fyrir þegar meðferðir sem bera sannanlegan árangur sitja á hakanum ber ekki aðeins vott um heiftarlegt virðingarleysi í garð almannafjár heldur einnig vísinda eins og þau leggja sig.Ranghugmynd um lýðræði "And-vitsmunahyggja er óslitinn þráður sem fléttast inn í pólitískan og menningarlegan veruleika okkar og nærist á þeirri ranghugmynd að lýðræði þýði að vanþekking mín sé jafnrétthá þekkingu þinni." Svo skrifaði rithöfundurinn Isaac Asimov í grein sem birtist í Newsweek fyrir rúmum þrjátíu árum. Fullyrðingin á ekki síður við í dag. Og það eru ekki aðeins skottulæknar sem reiða sig á þessa upphafningu fávísinnar. Í aðdraganda forsetakosninganna sem fóru fram í Bandaríkjunum í nóvember kepptust ákafir stjórnmálaskýrendur og aðrir kaffihúsaspekingar við að lýsa því yfir hve spennandi kosningarnar væru, hve mjótt væri á mununum, að þær gætu farið á hvorn veginn sem væri. Einn þeirra var hins vegar á öðru máli. Tölfræðingurinn Nate Silver sagði kosningarnar þvert á móti lítt spennandi. Líkurnar á sigri Obama væru yfirgnæfandi samkvæmt hefðbundnum líkindareikningi. Hinir spekúlantarnir hlógu að honum. Hann var úthrópaður "brandari". Kaffihúsaspekingunum þótti eigin greiningar, sem oftast nær voru byggðar á tilfinningum og stjórnmálaskoðunum, standa útreikningum Silver langtum framar. Á kosningadag spáði dálkahöfundurinn Janet Daley Mitt Romney sigri því henni fannst Obama ekki líta út eins og sigurvegari. Nate Silver fékk uppreisn æru þegar hann reyndist sannspár um úrslitin í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í skjóli jafnréttis þekkingar og fávísi er skeytingarleysi í garð faglegra vinnubragða að sliga opinbera umræðu. Skemmst er til dæmis að minnast annarlegrar túlkunar Bjarna Benediktssonar á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Íslands. Staðreyndir málsins eru að engu hafðar því tilgangurinn helgar meðalið.Í míní-pilsi á B5 Hver hefur ekki heyrt yfirlýsingu sem þessa?: "Frænka nágranna bróður míns fór í lithimnugreiningu, fékk ávísaða blómadropa og verkurinn í stórutánni hvarf." Sögusagnir af þessu tagi eru gjarnan notaðar til að renna stoðum undir gagnsemi óhefðbundinna lækninga. Fullyrðingin kann að segja eitthvað um stórutá frænku nágranna bróðurins. Hún segir hins vegar ekkert um lithimnugreiningu og blómadropa. Handahófskenndar reynslusögur einstaklinga eru ekki rannsóknir heldur gervivísindi. Þeir sem fullyrða annað þekkja annaðhvort ekki hina vísindalegu aðferðafræði sem mannkynið hefur þróað með sér til að greina staðreyndir frá staðleysu eða hunsa hana viljandi. Þótt fjöldi fólks vilji gjarnan að smáskammtalækningar eða höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun lækni það af kvillum þýðir það ekki að þær geri það. Þótt ég litaði gráu hárin ljós, gengi um berleggjuð í míní-pilsi með Rihönnu í eyrunum og héngi á B5 liðlangan daginn gerði það mig ekki tuttugu og tveggja.Óskhyggja er ekki sannleikur. Svo kann þó vel að vera að einhver sé hressari eftir leirbað eða finnist hann endurnærður eftir árunudd. Það á hins vegar einnig við um aðrar athafnir sem hugsaðar eru til að létta manni lund. Hver er ekki hressari eftir að hafa horft á Hollywood-vellu í bíó eða legið uppi í sófa með góða bók og konfektkassa? Er þá ekki rétt að starfsemi Forlagsins og Nóa Síríus sé niðurgreidd "til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu"? Þær meðferðir "græðara" sem þingsályktunartillagan nær til hafa enga virkni umfram lyfleysu. Þær virka ekki. Hið háa Alþingi gæti allt eins ályktað um hvort ekki ætti að skoða það að niðurgreiða pakkaútburð jólasveinsins.