Íslenski boltinn

Katrín Ýr tryggði Selfyssingum stig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Ernir
KR-ingar voru sekúndum frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild kvenna er liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir jafnaði metin fyrir gestina í viðbótartíma.

Selfoss var í næstneðsta sæti fyrir leikinn með sjö stig en KR í því neðsta með aðeins tvö. Anna Garðarsdóttir, sem hóf leikinn á bekknum, kom heimakonum yfir með marki á 50. mínútu. Vesturbæingar þurtu nauðsynlega á stigunum þremur að halda í slæmri stöðu á botninum en máttu sætta sig við eitt þar sem Katrín Ýr jafnaði í viðbótartíma sem fyrr segir.

Selfyssingar eru eftir leikinn með átta stig, jafnmörg og Afturelding í 8.-9. sæti en mun lakari markatölu. KR er áfram á botninum með þrjú stig.

Fyrr í kvöld jók Þór/KA forskot sitt á toppi deildarinnar með 2-1 sigri á Stjörnunni í Garðabæ.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-2 | Myndir úr Garðabænum

Þór/KA er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Stjarnan fékk mun fleiri færi og var mikið sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því. Þór/KA nýtti sín fáu færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×