Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri lagði Frakka að velli 29-28 í milliriðli á Evrópumótinu í Tyrklandi í dag.
Íslensku strákarnir lögðu Serba að velli með einu marki í gær og sami munur var í sigrinum í dag.
Leikirnir eru í milliriðli um sæti 9-16 á mótinu. Takist íslensku strákunum að sigra Rússa á föstudag mætir liðið Dönum eða Pólverjum í leik um 9. sætið á mótinu.
Nánar um mótið á heimasíðu þess, sjá hér.
