Handbolti

Serbneskur markvörður til Akureyrar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Akureyri-hand.is
Akureyri, sem leikur í efstu deild karla í handbolta, hefur gengið frá samningi við sebneska markvörðinn Jovan Kukobat. Hann skrifaði undir tveggja ára samning en greint er frá tíðindunum á heimasíðu félagsins.

Kukobat kom til Akureyrar á reynslu í júní og var mikil ánægja með hans frammistöðu þar. Bjarni Fritzson, annar af þjálfurum liðsins, lýsti yfir miklum áhuga á Kukobat í samtali við Vísi. Taldi hann mögulegan feng Akureyrarliðsins svo mikinn að hann vildi ekki gefa upp nafnið á markverðinum af hættu við að önnur lið myndu reyna að næla í kappann.

Á heimasíðu Akureyrar kemur fram að Kukobat sé 25 ára og hafi verið fyrirliði Jugovica í heimalandinu undanfarin ár. Þá lék hann með stúdentalandsliði Serba á heimsleikum stúdenta í sumar Liðið hafnaði í 3. sæti eftir vítakeppni gegn Japönum þar sem Kukobat er sagður hafa verið hetja liðsins.

Kukobat er ætlað að fylla í skarð Sveinbjörns Péturssonar sem farinn er í atvinnumennsku. Hann mun leika undir stjórn Akureyringsins Rúnars Sigtryggssonar hjá Aue í þýsku b-deildinni næstu tvö árin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×