Hrafn verður ekki áfram þjálfari KR-liðsins 17. júlí 2012 14:51 Hrafn Kristjánsson. Daníel Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR! Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag. Hrafn tók við báðum meistaraflokksliðum félagsins sumarið 2010 og náði frábærum árangri á sínu fyrsta ári hjá félaginu þegar hann vann Íslands-, Bikar- og Reykjavíkurmeistaratitil með meistaraflokki karla ásamt því að ná öðru sæti í Lengjubikarnum. Sama tímabil varð meistaraflokkur kvenna silfurlið bæði í Powerade- og Lengjubikarnum auk þess að verða Meistari Meistaranna. Tímabilið 2011-2012 sinnti Hrafn þjálfun meistaraflokks og unglingaflokks karla. Meistaraflokkur félagsins endaði í öðru sæti Iceland Express deildar og féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins og Poweradebikarsins á meðan unglingaflokkurinn tryggði sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Stjórn Körfuknattleiksdeildar þakkar Hrafni innilega vel unnin störf, óskar velfarnaðar og sér eftir kröftum hans. Ákvörðunin er tekin í sátt og mun Hrafn í kjölfarið vera í ráðgefandi hlutverki við stjórn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR mun í framhaldi hefja vinnu við ráðningu þjálfara og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki fyrir 1. ágúst. F.h. stjórnar Böðvar Eggert Guðjónsson Formaður KKD KR _______________________________________________ Yfirlýsing Hrafns: Að sinna stöðu aðalþjálfara meistaraflokksliðs KR er að mínu viti stærsta og mikilvægasta starf sem maður getur unnið í körfuboltanum hérlendis. Það er hlutverk sem maður tekur ekki að sér nema sjá sér fært að sinna því af þeim metnaði og einbeitingu sem það starf á skilið. Þegar ég og stjórn deildarinnar settumst aftur niður til viðræðna í byrjun júlí eftir sumarfrí var ljóst að mínar aðstæður og forsendur höfðu breyst töluvert frá því í lok síðasta tímabils. Ég er nýkominn í nýtt og áhugavert starf sem ég hef sömuleiðis metnað fyrir og þarfnast athygli minnar. Það var eðlilegt að þær breyttu forsendur spiliðu inn í þegar lagst var yfir framhaldið. Það er margt sem bærist í manni þegar ákvörðun sem þessi er tekin en efst er mér eðlilega í huga þakklæti fyrir árin tvö sem að baki eru. Palli og Böddi komu flestum á óvart, mér meötöldum, þegar þeir gáfu mér tækifærið á að ganga í þetta draumahlutverk og í KR hef ég upplifað stærstu stundirnar á þjálfaraferlinum hingað til. Erfiðast er að sleppa hendinni af drengjunum sem skipa að mínu mati skemmtilegasta og mest spennandi leikmannahóp á landinu í aðdraganda komandi tímabils. Ég mun auðvitað hafa samband við leikmenn hvern og einn persónulega en vil samt nýta tækifærið hér og þakka þeim innilega samstarfið. Ég verð stjórninni innan handar varðandi málefni meistaraflokksliðsins í framhaldinu og sé svo til hvað við tekur í vetur. Eftir 11 ára samfellt starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki er sjálfsagt ágætt að breyta aðeins um takt, sinna annars konar verkefnum, bæta við sig þekkingu í fræðunum o.s.frv. Það er aldrei að vita nema maður taki svo að sér eitthvað annars konar hlutverk í þjálfuninni í vetur, maður losnar aldrei endanlega við þessa bakteríu sýnist mér. Að lokum vil ég þakka þeim sem öllu máli skipta, KR-ingum í stúkunni og starfsfólki félagsins, fyrir árin tvö. ÁFRAM KR!
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira