Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta.
Valskonur unnu rúmenska liðið HC Zalau 24-23 í spennandi leik eftir að hafa verið 11-13 undir í hálfleik. Valsliðið hefur þar með unnið alla tólf leiki vetrarins þar af þrjá þeirra í Evrópukeppninni.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og HC Zalau í Vodafonehöllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
