Góð stefna verði ekki vond kredda Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ríkjandi stefna menntamálayfirvalda um skóla án aðgreiningar er enn á ný í brennidepli, að þessu sinni vegna staðfestingar menntamálaráðuneytisins á ákvörðun skólastjórnenda í Klettaskóla í Reykjavík um að synja þroskahömluðum dreng úr Kópavogi um skólavist. Rökin fyrir þeirri synjun voru annars vegar að foreldrarnir hefðu farið rangt að við umsóknina og átt að beina henni að eigin sveitarfélagi, sem síðan hefði átt að semja við Reykjavíkurborg, og hins vegar að drengurinn væri ekki með nógu mikla þroskahömlun til að uppfylla inntökuskilyrði skólans. Seinni röksemdin er sú sem hart hefur verið deilt um undanfarin ár. Stefnan um skóla án aðgreiningar á sér um tuttugu ára sögu og byggir meðal annars á baráttu foreldra fatlaðra barna fyrir rétti þeirra til að njóta skólagöngu í almennum skóla með jafnöldrum sínum og fá þar nauðsynlega aðstoð, í stað þess að vera greind frá hinum í sérdeildum eða sérskólum. Hún er líka í samræmi við margvíslega mannréttindasáttmála, sem Ísland hefur undirritað. Óhætt er að fullyrða að þessi stefna hefur gagnvart miklum meirihluta nemenda með fötlun eða þroskafrávik skilað góðum árangri. En það eru líka til dæmi um að hún hefur alls ekki virkað. Foreldrar barna sem ekki hafa notið sín í almennum skóla, þrátt fyrir ýmsa aðstoð, hafa deilt hart á stefnu menntamálayfirvalda, meðal annars í viðtölum og greinum hér í Fréttablaðinu. Þrátt fyrir stefnuna um skóla án aðgreiningar hafa sérskólar áfram verið til. Fyrir nokkrum árum voru inntökuskilyrðin í Öskjuhlíðarskóla, sem nú hefur runnið inn í Klettaskóla, þrengd þannig að hann varð eingöngu fyrir mikið þroskaskert eða fjölfötluð börn. Það er ekki sízt þessi breyting sem er gagnrýnd, á þeirri forsendu að hún hafi búið til hóp sem líður illa í almennum skóla og einangrast frá jafnöldrunum, en á þess heldur ekki kost að ganga í sérskóla. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, skrifaði grein hér í blaðið fyrir nokkrum vikum og benti á að foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna létu yfirleitt á það reyna hvort barnið þeirra gæti gengið í sinn heimaskóla. Þegar það gengi ekki vel, væri ekki um margt að velja og það væru oftast þung spor að sækja um í sérskóla. Það breytir ekki því að það er mat margra foreldra að það sé betri kostur fyrir börn þeirra. Og yfirleitt eru það foreldrarnir sem vita hvað er barni þeirra fyrir beztu. Það er að minnsta kosti sérkennilegt að þrengt sé að valkostum þeirra með áðurgreindum hætti. Kristín Guðmundsdóttir, foreldri fatlaðs barns, skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag og spurði: „Fyrir hvern eða hverja er þessi stefna og hversu langt má hún ganga?" Það er gild spurning. Stefna menntamálayfirvalda á að sjálfsögðu að vera að gera það sem hverju barni er fyrir beztu. Stefnan um skóla án aðgreiningar hentar flestum, en ekki öllum. Góð stefna má ekki verða kredda, sem gerir að verkum að foreldrar séu sviptir valfrelsinu um skóla sem þeir telja henta þörfum barnanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Ríkjandi stefna menntamálayfirvalda um skóla án aðgreiningar er enn á ný í brennidepli, að þessu sinni vegna staðfestingar menntamálaráðuneytisins á ákvörðun skólastjórnenda í Klettaskóla í Reykjavík um að synja þroskahömluðum dreng úr Kópavogi um skólavist. Rökin fyrir þeirri synjun voru annars vegar að foreldrarnir hefðu farið rangt að við umsóknina og átt að beina henni að eigin sveitarfélagi, sem síðan hefði átt að semja við Reykjavíkurborg, og hins vegar að drengurinn væri ekki með nógu mikla þroskahömlun til að uppfylla inntökuskilyrði skólans. Seinni röksemdin er sú sem hart hefur verið deilt um undanfarin ár. Stefnan um skóla án aðgreiningar á sér um tuttugu ára sögu og byggir meðal annars á baráttu foreldra fatlaðra barna fyrir rétti þeirra til að njóta skólagöngu í almennum skóla með jafnöldrum sínum og fá þar nauðsynlega aðstoð, í stað þess að vera greind frá hinum í sérdeildum eða sérskólum. Hún er líka í samræmi við margvíslega mannréttindasáttmála, sem Ísland hefur undirritað. Óhætt er að fullyrða að þessi stefna hefur gagnvart miklum meirihluta nemenda með fötlun eða þroskafrávik skilað góðum árangri. En það eru líka til dæmi um að hún hefur alls ekki virkað. Foreldrar barna sem ekki hafa notið sín í almennum skóla, þrátt fyrir ýmsa aðstoð, hafa deilt hart á stefnu menntamálayfirvalda, meðal annars í viðtölum og greinum hér í Fréttablaðinu. Þrátt fyrir stefnuna um skóla án aðgreiningar hafa sérskólar áfram verið til. Fyrir nokkrum árum voru inntökuskilyrðin í Öskjuhlíðarskóla, sem nú hefur runnið inn í Klettaskóla, þrengd þannig að hann varð eingöngu fyrir mikið þroskaskert eða fjölfötluð börn. Það er ekki sízt þessi breyting sem er gagnrýnd, á þeirri forsendu að hún hafi búið til hóp sem líður illa í almennum skóla og einangrast frá jafnöldrunum, en á þess heldur ekki kost að ganga í sérskóla. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, skrifaði grein hér í blaðið fyrir nokkrum vikum og benti á að foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna létu yfirleitt á það reyna hvort barnið þeirra gæti gengið í sinn heimaskóla. Þegar það gengi ekki vel, væri ekki um margt að velja og það væru oftast þung spor að sækja um í sérskóla. Það breytir ekki því að það er mat margra foreldra að það sé betri kostur fyrir börn þeirra. Og yfirleitt eru það foreldrarnir sem vita hvað er barni þeirra fyrir beztu. Það er að minnsta kosti sérkennilegt að þrengt sé að valkostum þeirra með áðurgreindum hætti. Kristín Guðmundsdóttir, foreldri fatlaðs barns, skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag og spurði: „Fyrir hvern eða hverja er þessi stefna og hversu langt má hún ganga?" Það er gild spurning. Stefna menntamálayfirvalda á að sjálfsögðu að vera að gera það sem hverju barni er fyrir beztu. Stefnan um skóla án aðgreiningar hentar flestum, en ekki öllum. Góð stefna má ekki verða kredda, sem gerir að verkum að foreldrar séu sviptir valfrelsinu um skóla sem þeir telja henta þörfum barnanna sinna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun