Vonandi skemmtið' ykkur vel Atli Fannar Bjarkason skrifar 14. júlí 2012 06:00 Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið „fullkomlega misheppnuð og skammarleg". Lögreglan er ekki að ýkja þegar hún tilkynnir að hátíð hafi að mestu farið vel fram, þegar 95 prósent gesta haga sér eins og fólk. Það er hins vegar þessi áhersla á 95 prósentin sem er óþolandi; þegar ógeðslegir ofbeldisglæpir eins og nauðganir eru nefndar í sömu andrá og veðrið. Auðvitað er það stórfrétt að 6.000 manns geti ekki komið saman á tjaldstæði úti í sveit án þess að stelpu sé nauðgað. Að það hafi verið heiðskírt sömu helgi á ekki heima í sömu tilkynningu. En af hverju er spjótunum beint að hátíðinni? Ef aðstandendur útihátíðar manna gæslu, eiga samstarf við yfirvöld og leysa hlutverk sitt fagmannlega (eins og lögreglan segir að hafi verið gert – ég var ekki þarna), er allt það starf til einskis þegar einhver drullusokkur tekur upp á því að nauðga? Eiga þá aðstandendur hátíðarinnar að skammast sín? Er ábyrgðin þá ekki komin af herðum gerandans? Og er það ekki það sem við viljum alls ekki? Miklu púðri er eytt í að básúna sannleikanum um að ábyrgðin sé undantekningalaust gerandans. Þess vegna skýtur skökku við að sjá aðstandendur útihátíða gerða meðábyrga fyrir skítlegu eðli nauðgara. Það má vel vera að skíthælar séu á meðal þeirra sem halda slíkar hátíðir en það skiptir ekki máli í stóra samhenginu. Það myndi ekki einu sinni skipta máli þótt Hannibal Lecter myndi halda Bestu mannátshátíðina – það yrði ekki honum að kenna ef einhver drullusokkur nauðgaði. Ef allt er gert svo að hátíðir fari vel fram er það undir gestunum komið að hegða sér samkvæmt lögum og vera ekki siðblindir aumingjar. Til að forðast nauðgun má beita ýmsum aðferðum. Hér er ein: Ef þú sérð stelpu sem þig langar að sofa hjá, ekki nauðga henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið „fullkomlega misheppnuð og skammarleg". Lögreglan er ekki að ýkja þegar hún tilkynnir að hátíð hafi að mestu farið vel fram, þegar 95 prósent gesta haga sér eins og fólk. Það er hins vegar þessi áhersla á 95 prósentin sem er óþolandi; þegar ógeðslegir ofbeldisglæpir eins og nauðganir eru nefndar í sömu andrá og veðrið. Auðvitað er það stórfrétt að 6.000 manns geti ekki komið saman á tjaldstæði úti í sveit án þess að stelpu sé nauðgað. Að það hafi verið heiðskírt sömu helgi á ekki heima í sömu tilkynningu. En af hverju er spjótunum beint að hátíðinni? Ef aðstandendur útihátíðar manna gæslu, eiga samstarf við yfirvöld og leysa hlutverk sitt fagmannlega (eins og lögreglan segir að hafi verið gert – ég var ekki þarna), er allt það starf til einskis þegar einhver drullusokkur tekur upp á því að nauðga? Eiga þá aðstandendur hátíðarinnar að skammast sín? Er ábyrgðin þá ekki komin af herðum gerandans? Og er það ekki það sem við viljum alls ekki? Miklu púðri er eytt í að básúna sannleikanum um að ábyrgðin sé undantekningalaust gerandans. Þess vegna skýtur skökku við að sjá aðstandendur útihátíða gerða meðábyrga fyrir skítlegu eðli nauðgara. Það má vel vera að skíthælar séu á meðal þeirra sem halda slíkar hátíðir en það skiptir ekki máli í stóra samhenginu. Það myndi ekki einu sinni skipta máli þótt Hannibal Lecter myndi halda Bestu mannátshátíðina – það yrði ekki honum að kenna ef einhver drullusokkur nauðgaði. Ef allt er gert svo að hátíðir fari vel fram er það undir gestunum komið að hegða sér samkvæmt lögum og vera ekki siðblindir aumingjar. Til að forðast nauðgun má beita ýmsum aðferðum. Hér er ein: Ef þú sérð stelpu sem þig langar að sofa hjá, ekki nauðga henni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun