Handbolti

Örn Ingi hættur í FH og farinn í Aftureldingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Örn Ingi Bjarkason.
Örn Ingi Bjarkason. Mynd/Óskar
Örn Ingi Bjarkason, leikmaður í úrvalsliði N1 deildar karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Örn Ingi hefur spilað stórt hlutverk hjá FH undanfarin ár og varð Íslandsmeistari með liðinu 2011. Örn er sonur Bjarka Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsmanns.

„Örn Ingi var um helgina valinn í lið ársins í N1 deild karla sem besti miðjumaður, auk þess sem hann var tilnefndur sem besti sóknarmaður N1 deildarinnar.Hér er á ferðinni einn besti leikmaðurinn í islenska boltanum, auk þess sem hann er mikill leiðtogi innan vallar sem utan," segir í frétt á heimasíðu Aftureldingar.

Reynir Þór Reynisson er líka búinn að skrifa undir nýjan samning um að þjálfa Aftureldningarliðið áfram en hann tók við af Gunnari Andréssyni í október. Á heimasíðu Aftureldingar kemur fram að unnið sé að því þessa dagana að framlengja samninga við alla leikmenn sem voru í Aftureldingu síðasta vetur fyrir utan að Bretarnir eru farnir heim.

Mosfellingar ætla sér líka að fá tvo öfluga leikmenn til viðbótar við þann flotta hóp sem er fyrir hjá félaginu samkvæmt fréttinni á heimasíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×