Sport

Hákon og Birna þríþrautarfólk ársins

Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir eru þríþrautarkarl – og kona ársins.
Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir eru þríþrautarkarl – og kona ársins.
Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir eru þríþrautarkarl – og kona ársins. Það er þríþrautarnefnd ÍSÍ sem stendur að kjörinu. Hákon og Birna keppa bæði fyrir 3SH.

Hákon Hrafn Sigurðsson keppir fyrir 3SH og var afar sigursæll á árinu. Hann varð Íslandsmeistari í hálfum Járnkarli og tímatökukeppni. Hann setti brautarmet í ½ ÓL-þraut og tvíbætti brautarmetið í Heiðmerkurtvíþrautinni. Hann keppti alls í 10 tví-og þríþrautum og sigraði í átta þeirra en varð í öðru sæti í hinum.

Birna Björnsdóttir keppir fyrir 3SH og sigraði í öllum þríþrautarmótum hér heima á árinu 2012 og var þar með stigahæst kvenna eða stigameistari 2012. Hún varð einnig Íslandsmeistari í hálfumjárnkarli á nýju íslandsmeti. Hún tók þátt í einni alþjóðlegri þríþrautarkeppni í Köln og hafnaði þar í 3. sæti í ólympískri vegalengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×