Körfubolti

Sextán stig frá Loga ekki nóg fyrir Solna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Kristinn Geir Pálsson
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings töpuðu í kvöld með 12 stigum, 85-97, á móti Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en þetta var níunda tap Solna í ellefu útileikjum á tímabilinu. Solna Vikings er áfram í 8. sæti deildarinnar en Norrköping-liðið fór upp í 4. sætið.

Logi skoraði 16 stig á 34 mínútum fyrir Solna Vikings í leiknum auk þess að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Logi hitti úr 7 af 19 skotum sínum þar af 2 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Solna Vikings byrjaði illa og tapaði fyrsta leikhlutanum 18-33. Logi náði bara að skora fimm stig í fyrri hálfleiknum og Solna-liðið var tíu stigum undir í hálfleik, 52-42. Logi tók við sér í seinni hálfleiknum en það dugði þó ekki til og Norrköping vann nokkuð öruggan sigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×