Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar ljósmyndari í frumsýningarteiti á veitingahúsinu Kex sem haldið var eftir frumsýningu myndarinnar Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar.
Eftir frumsýninguna sem fram fór í Smárabíó fyrir troðfullu húsi fögnuðu bíógestir lengi vel með lófaklappi.
Leikararnir Þorvaldur Davíð og Damon Younger, sem skoða má í myndasafni, voru framúrskarandi í hlutverkum Stebba sækó og Brúnó í glæpatryllinum.

