Rok og rokk í Reykjavík og draumar miðaldra manns Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykjavík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlutverki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Iceland Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum. Iceland Airwaves er öðrum þræði viðskiptahugmynd sem snýst um að laða útlendinga til landsins utan háannatímans. Hún hefur svínvirkað því árlega koma nokkur þúsund erlendir ævintýraþyrstir tónlistaráhugamenn á hátíðina og eyða hér fullt af peningum. Í hina röndina er þetta gluggi fyrir íslenskt tónlistarfólk sem gefst tækifæri til að spila fyrir erlenda útgefendur, umboðsmenn og blaðamenn og vinna lönd í framhaldinu. Við vitum hvernig það hefur gengið. Velgengni íslenskra tónlistarmanna í útlöndum er náttúrulega rannsóknarefni. Ótrúlega margir hafa slegið í gegn og eru reglulega á tónleikaferðalögum vítt og breitt um heiminn. En það þarf ekki útlönd til. Íslendingar eru sjálfir sólgnir í íslenska tónlist og taka hverju nýju tónlistarundrinu opnum örmum. Það magnaða er að fjöldi íslenskra tónlistarmanna getur lifað góðu lífi á list sinni. Íslensku hljómsveitirnar eru eiginlega aldrei flottari en á Iceland Airwaves. Þær gefa allt í þetta enda aldrei að vita nema að í salnum leynist útgefandi með milljón dollara samning. Hann væri þá innan um alls konar fólk á öllum aldri, en ekki síst fólk sem einu sinni taldist miðaldra. Það lítur hins vegar ekki á sig sem miðaldra. Þetta er fyrsta heila kynslóðin sem ætlar að vera hipp og kúl fram í rauðan dauðann. Þessi kynslóð klæðist eins og tuttugu árum yngra fólk, talar eins og það og hlustar á sömu tónlist og það. Flestir láta þar við sitja en sumir láta sig dreyma um að vera enn tvítugir. Þeir draumar kunna líka að snúast um gamlar vonir sem aldrei urðu. Eins og til dæmis að vera bassaleikari í frægri hljómsveit og standa á sviði fyrir framan fullan sal af fólki og spila rokk. Og þar sem hæfileikarnir voru engir og því nauðsynlegt að feta aðrar slóðir í lífinu mæta hinir sömu á Iceland Airwaves, horfa á bassaleikarann og hugsa; bara að ég væri hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykjavík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlutverki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Iceland Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum. Iceland Airwaves er öðrum þræði viðskiptahugmynd sem snýst um að laða útlendinga til landsins utan háannatímans. Hún hefur svínvirkað því árlega koma nokkur þúsund erlendir ævintýraþyrstir tónlistaráhugamenn á hátíðina og eyða hér fullt af peningum. Í hina röndina er þetta gluggi fyrir íslenskt tónlistarfólk sem gefst tækifæri til að spila fyrir erlenda útgefendur, umboðsmenn og blaðamenn og vinna lönd í framhaldinu. Við vitum hvernig það hefur gengið. Velgengni íslenskra tónlistarmanna í útlöndum er náttúrulega rannsóknarefni. Ótrúlega margir hafa slegið í gegn og eru reglulega á tónleikaferðalögum vítt og breitt um heiminn. En það þarf ekki útlönd til. Íslendingar eru sjálfir sólgnir í íslenska tónlist og taka hverju nýju tónlistarundrinu opnum örmum. Það magnaða er að fjöldi íslenskra tónlistarmanna getur lifað góðu lífi á list sinni. Íslensku hljómsveitirnar eru eiginlega aldrei flottari en á Iceland Airwaves. Þær gefa allt í þetta enda aldrei að vita nema að í salnum leynist útgefandi með milljón dollara samning. Hann væri þá innan um alls konar fólk á öllum aldri, en ekki síst fólk sem einu sinni taldist miðaldra. Það lítur hins vegar ekki á sig sem miðaldra. Þetta er fyrsta heila kynslóðin sem ætlar að vera hipp og kúl fram í rauðan dauðann. Þessi kynslóð klæðist eins og tuttugu árum yngra fólk, talar eins og það og hlustar á sömu tónlist og það. Flestir láta þar við sitja en sumir láta sig dreyma um að vera enn tvítugir. Þeir draumar kunna líka að snúast um gamlar vonir sem aldrei urðu. Eins og til dæmis að vera bassaleikari í frægri hljómsveit og standa á sviði fyrir framan fullan sal af fólki og spila rokk. Og þar sem hæfileikarnir voru engir og því nauðsynlegt að feta aðrar slóðir í lífinu mæta hinir sömu á Iceland Airwaves, horfa á bassaleikarann og hugsa; bara að ég væri hann.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun