Skyndiákvörðun að koma heim Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. júní 2012 08:00 Helga fær eitt eða tvö tækifæri í viðbót til þess að komast á Ólympíuleikana og hún ætlar að nýta þau tækifæri vel.fréttablaðið/vilhelm „Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi." Innlendar Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
„Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn