Landsliðsþjálfari Breta krefst þess að Ólympíufarar læri þjóðsönginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2012 16:30 Charles Van Commenee Nordicphotos/Getty Charles Van Commenee, landsliðsþjálfari Breta í frjálsum íþróttum, hefur haft samband við helstu landsliðsmenn þjóðarinnar og athugað hvort þeir kunni textann við þjóðsönginn. Uppi varð fótur og fit á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í mars þegar breska pressan spurði fyrirliða landsliðsins, Tiffany Porter, hvort hún kynni þjóðsönginn. Porter, sem er borin og barnfædd í Michigan-fylki í Bandaríkjunum, kunni hann ekki og vakti það mikla athygli. „Þau þekkja textann eða munu gera það. Ég veit það vegna þess að ég spurði þau út í það. Ég ætla ekki að hafa samband við alla enda erum við með 90 landsliðsmenn," sagði Commenee og bætti við að hann hefði rætt við þá landsliðsmenn sem væru hvað mest í sviðsljósinu. Van Commenee, sem er Hollendingur, viðurkenndi sjálfur að kunna ekki textann við þjóðsöng Hollands. Hann gerir engu að síður þá kröfu að íþróttafólk Breta kunni textann við „God save the queen". „Þetta skiptir máli því ef íþróttafólkið kann ekki þjóðsönginn verður það að stórmáli," sagði Van Commenee um mögulega verðlaunahafa Breta á mótinu. Hollendingurinn ætlar að gera hvað hann getur til þess að forðast skandala af öllum tegundum sem hann segir koma upp á öllum Ólympíuárum. Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira
Charles Van Commenee, landsliðsþjálfari Breta í frjálsum íþróttum, hefur haft samband við helstu landsliðsmenn þjóðarinnar og athugað hvort þeir kunni textann við þjóðsönginn. Uppi varð fótur og fit á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í mars þegar breska pressan spurði fyrirliða landsliðsins, Tiffany Porter, hvort hún kynni þjóðsönginn. Porter, sem er borin og barnfædd í Michigan-fylki í Bandaríkjunum, kunni hann ekki og vakti það mikla athygli. „Þau þekkja textann eða munu gera það. Ég veit það vegna þess að ég spurði þau út í það. Ég ætla ekki að hafa samband við alla enda erum við með 90 landsliðsmenn," sagði Commenee og bætti við að hann hefði rætt við þá landsliðsmenn sem væru hvað mest í sviðsljósinu. Van Commenee, sem er Hollendingur, viðurkenndi sjálfur að kunna ekki textann við þjóðsöng Hollands. Hann gerir engu að síður þá kröfu að íþróttafólk Breta kunni textann við „God save the queen". „Þetta skiptir máli því ef íþróttafólkið kann ekki þjóðsönginn verður það að stórmáli," sagði Van Commenee um mögulega verðlaunahafa Breta á mótinu. Hollendingurinn ætlar að gera hvað hann getur til þess að forðast skandala af öllum tegundum sem hann segir koma upp á öllum Ólympíuárum.
Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sjá meira