Strikað yfir starfsstétt Pawel Bartoszek skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Borgarstjórn ætlar að „brúa bilið" milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í huga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa VG, sem mestan á heiðurinn af þeirri tillögu, er engin spurning hvernig það bil eigi að brúa. Það þarf að lengja „fæðingarorlofið og svo að lengja leikskólagönguna". Bilið verður því ekki brúað með hjálp dagforeldra. Stólparnir eiga að vera opinberi, gjaldfrjálsi leikskólinn og fæðingarorlof. Efniviðurinn verður svo auðvitað skattfé.Dagforeldrum er vorkunn Dagforeldrum er vorkunn. Ekki skilja það sem svo að það séu brjóstumkennanleg hlutskipti að annast börn á daginn. Svo er auðvitað ekki. Dagforeldrum er hins vegar vorkunn vegna þess að í huga svo margra eru þeir sísti kosturinn. Klárlega eru þeir sísti kosturinn í hugum margra stjórnmálamanna. Þeir stjórnmálamenn búa svo til kerfi sem lætur dagforeldra einnig vera sísta kost í hugum foreldra. Því miður. Sama hvað fólk vandar sig, setur upp heimasíðu, eldar eigin mat, heldur dagbækur fyrir börnin og fer með þau í göngutúr daglega til að hitta börn í öðrum dagmæðrahópum, allir foreldrar setja samt krakkana í leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það hlýtur að vera dálítið leiðinlegt. Ein höfuðástæðan er auðvitað verðið. Dagforeldrar eru, hvað greiðslu foreldra snertir, „dýrari" en leikskólar. En þeir eru það bara vegna þess að þeir eru minna niðurgreiddir. Heildarkostnaðurinn við dagforeldrakerfið er talsvert minni en við leikskólann. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga kostar 8 tíma vistun tveggja ára barns 155.973 kr. Borgi foreldrarnir til dæmis 24.501 kr. eins og í Reykjavík er nettókostnaður sveitarfélagsins því um 130 þúsund á mánuði. Niðurgreiðsla sveitarfélagsins til dagforeldris vegna sama barns væri nú rétt yfir 40 þúsund. Kostnaður foreldranna vegna dagforeldra er oft á bilinu 45-65 þúsund. Munurinn á niðurgreiðslunum er því mikill. Það er því vissulega rétt að flestir foreldrar „velji" að hafa barn sitt á leikskóla en í raun er þegar búið að velja þetta fyrir þau. Með mjög sterkum fjárhagslegum hvötum.Sveigjanleiki góður kostur Auðvitað er ekki vont að hafa börn í leikskólum en dagforeldrakerfið hefur nokkra ótvíræða kosti. Einn sá helsti er sveigjanleikinn. Fólk getur nýtt eigið íbúðarhúsnæði, með tiltölulega litlum viðbótartilkostnaði. Þess er ekki krafist að menn hafi fimm háskólagráður, eina fyrir hvert barn. Fólk getur því valið þennan starfsvettvang með tiltölulega skömmum fyrirvara. Til samanburðar: Ef fjölga á plássum í leikskóla þarf að mennta leikskólakennara í fimm ár. Svo þarf auðvitað að teikna nýja leikskóla, auglýsa deiluskipulag, bjóða bygginguna út, bíða eftir kærum, leggja hornsteina, steypa og smíða. Það tekur allt tíma. Ef þörfin fyrir dagvistun dregst síðan tímabundið saman þá nýtist þessi fjárfesting illa. Dagforeldrakerfið getur brugðist við breytingum hraðar. Samt beinast öll spjót að dagforeldrakerfinu. Nokkur sveitarfélög eru ýmist búin að samræma gjaldskrár dagforeldra eða eru að gæla við að gera það. Það er rugl. Ef foreldrar telja þjónustu dagforeldrisins vera 95 þúsunda króna virði þá er það ekki sveitarfélagsins að leiðrétta þann skilning þeirra. Slíkar hámarksgjaldskrár gera lítið annað en að fæla eftirsóttasta fólkið úr stéttinni. Af hverju er mönnum svo umhugað um að tekjur dagforeldra verði sem lægstar? Því má heldur ekki gleyma að stefnuyfirlýsingar eins og þær sem Reykjavíkurborg hefur nú sent frá sér valda skaða einar og óstuddar. Hver vill gerast dagforeldri þegar stjórnmálamenn lýsa því yfir að til standi að útrýma umræddri starfstétt? Enginn. Og vandinn skapast af sjálfu sér. Oft er rætt hátíðlega um nauðsyn þess að útrýma kynbundnum launamun og styðja við atvinnustarfsemi kvenna. Samt á að taka heila stétt sjálfstætt starfandi kvenna (því dagforeldrar eru, jú, aðallega konur) og skipa þeim að annaðhvort hætta að passa annarra manna börn eða verða vinnukonur hins opinbera dagvörslukerfis. Það er hvorki sanngjörn né skynsamleg stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Borgarstjórn ætlar að „brúa bilið" milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í huga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa VG, sem mestan á heiðurinn af þeirri tillögu, er engin spurning hvernig það bil eigi að brúa. Það þarf að lengja „fæðingarorlofið og svo að lengja leikskólagönguna". Bilið verður því ekki brúað með hjálp dagforeldra. Stólparnir eiga að vera opinberi, gjaldfrjálsi leikskólinn og fæðingarorlof. Efniviðurinn verður svo auðvitað skattfé.Dagforeldrum er vorkunn Dagforeldrum er vorkunn. Ekki skilja það sem svo að það séu brjóstumkennanleg hlutskipti að annast börn á daginn. Svo er auðvitað ekki. Dagforeldrum er hins vegar vorkunn vegna þess að í huga svo margra eru þeir sísti kosturinn. Klárlega eru þeir sísti kosturinn í hugum margra stjórnmálamanna. Þeir stjórnmálamenn búa svo til kerfi sem lætur dagforeldra einnig vera sísta kost í hugum foreldra. Því miður. Sama hvað fólk vandar sig, setur upp heimasíðu, eldar eigin mat, heldur dagbækur fyrir börnin og fer með þau í göngutúr daglega til að hitta börn í öðrum dagmæðrahópum, allir foreldrar setja samt krakkana í leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það hlýtur að vera dálítið leiðinlegt. Ein höfuðástæðan er auðvitað verðið. Dagforeldrar eru, hvað greiðslu foreldra snertir, „dýrari" en leikskólar. En þeir eru það bara vegna þess að þeir eru minna niðurgreiddir. Heildarkostnaðurinn við dagforeldrakerfið er talsvert minni en við leikskólann. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga kostar 8 tíma vistun tveggja ára barns 155.973 kr. Borgi foreldrarnir til dæmis 24.501 kr. eins og í Reykjavík er nettókostnaður sveitarfélagsins því um 130 þúsund á mánuði. Niðurgreiðsla sveitarfélagsins til dagforeldris vegna sama barns væri nú rétt yfir 40 þúsund. Kostnaður foreldranna vegna dagforeldra er oft á bilinu 45-65 þúsund. Munurinn á niðurgreiðslunum er því mikill. Það er því vissulega rétt að flestir foreldrar „velji" að hafa barn sitt á leikskóla en í raun er þegar búið að velja þetta fyrir þau. Með mjög sterkum fjárhagslegum hvötum.Sveigjanleiki góður kostur Auðvitað er ekki vont að hafa börn í leikskólum en dagforeldrakerfið hefur nokkra ótvíræða kosti. Einn sá helsti er sveigjanleikinn. Fólk getur nýtt eigið íbúðarhúsnæði, með tiltölulega litlum viðbótartilkostnaði. Þess er ekki krafist að menn hafi fimm háskólagráður, eina fyrir hvert barn. Fólk getur því valið þennan starfsvettvang með tiltölulega skömmum fyrirvara. Til samanburðar: Ef fjölga á plássum í leikskóla þarf að mennta leikskólakennara í fimm ár. Svo þarf auðvitað að teikna nýja leikskóla, auglýsa deiluskipulag, bjóða bygginguna út, bíða eftir kærum, leggja hornsteina, steypa og smíða. Það tekur allt tíma. Ef þörfin fyrir dagvistun dregst síðan tímabundið saman þá nýtist þessi fjárfesting illa. Dagforeldrakerfið getur brugðist við breytingum hraðar. Samt beinast öll spjót að dagforeldrakerfinu. Nokkur sveitarfélög eru ýmist búin að samræma gjaldskrár dagforeldra eða eru að gæla við að gera það. Það er rugl. Ef foreldrar telja þjónustu dagforeldrisins vera 95 þúsunda króna virði þá er það ekki sveitarfélagsins að leiðrétta þann skilning þeirra. Slíkar hámarksgjaldskrár gera lítið annað en að fæla eftirsóttasta fólkið úr stéttinni. Af hverju er mönnum svo umhugað um að tekjur dagforeldra verði sem lægstar? Því má heldur ekki gleyma að stefnuyfirlýsingar eins og þær sem Reykjavíkurborg hefur nú sent frá sér valda skaða einar og óstuddar. Hver vill gerast dagforeldri þegar stjórnmálamenn lýsa því yfir að til standi að útrýma umræddri starfstétt? Enginn. Og vandinn skapast af sjálfu sér. Oft er rætt hátíðlega um nauðsyn þess að útrýma kynbundnum launamun og styðja við atvinnustarfsemi kvenna. Samt á að taka heila stétt sjálfstætt starfandi kvenna (því dagforeldrar eru, jú, aðallega konur) og skipa þeim að annaðhvort hætta að passa annarra manna börn eða verða vinnukonur hins opinbera dagvörslukerfis. Það er hvorki sanngjörn né skynsamleg stefna.