I hope I got the right one! Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2012 08:00 Efri-Kotbakki hefur breyst nokkuð í tímans rás. Mynd / Úr bókinni um Víðidalsá og Fitjá Ekki er öruggt að lax sem leiðsögumaður bandarískrar veiðikonu landaði fyrir hana í Víðidalsá hafi verið nákvæmlega sá sem konan veiddi. Um þetta má lesa í bók um Víðidalsá og Fitjá. Í nýrri bók um Víðidalsá og Fitjá eru margar skemmtilegar veiðisögur. Veiðistöðum er þar einnig lýst. Með leyfi höfundanna er birt hér lýsing á Efri-Kotbakka í Víðidalsá og sögð saga af einstaklega vöskum leiðsögumanni. Grípum niður í bókina:Efri-Kotbakki Efri-Kotbakki er hylur undir grasbakka. Hann var einn af áhugaverðustu stöðum á sínum tíma en hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Þá, eins og nú veiddist hann aðallega í strengnum sem myndast ofarlega í hylnum með fram grasbakkanum að austanverðu. Einnig veiðist nokkuð neðarlega í hylnum þar sem skarð kemur í hann að austanverðu en sá hluti og aðeins neðar hefur verið nefndur Mið-Kotbakki eða Litli-Kotbakki.„I hope I got the right one" Sigurður Örn Einarsson segir frá skemmtilegu atviki í bókinni Hann var á árið 1988, sem átti sér stað í Efri-Kotbakka: „Einu sinni var bandarísk vinkona okkar að veiða við Efri-Kotbakka og kastaði flugu. Svo kom lax á hjá henni, vænn fiskur og það tók sinn tíma að þreyta hann. Með henni var íslenskur leiðsögumaður, Þröstur Lýðsson. Svo fór að lokum, að laxinn var nær uppgefinn og konan bjóst við að landa honum. En þar sem laxinn brölti í fjörunni, losnaði flugan úr kjaftinum á honum og fiskurinn var frjáls. Þröstur var fljótur að hugsa og án þess að hika brot úr sekúndu, kastaði hann sér á eftir laxinum og fór á bólakaf. Sá enginn eitt eða neitt nokkur andartök fyrir gusugangi, en svo stóð Þröstur upp og hélt á fallegum laxi í annarri hendi. Um leið og hann óð brosandi í land með fenginn sagði hann við þá bandarísku: „I hope I got the right one". Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði
Ekki er öruggt að lax sem leiðsögumaður bandarískrar veiðikonu landaði fyrir hana í Víðidalsá hafi verið nákvæmlega sá sem konan veiddi. Um þetta má lesa í bók um Víðidalsá og Fitjá. Í nýrri bók um Víðidalsá og Fitjá eru margar skemmtilegar veiðisögur. Veiðistöðum er þar einnig lýst. Með leyfi höfundanna er birt hér lýsing á Efri-Kotbakka í Víðidalsá og sögð saga af einstaklega vöskum leiðsögumanni. Grípum niður í bókina:Efri-Kotbakki Efri-Kotbakki er hylur undir grasbakka. Hann var einn af áhugaverðustu stöðum á sínum tíma en hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Þá, eins og nú veiddist hann aðallega í strengnum sem myndast ofarlega í hylnum með fram grasbakkanum að austanverðu. Einnig veiðist nokkuð neðarlega í hylnum þar sem skarð kemur í hann að austanverðu en sá hluti og aðeins neðar hefur verið nefndur Mið-Kotbakki eða Litli-Kotbakki.„I hope I got the right one" Sigurður Örn Einarsson segir frá skemmtilegu atviki í bókinni Hann var á árið 1988, sem átti sér stað í Efri-Kotbakka: „Einu sinni var bandarísk vinkona okkar að veiða við Efri-Kotbakka og kastaði flugu. Svo kom lax á hjá henni, vænn fiskur og það tók sinn tíma að þreyta hann. Með henni var íslenskur leiðsögumaður, Þröstur Lýðsson. Svo fór að lokum, að laxinn var nær uppgefinn og konan bjóst við að landa honum. En þar sem laxinn brölti í fjörunni, losnaði flugan úr kjaftinum á honum og fiskurinn var frjáls. Þröstur var fljótur að hugsa og án þess að hika brot úr sekúndu, kastaði hann sér á eftir laxinum og fór á bólakaf. Sá enginn eitt eða neitt nokkur andartök fyrir gusugangi, en svo stóð Þröstur upp og hélt á fallegum laxi í annarri hendi. Um leið og hann óð brosandi í land með fenginn sagði hann við þá bandarísku: „I hope I got the right one".
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði