Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Trausti Hafliðason skrifar 3. júní 2012 08:00 Gústaf veiddi þennan glæsilega hæng í Stóru-Laxá, svæði III. Þetta var stærsti laxinn sem veiddist á því svæði sumarið 2010. mynd / http://gustig.blog.is/ Gústaf Gústafsson var forfallinn golfáhugamaður áður en hann "frelsaðist." Það gerðist í fluguhnýtingarkennslu hjá Sigurði Pálssyni fyrir sex árum. "Ég var kominn niður fyrir sjö í forgjöf í golfinu en nú á veiðin hug minn allan," segir Gústaf. "Nú vil ég ekki sjá neitt annað en fluguveiði en hana flokka ég sem listgrein. Ég sé fyrir mér að fluguveiðin verði áhugamálið sem muni fylgja mér á grafarbakkann. Þó ég hafi ekki fengið veiðidelluna nema fyrir nokkrum árum þá veiddi ég nú eitthvað með pabba og afa þegar ég var gutti." Gústaf er 39 ára Patreksfirðingur, sem starfar sem forstöðumaður á Markaðsstofu Vestfjarða á Ísafirði. Stofan hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Vestfirði fyrir ferðamenn. Frá árinu 2010 hefur Gústaf haldið úti vídeó-dagbók á netinu þar sem hann segir frá öllum veiðiferðum sínum. Veiðiáhugamenn hafa vafalaust margir rekist á dagbækurnar á youtube eða á bloggsíðunni: https://gustig.blog.is/. Hefur mest náð að veiða í 45 dagaGústaf og eiginkona hans eiga fimm börn. Hér eru fjögur þeirra með flotta fiska úr Apavatni. Frá vinstri: Sigmundur Bragi, Hilmar, Gústaf Már og Soffía.Það er augljóst að þegar það kemur að veiði þá er Gústaf afar metnaðarfullur maður. Það kemur kannski ekki á óvart að markaðsfræðingur skuli setja sjálfum sér markmið en það gerir Gústaf svo sannarlega. Hann stefnir að því að veiða í 50 daga í sumar. "Ég set mér allavega skýr markmið í vinnunni og áhugamálinu," segir Gústaf og hlær. "Ég hef undanfarin ár stefnt að því að ná 50 veiðidögum á ári en hingað til hefur það ekki tekist. Ég náði að veiða í 45 daga árið 2010 en í fyrra náði ég einungis 37 dögum. Í fyrra eyðilagði veðrið svolítið fyrir mér því eins og menn muna þá voraði ekki fyrr en á miðju sumri." "Ég hef líka sett mér nokkur undirmarkmið. Eitt af þeim er að veiða allar tegundir fiska sem lifa í ferskvatni á Íslandi; bleikju, sjóbleikju, urriða, sjóbirting, lax en líka flundru og ál. Ég verð alltaf mjög ánægður þegar ég fæ flundru því þá er einni flundru færra í viðkomandi vatnasvæði. Ég hef ekki enn náð að veiða ál en ég myndi fagna honum því reyktur er hann mikið lostæti. Annað undirmarkmið er að veiða í öllum landsfjórðungum og ég hef alltaf náð því." Ræddi veiði á fundi ráðherraGústaf hefur veitt í Lapplandi þar sem hann dorgaði í gegnum ís.Gústaf segir ánægjulegt ef veiðimenn hafi gaman af vídeó-dagbókinni. Hún sé samt ekki síður hugsuð fyrir hann sjálfan. "Með þessu móti get ég alltaf skoðað hvað ég var að gera. Þegar ég fer í á eða vatn í sumar get ég skoðað hvað ég gerði þar síðasta sumar. Það hjálpar mikið í veiðinni enda lærir maður best af reynslunni. Síðan er auðvitað gaman að þetta skuli vekja athygli manna í veiðiheiminum. Ég hef undantekningalaust fengið mjög jákvæð viðbrögð við dagbókarfærslunum. Það gekk til dæmis ókunnugur maður að mér á flugvellinum á Ísafirði fyrir nokkrum vikum og spurði mig hvort ég væri ekki maðurinn sem héldi úti vídeó-blogginu. Einnig þótti mér skemmtilegt þegar aðstoðarmaður iðnaðarráðherra fór að spjalla við mig um dagbækurnar þegar ég var á fundi með ráðherranum fyrir nokkru síðan. Þetta gerist reglulega og ég verð alltaf jafn hissa." Gústaf veiðir ekki 50 daga samfleytt enda er hann hvorki sestur í helgan stein né moldríkur. Hann veiðir heldur ekki endilega einn því hann á nokkra góða veiðifélaga sem skjótast oft með honum. "Ég er að þessu allt árið og hef jafnvel tekið með ísdorg í Lapplandi. Ég skrái hins vegar ekki heilan veiðidag í bókhaldið nema ég hafi veitt í að minnsta kosti sex klukkustundir. Þetta er allt flokkað skipulega, þú sérð." Þefar uppi ódýr veiðileyfiGústaf í Stóru-Laxá á svæði IV.En eitthvað hlýtur þetta að kosta? "Öll áhugamál kosta eitthvað en þetta er ekki svo dýrt. Ég reyni að fara mest á staði þar sem veiðileyfin eru í ódýrari kantinum. Í þessu samhengi er Veiðikortið frábær kostur, maður kaupir það fyrir fimm til sex þúsund kall og getur veitt í vötnum úti um allt land. Ég nota líka mikið Stangveiðihandbækur Eiríks St. Eiríkssonar. Þær eru mikil gersemi enda í þeim hægt að finna margar frábærar ár og mörg vötn." Gústaf reynir að þvælast sem víðast í sínum veiðiferðum. "Ég hef alveg sérstaklega gaman að því að fara á svæði sem lítið hefur verið fjallað um og fáir þekkja. Dæmi um það er Sléttuhlíðarlækur, sem er austan megin í Skagafirðinum. Þetta svo lítill lækur að það er nánast hægt að klofa yfir hann en samt veiddi ég þar ágætan urriða. Það er þetta ókannaða sem ég og svo margir aðrir höfum áhuga á. Það er ógrynni af svona veiðistöðum til á Íslandi og á þessum stöðum er yfirleitt hægt að kaupa mjög ódýr veiðileyfi af bændum." Arnarvatnsheiðin er toppurinnGústaf fer ásamt vinum sínum að veiða á Arnarvatnsheiði á hverju sumri. Frá vinstri: Þórarinn Þór, Gústaf, Rúnar Bollason, Ragnar Axel Gunnarsson og Daníel Símon Galvez.Toppurinn á veiðitímabilinu hjá Gústaf er árleg ferð upp á Arnarvatnsheiði norðanverða. "Í júlí á hverju sumri fer ég upp á heiðina ásamt góðum vinum og uppeldisfélögum frá Patró. Þessi ferð er hápunktur sumarsins. Ekki endilega vegna þess að við séum að moka upp fiski heldur er það náttúran og útiveran með góðum vinum sem heillar. Mér finnst margfalt skemmtilegra að vera þarna með mínum vinum en að vera í góðri laxveiðiá. Uppi á Arnarvatnsheiði er ekkert stress. Menn veiða bara þegar þeir nenna og þurfa ekki að vera að hugsa um svæðaskiptingu eða þeysast 40 kílómetra á milli veiðistaða fyrir hádegi." Uppáhaldsá Gústafs er Austurá á Arnarvatnsheiði sem rennur úr Arnarvatni stóra. "Það má segja að þarna hafi ég byrjað mína fluguveiði í straumvatni fyrir alvöru. Þetta er lítil og nett á og vatnið nær mannir rétt upp að hnjám þó þú finnir auðvitað flotta hyli inn milli. Fiskarnir eru samt ekki í samræmi við stærð árinnar því þarna hef ég veitt marga mjög væna urriða, meðal annars einn sem vóg um níu pund." Sá stærsti kom í Stóru-LaxáGústaf fékk fyrsta flugulaxinn á þessa flugu. Hún nefnist María og er hönnuð og hnýtt af honum sjálfum.Aðspurður segist Gústaf samt eiga sér marga uppáhalds veiðistaði. "Langá er alltaf í uppáhaldi því þar fetaði ég mín fyrstu skref í fluguveiði með hjálp góðs félaga. Sogið er líka í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega Syðri-Brú en þar fékk ég minn fyrsta lax á flugu hann var tekinn á púpu sem ég hannaði og hnýtti sjálfur á krók númer 14 (sjá mynd). Laxá í Kjós er líka gríðarlega skemmtileg. Mig dreymir stundum miðsvæðið þar sem sjóbirtingurinn er. Þá er svæði númer fjögur í Stóru-Laxá stórbrotið. Þar er náttúrufegurðin stórbrotin og ég hef aldrei farið þaðan án þess að hafa veitt lax. Það er líka gaman að segja frá því að þarna rétt fyrir neðan, á svæði þrjú, veiddi ég minn stærsta lax, hann var 93 sentímetrar og sá stærsti sem veiddist á því svæði sumarið 2010." Veiddi maríulaxinn á mettíma og fór svo í sólbaðSigrún Bragadóttir, eiginkona Gústafs, veiddi maríulaxinn á mettíma í Fjarðarhorni í Kollafirði á Barðaströnd.Gústaf er kvæntur Sigrúnu Bragadóttur og saman eiga þau fimm börn. Hvernig ætli gangi að sameina þetta tímafreka áhugamál fjölskyldulífinu? "Það gengur bara vel þó það gangi reyndar afar illa að fá konuna til að veiða. Ég er eiginlega búinn að gefast upp á því núna en ég hef lengi reynt. Reyndar hélt ég að mér hefði tekist þetta fyrir nokkrum árum. Þá tókst mér að draga hana í veiði í Fjarðarhorni í Kollafirði á Barðaströnd. Hún horfði á mig taka fisk og síðan einn af strákunum okkar landa maríulaxinum. Loksins tókst mér að fá hana til að kasta og viti menn, eftir sirka tvær mínútur, ég lýg því ekki, tók lax. Þetta var maríulaxinn. Hún var svona fimm mínútur að landa honum. Um leið og hann var kominn á land beit hún veiðiuggan af. Ég held þetta hafi tekið svona korter í heildina. Ég var að sjálfsögðu hoppandi í kringum hana allan tímann, þvílíkt spenntur en þegar hún var búinn að landa laxinum lagði hún stöngina frá sér og fór í sólbað. Hún hefur ekki kastað flugu síðan." Byrjar fyrir alvöru í AðaldalnumGústaf veiddi þennan fallega urriða í Laxá í Laxárdal.En hvað er framundan? „Sumarið byrjar fyrir alvöru í Aðaldalnum, ég stefni á að veiða Presthvamm og torfurnar fyrir neðan virkjun. Ég fór í fyrra í Laxárdalinn og átti frábæra daga og kom einnig stuttlega við í Mývatnssveitinni. Alveg rosalega skemmtileg svæði bæði tvö. Síðan ætla ég að skoða Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi og væntanlega Hraunsfjörðinn stuttu á eftir. Síðan langar mig að kíkja aftur á Skagaheiðina." "Ég veit að sumarið verður verulega spennandi og ég vona að ég uppgötvi ný og skemmtileg svæði. Ég var einnig að endurnýja tökuvélina og bind vonir við að ná betri myndum, sérstaklega af tökunum og baráttunni við fiskana, því nú fékk ég mér græjur sem henta fluguveiðinni mikið betur." Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Gústaf Gústafsson var forfallinn golfáhugamaður áður en hann "frelsaðist." Það gerðist í fluguhnýtingarkennslu hjá Sigurði Pálssyni fyrir sex árum. "Ég var kominn niður fyrir sjö í forgjöf í golfinu en nú á veiðin hug minn allan," segir Gústaf. "Nú vil ég ekki sjá neitt annað en fluguveiði en hana flokka ég sem listgrein. Ég sé fyrir mér að fluguveiðin verði áhugamálið sem muni fylgja mér á grafarbakkann. Þó ég hafi ekki fengið veiðidelluna nema fyrir nokkrum árum þá veiddi ég nú eitthvað með pabba og afa þegar ég var gutti." Gústaf er 39 ára Patreksfirðingur, sem starfar sem forstöðumaður á Markaðsstofu Vestfjarða á Ísafirði. Stofan hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Vestfirði fyrir ferðamenn. Frá árinu 2010 hefur Gústaf haldið úti vídeó-dagbók á netinu þar sem hann segir frá öllum veiðiferðum sínum. Veiðiáhugamenn hafa vafalaust margir rekist á dagbækurnar á youtube eða á bloggsíðunni: https://gustig.blog.is/. Hefur mest náð að veiða í 45 dagaGústaf og eiginkona hans eiga fimm börn. Hér eru fjögur þeirra með flotta fiska úr Apavatni. Frá vinstri: Sigmundur Bragi, Hilmar, Gústaf Már og Soffía.Það er augljóst að þegar það kemur að veiði þá er Gústaf afar metnaðarfullur maður. Það kemur kannski ekki á óvart að markaðsfræðingur skuli setja sjálfum sér markmið en það gerir Gústaf svo sannarlega. Hann stefnir að því að veiða í 50 daga í sumar. "Ég set mér allavega skýr markmið í vinnunni og áhugamálinu," segir Gústaf og hlær. "Ég hef undanfarin ár stefnt að því að ná 50 veiðidögum á ári en hingað til hefur það ekki tekist. Ég náði að veiða í 45 daga árið 2010 en í fyrra náði ég einungis 37 dögum. Í fyrra eyðilagði veðrið svolítið fyrir mér því eins og menn muna þá voraði ekki fyrr en á miðju sumri." "Ég hef líka sett mér nokkur undirmarkmið. Eitt af þeim er að veiða allar tegundir fiska sem lifa í ferskvatni á Íslandi; bleikju, sjóbleikju, urriða, sjóbirting, lax en líka flundru og ál. Ég verð alltaf mjög ánægður þegar ég fæ flundru því þá er einni flundru færra í viðkomandi vatnasvæði. Ég hef ekki enn náð að veiða ál en ég myndi fagna honum því reyktur er hann mikið lostæti. Annað undirmarkmið er að veiða í öllum landsfjórðungum og ég hef alltaf náð því." Ræddi veiði á fundi ráðherraGústaf hefur veitt í Lapplandi þar sem hann dorgaði í gegnum ís.Gústaf segir ánægjulegt ef veiðimenn hafi gaman af vídeó-dagbókinni. Hún sé samt ekki síður hugsuð fyrir hann sjálfan. "Með þessu móti get ég alltaf skoðað hvað ég var að gera. Þegar ég fer í á eða vatn í sumar get ég skoðað hvað ég gerði þar síðasta sumar. Það hjálpar mikið í veiðinni enda lærir maður best af reynslunni. Síðan er auðvitað gaman að þetta skuli vekja athygli manna í veiðiheiminum. Ég hef undantekningalaust fengið mjög jákvæð viðbrögð við dagbókarfærslunum. Það gekk til dæmis ókunnugur maður að mér á flugvellinum á Ísafirði fyrir nokkrum vikum og spurði mig hvort ég væri ekki maðurinn sem héldi úti vídeó-blogginu. Einnig þótti mér skemmtilegt þegar aðstoðarmaður iðnaðarráðherra fór að spjalla við mig um dagbækurnar þegar ég var á fundi með ráðherranum fyrir nokkru síðan. Þetta gerist reglulega og ég verð alltaf jafn hissa." Gústaf veiðir ekki 50 daga samfleytt enda er hann hvorki sestur í helgan stein né moldríkur. Hann veiðir heldur ekki endilega einn því hann á nokkra góða veiðifélaga sem skjótast oft með honum. "Ég er að þessu allt árið og hef jafnvel tekið með ísdorg í Lapplandi. Ég skrái hins vegar ekki heilan veiðidag í bókhaldið nema ég hafi veitt í að minnsta kosti sex klukkustundir. Þetta er allt flokkað skipulega, þú sérð." Þefar uppi ódýr veiðileyfiGústaf í Stóru-Laxá á svæði IV.En eitthvað hlýtur þetta að kosta? "Öll áhugamál kosta eitthvað en þetta er ekki svo dýrt. Ég reyni að fara mest á staði þar sem veiðileyfin eru í ódýrari kantinum. Í þessu samhengi er Veiðikortið frábær kostur, maður kaupir það fyrir fimm til sex þúsund kall og getur veitt í vötnum úti um allt land. Ég nota líka mikið Stangveiðihandbækur Eiríks St. Eiríkssonar. Þær eru mikil gersemi enda í þeim hægt að finna margar frábærar ár og mörg vötn." Gústaf reynir að þvælast sem víðast í sínum veiðiferðum. "Ég hef alveg sérstaklega gaman að því að fara á svæði sem lítið hefur verið fjallað um og fáir þekkja. Dæmi um það er Sléttuhlíðarlækur, sem er austan megin í Skagafirðinum. Þetta svo lítill lækur að það er nánast hægt að klofa yfir hann en samt veiddi ég þar ágætan urriða. Það er þetta ókannaða sem ég og svo margir aðrir höfum áhuga á. Það er ógrynni af svona veiðistöðum til á Íslandi og á þessum stöðum er yfirleitt hægt að kaupa mjög ódýr veiðileyfi af bændum." Arnarvatnsheiðin er toppurinnGústaf fer ásamt vinum sínum að veiða á Arnarvatnsheiði á hverju sumri. Frá vinstri: Þórarinn Þór, Gústaf, Rúnar Bollason, Ragnar Axel Gunnarsson og Daníel Símon Galvez.Toppurinn á veiðitímabilinu hjá Gústaf er árleg ferð upp á Arnarvatnsheiði norðanverða. "Í júlí á hverju sumri fer ég upp á heiðina ásamt góðum vinum og uppeldisfélögum frá Patró. Þessi ferð er hápunktur sumarsins. Ekki endilega vegna þess að við séum að moka upp fiski heldur er það náttúran og útiveran með góðum vinum sem heillar. Mér finnst margfalt skemmtilegra að vera þarna með mínum vinum en að vera í góðri laxveiðiá. Uppi á Arnarvatnsheiði er ekkert stress. Menn veiða bara þegar þeir nenna og þurfa ekki að vera að hugsa um svæðaskiptingu eða þeysast 40 kílómetra á milli veiðistaða fyrir hádegi." Uppáhaldsá Gústafs er Austurá á Arnarvatnsheiði sem rennur úr Arnarvatni stóra. "Það má segja að þarna hafi ég byrjað mína fluguveiði í straumvatni fyrir alvöru. Þetta er lítil og nett á og vatnið nær mannir rétt upp að hnjám þó þú finnir auðvitað flotta hyli inn milli. Fiskarnir eru samt ekki í samræmi við stærð árinnar því þarna hef ég veitt marga mjög væna urriða, meðal annars einn sem vóg um níu pund." Sá stærsti kom í Stóru-LaxáGústaf fékk fyrsta flugulaxinn á þessa flugu. Hún nefnist María og er hönnuð og hnýtt af honum sjálfum.Aðspurður segist Gústaf samt eiga sér marga uppáhalds veiðistaði. "Langá er alltaf í uppáhaldi því þar fetaði ég mín fyrstu skref í fluguveiði með hjálp góðs félaga. Sogið er líka í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega Syðri-Brú en þar fékk ég minn fyrsta lax á flugu hann var tekinn á púpu sem ég hannaði og hnýtti sjálfur á krók númer 14 (sjá mynd). Laxá í Kjós er líka gríðarlega skemmtileg. Mig dreymir stundum miðsvæðið þar sem sjóbirtingurinn er. Þá er svæði númer fjögur í Stóru-Laxá stórbrotið. Þar er náttúrufegurðin stórbrotin og ég hef aldrei farið þaðan án þess að hafa veitt lax. Það er líka gaman að segja frá því að þarna rétt fyrir neðan, á svæði þrjú, veiddi ég minn stærsta lax, hann var 93 sentímetrar og sá stærsti sem veiddist á því svæði sumarið 2010." Veiddi maríulaxinn á mettíma og fór svo í sólbaðSigrún Bragadóttir, eiginkona Gústafs, veiddi maríulaxinn á mettíma í Fjarðarhorni í Kollafirði á Barðaströnd.Gústaf er kvæntur Sigrúnu Bragadóttur og saman eiga þau fimm börn. Hvernig ætli gangi að sameina þetta tímafreka áhugamál fjölskyldulífinu? "Það gengur bara vel þó það gangi reyndar afar illa að fá konuna til að veiða. Ég er eiginlega búinn að gefast upp á því núna en ég hef lengi reynt. Reyndar hélt ég að mér hefði tekist þetta fyrir nokkrum árum. Þá tókst mér að draga hana í veiði í Fjarðarhorni í Kollafirði á Barðaströnd. Hún horfði á mig taka fisk og síðan einn af strákunum okkar landa maríulaxinum. Loksins tókst mér að fá hana til að kasta og viti menn, eftir sirka tvær mínútur, ég lýg því ekki, tók lax. Þetta var maríulaxinn. Hún var svona fimm mínútur að landa honum. Um leið og hann var kominn á land beit hún veiðiuggan af. Ég held þetta hafi tekið svona korter í heildina. Ég var að sjálfsögðu hoppandi í kringum hana allan tímann, þvílíkt spenntur en þegar hún var búinn að landa laxinum lagði hún stöngina frá sér og fór í sólbað. Hún hefur ekki kastað flugu síðan." Byrjar fyrir alvöru í AðaldalnumGústaf veiddi þennan fallega urriða í Laxá í Laxárdal.En hvað er framundan? „Sumarið byrjar fyrir alvöru í Aðaldalnum, ég stefni á að veiða Presthvamm og torfurnar fyrir neðan virkjun. Ég fór í fyrra í Laxárdalinn og átti frábæra daga og kom einnig stuttlega við í Mývatnssveitinni. Alveg rosalega skemmtileg svæði bæði tvö. Síðan ætla ég að skoða Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi og væntanlega Hraunsfjörðinn stuttu á eftir. Síðan langar mig að kíkja aftur á Skagaheiðina." "Ég veit að sumarið verður verulega spennandi og ég vona að ég uppgötvi ný og skemmtileg svæði. Ég var einnig að endurnýja tökuvélina og bind vonir við að ná betri myndum, sérstaklega af tökunum og baráttunni við fiskana, því nú fékk ég mér græjur sem henta fluguveiðinni mikið betur."
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði