Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2012 06:15 Þessi hörkufallega bleikja gaf sig í Hlíðarvatni á Fjölskyldudegi á sunnudaginn. Mynd / Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, segir að mikið hafi verið um stórar bleikjur í Hlíðarvatni í Selvogi þegar félögin við vatnið efndu til fjölskyldudags þar um liðna helgi. Fjölskyldudagur við Hlíðarvatn var haldinn á sunnudaginn annað árið í röð. Frítt var fyrir alla veiðimenn og segir Vilborg marga hafa mætt til að prófa hið margrómaða bleikjuvatn. "Veiddust þó nokkrar bleikjur og kraumaði ein víkin sérstaklega af stórfiski. Flestum var þó sleppt þar sem mikill hluti af fiskinum var komin í hrygningarbúning," segir Vilborg. Að sögn Vilborgar hefur veiðin verið frekar slök í Hlíðarvatni sumar. Þó virðist sem bleikjan sé að koma nær landi enda lofthitinn að breytast. "Eins og í mörgum öðrum vötnum þá hefur hátt hitastig trúlega haft þau áhrif að vatnið er of heitt við bakkan svo bleikjan hefur verið utar og því erfiðara að nálgast hana. En nú er breyting á svo það gæti orðið ágætis veiði fram að lokun," segir formaðurinn. Ekki gáfu allir sem mættu sig að bleikjuveiðinni. Vilborg segir marga hafa farið í berjamó enda alls staðar ber og sérstaklega mikið af bláberjum. "Ungir sem aldnir skemmtu sér þarna vel enda veður frábært. Veiðihúsin stóðu opin fyrir gestum þar sem fróðir menn frá félögunum fræddu þá sem vildu og fengu afhentan bækling um Hlíðarvatn sem nýlega var gefinn út," segir Vilborg. Félögin sem hefa leyfi til sölu í Hlíðarvatni eru Ármenn, Árblik úr Þorlákshöfn, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélag Hafnarfjarðar. Öll félögin nema Stakkavík selja veiðileyfi í vatnið á vefnum leyfi.is. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar, segir að mikið hafi verið um stórar bleikjur í Hlíðarvatni í Selvogi þegar félögin við vatnið efndu til fjölskyldudags þar um liðna helgi. Fjölskyldudagur við Hlíðarvatn var haldinn á sunnudaginn annað árið í röð. Frítt var fyrir alla veiðimenn og segir Vilborg marga hafa mætt til að prófa hið margrómaða bleikjuvatn. "Veiddust þó nokkrar bleikjur og kraumaði ein víkin sérstaklega af stórfiski. Flestum var þó sleppt þar sem mikill hluti af fiskinum var komin í hrygningarbúning," segir Vilborg. Að sögn Vilborgar hefur veiðin verið frekar slök í Hlíðarvatni sumar. Þó virðist sem bleikjan sé að koma nær landi enda lofthitinn að breytast. "Eins og í mörgum öðrum vötnum þá hefur hátt hitastig trúlega haft þau áhrif að vatnið er of heitt við bakkan svo bleikjan hefur verið utar og því erfiðara að nálgast hana. En nú er breyting á svo það gæti orðið ágætis veiði fram að lokun," segir formaðurinn. Ekki gáfu allir sem mættu sig að bleikjuveiðinni. Vilborg segir marga hafa farið í berjamó enda alls staðar ber og sérstaklega mikið af bláberjum. "Ungir sem aldnir skemmtu sér þarna vel enda veður frábært. Veiðihúsin stóðu opin fyrir gestum þar sem fróðir menn frá félögunum fræddu þá sem vildu og fengu afhentan bækling um Hlíðarvatn sem nýlega var gefinn út," segir Vilborg. Félögin sem hefa leyfi til sölu í Hlíðarvatni eru Ármenn, Árblik úr Þorlákshöfn, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélag Hafnarfjarðar. Öll félögin nema Stakkavík selja veiðileyfi í vatnið á vefnum leyfi.is.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði