Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldurhúss í smábæ í Maine á austurströnd Bandaríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svitablandinni bjórlykt. „Sestu," hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrísöngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr. En staðfesta konunnar var áhyggjum af matareitrun yfirsterkari. „Hvaðan ertu?" spurði hún og skaut undir mig stól. Ég sagðist vera frá Íslandi og átti ekkert sérstaklega von á að hún hefði heyrt staðarins getið. „F*** me!" hrópaði hún upp yfir sig. „I am Icelandic." Andlitsfarðinn lak niður kinnarnar á henni um borð í svitaperlum og bjórfroða þakti efri vör hennar. Ég trúði henni ekki fyrr en hún sagði orðið „Vopnafjörður". Móðir hennar var einn af Vesturförunum. Dagur tvö: „Geggjað!" sagði starfsmaður í safni sem var eitt sinn æskuheimili skáldsins Henrys Wadsworth Longfellow í Portland þegar ég sagðist koma frá Íslandi. „Þekkirðu hljómsveit sem var rosa heit fyrir svona 20 árum…" „Sykurmolana," skaut ég vélrænt inn í. „Nei, Risaeðluna." Ég komst aldrei að því hvernig steingerðir tónarnir höfðu náð eyrum safnvarðarins því holdugur Suðurríkjamaður tók af honum orðið. „Er ekki ódýrt að hita hús á Íslandi því þið eigið svo mikið af heitu vatni?" Karlinn tönglaðist á heita vatninu allan skoðunartúrinn um heimkynni skáldsins. Hann reyndist sjálfur eiga fjögur hús í fjórum fylkjum Bandaríkjanna sem honum þótti svo assgoti blóðugt að hita. Dagur þrjú: „Bölvaðir Íslendingar," sagði strætóbílstjórinn sem ók túristarútu milli frægustu vitanna í Maine. „Bankarnir ykkar settu næstum humarútgerðina okkar í Portland á hliðina." Ég lét mig sökkva ofan í sætið mitt. Dagur fjögur: Ég stakk mér inn í bókabúð í von um hvíld frá Íslandi. Ég var jú í útlöndum. Ég festi kaup á ritgerðasafni eftir lókal blaðakonu um mat frá Maine og fékk mér sæti á kaffihúsi. En pásan frá heimahögunum varði ekki lengi. Árið 1969 réði höfundurinn sig til vinnu á sauðabúi á Íslandi því henni þótti lambakjöt svo gott. Það voru henni mikil vonbrigði þegar í ljós kom að í íslensku sveitinni var borðaður fiskur með soðnum kartöflum í öll mál. Heill kafli í bókinni um Maine var tileinkaður íslensku lambakjöti og rabarbarasúpu. Dagur fimm: Ég leigði íbúð til að dvelja í í New York gegnum Internetið. Í ísskápnum beið mín dós af Egils maltöli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Dagur eitt: Ég hafði aðeins staðið nokkrar sekúndur í anddyri þreytulegs öldurhúss í smábæ í Maine á austurströnd Bandaríkjanna þegar miðaldra kona hentist inn úr myrkrinu, greip í handlegginn á mér og dró mig inn. Loftið var rakt og mettað svitablandinni bjórlykt. „Sestu," hrópaði hún yfir viskí-rispaða rödd feitlagins kántrísöngvara sem jóðlaði klúrar sveitavísur. Ég var í leit að ódýrum kvöldverði á ökuferðalagi mínu um Bandaríkin. Ég velti þó fyrir mér hvort þessi væri ekki of ódýr. En staðfesta konunnar var áhyggjum af matareitrun yfirsterkari. „Hvaðan ertu?" spurði hún og skaut undir mig stól. Ég sagðist vera frá Íslandi og átti ekkert sérstaklega von á að hún hefði heyrt staðarins getið. „F*** me!" hrópaði hún upp yfir sig. „I am Icelandic." Andlitsfarðinn lak niður kinnarnar á henni um borð í svitaperlum og bjórfroða þakti efri vör hennar. Ég trúði henni ekki fyrr en hún sagði orðið „Vopnafjörður". Móðir hennar var einn af Vesturförunum. Dagur tvö: „Geggjað!" sagði starfsmaður í safni sem var eitt sinn æskuheimili skáldsins Henrys Wadsworth Longfellow í Portland þegar ég sagðist koma frá Íslandi. „Þekkirðu hljómsveit sem var rosa heit fyrir svona 20 árum…" „Sykurmolana," skaut ég vélrænt inn í. „Nei, Risaeðluna." Ég komst aldrei að því hvernig steingerðir tónarnir höfðu náð eyrum safnvarðarins því holdugur Suðurríkjamaður tók af honum orðið. „Er ekki ódýrt að hita hús á Íslandi því þið eigið svo mikið af heitu vatni?" Karlinn tönglaðist á heita vatninu allan skoðunartúrinn um heimkynni skáldsins. Hann reyndist sjálfur eiga fjögur hús í fjórum fylkjum Bandaríkjanna sem honum þótti svo assgoti blóðugt að hita. Dagur þrjú: „Bölvaðir Íslendingar," sagði strætóbílstjórinn sem ók túristarútu milli frægustu vitanna í Maine. „Bankarnir ykkar settu næstum humarútgerðina okkar í Portland á hliðina." Ég lét mig sökkva ofan í sætið mitt. Dagur fjögur: Ég stakk mér inn í bókabúð í von um hvíld frá Íslandi. Ég var jú í útlöndum. Ég festi kaup á ritgerðasafni eftir lókal blaðakonu um mat frá Maine og fékk mér sæti á kaffihúsi. En pásan frá heimahögunum varði ekki lengi. Árið 1969 réði höfundurinn sig til vinnu á sauðabúi á Íslandi því henni þótti lambakjöt svo gott. Það voru henni mikil vonbrigði þegar í ljós kom að í íslensku sveitinni var borðaður fiskur með soðnum kartöflum í öll mál. Heill kafli í bókinni um Maine var tileinkaður íslensku lambakjöti og rabarbarasúpu. Dagur fimm: Ég leigði íbúð til að dvelja í í New York gegnum Internetið. Í ísskápnum beið mín dós af Egils maltöli.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun