Lífið

Forsetinn í fermingarveislu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti mætti í fermingarveisluna.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti mætti í fermingarveisluna.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og ráðherrar úr ríkisstjórninni eru saman komnir á Vesturgötunni í Reykjavík ásamt fleira fólki. Þar fer ekki fram ríkisráðsfundur, eins og svo oft þegar forsetinn og ráðherrar hittast, heldur mun Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem búsettur er á Vesturgötunni, vera að halda upp á fermingarveislu dóttur sinnar.

Vísir hefur litlar upplýsingar fengið um veisluna aðrar en þær að það mun hafa verið að ósk fermingarbarnsins sjálfs að forsetanum var boðið. Össur mun hafa verið um nokkurra daga skeið að undirbúa fermingarveisluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.