Lífið

Cowell fer tvisvar á ári í botox

Simon Cowell er með útlit sitt á heilanum samkvæmt ævisögunni.
Simon Cowell er með útlit sitt á heilanum samkvæmt ævisögunni.
Simon Cowell fer tvisvar á ári í botox-meðferð og lætur sprauta sig með vítamíni til að halda unglegu útliti sínu. Þetta kemur fram í óopinberri ævisögu kappans sem var ekki skrifuð með hans samþykki.

Bókin nefnist Sweet Revenge: The Intimate Life of Simon Cowell og hefur breska dagblaðið The Sun velt sér upp úr henni. Þar kemur fram að Cowell, sem er dómari í Britain"s Got Talent og X Factor, noti svartan klósettpappír og sé með sérstaka hönnun í garðinum sínum sem láti líta út fyrir að hann gangi á vatni. Einnig kemur þar fram að Cowell, sem verður 53 ára í haust, borði ferska ávexti sem eiga að lengja líf hans og eru sendir til hans með flugi. Einnig drekkur hann tvo „smoothies“-drykki á dag sem eru gerðir úr framandi plöntum.

Cowell fer einnig í nudd, lætur vaxa á sér brjóstkassann og litar á sér hárið. Hvað vítamínið varðar fær Cowell B og C vítamín í æð síðdegis á hverjum laugardegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.