Lífið

Hver á landi fegurst er?

Lily Collins fer með hlutverk prinsessunnar Mjallhvítar sem lendir í ýmsum ævintýrum.
Lily Collins fer með hlutverk prinsessunnar Mjallhvítar sem lendir í ýmsum ævintýrum.
Ævintýra- og gamanmyndin Mirror Mirror var frumsýnd í gærkvöldi. Myndin er byggð á hinu klassíska ævintýri Grimms-bræðranna um Mjallhvíti og dvergana sjö, en í þetta skipti mæta stjörnur á borð við Juliu Roberts og Lil Collins á svæðið.

Ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana sjö birtist kvikmyndahúsagestum í nýrri mynd í gaman- og ævintýramyndinni Mirror Mirror. Leikstjórinn Tarsem Singh stýrir þeim Juliu Roberts, Lily Collins, Armie Hammer og Sean Bean í þessari litríku kvikmynd sem segir frá baráttu Mjallhvítar við vondu stjúpuna.

Flestir þekkja líklega söguþráð kvikmyndarinnar sem segir á gamansaman hátt frá ævintýrum Mjallhvítar sem rekin er út í skóg af afbrýðisamri stjúpu sinni en er bjargað af sjö dvergum. Það er Julia Roberts sem fer með hlutverk illu drottningarinnar á meðan Lily Collins fer með hlutverk hinnar fögru og ljúfu Mjallhvítar.

Singh á að baki kvikmyndir á borð við The Cell, The Fall og Immortals sem frumsýnd var í fyrra. Myndir hans þykja mjög myndrænar og hefur búningahönnun Eiko Ishioka mikið um það að segja, en Mirror Mirror var jafnframt síðasta myndin sem Ishioka vann við áður en hún lést í janúar á þessu ári.

Myndin hefur fengið misjafna dóma; sumir segja hana ófyndna og leiðinlega á meðan aðrir gagnrýnendur segja hana fallega, myndræna og skemmtilega. Vefsíðan Rotten Tomatoes gefur Mirror Mirror 49 rotin prósent en gagnrýnandi The Telegraph gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.