Íslenski boltinn

Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur

Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kópavogsvelli skrifar
Hlynur á hliðarlínunni í kvöld.
Hlynur á hliðarlínunni í kvöld. mynd/ernir
„Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegu keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum í kvöld.

„Ef maður horfir á þennan leik, Þá erum við með boltann allan tímann og það vantar herslumuninn á réttu hlaupin inn fyrir og réttu sendinguna. Ég get ekki verið annað en sáttur með leik stúlknanna en ég er auðvitað sér með að hafa tapað þessu.

„Við sköpum okkur færi en hversu oft flaggaði línuvörður á okkur og dæmdi rangstöðu. Ef hann sleppir því erum við sloppnar inn gegn markverði. Ég var ekki í línu til að dæma það en auðvitað er ég ósáttur í hvert skipti sem hann lyftir flagginu en ég treysti þeim.

"Við þurfum að skerpa á þessu. Síðasta sending og rétt hlaup, hvaða lið ætlar að stoppa okkur þá ef við erum að spila svona við Íslandsmeistarana. Við erum alltaf með boltann. Við spilum alltaf út frá marki en þær gera það ekki því þær þora því ekki.

"Ekkert lið þorir að spila fótbolta gegn okkur. Það er kick and run og vona það besta. Það gekk vel hjá Stjörnunni í kvöld og þær eiga heiður skilið því það eru góð lið sem þurfa svona fá færi til að skora mörk," sagði Hlynur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×