Þurrbrjósta á bráðadeild Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2012 10:30 Það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur verið allbrattur síðastliðin ár. Reyndar svo mikill að enginn hefði trúað því að þetta væri hægt, að óreyndu. Margir, og ég þar á meðal, hafa lýst áhyggjum af því að með þessum niðurskurði myndi óumflýjanlega fylgja skert þjónusta. Reynsla margra er eflaust einmitt sú, um það efast ég ekki. Alla vega. Fyrir réttri viku fór ég á fætur um hálf sjö ásamt kærustu og fimm ára gutta. Eftir hefðbundið kornfleksát hvarf betri helmingurinn út úr dyrunum með þann stutta, en þar sem ég átti kvöldvakt ákvað ég að skríða upp í aftur og fá mér kríu. Þegar á mig var að svífa höfgi um áttaleytið var ró minni raskað við eitthvað óvenjulegt hljóð sem barst frá stássstofunni. Þegar fram var komið sá ég hvar mín kærust skreið inn gólfið á móti mér, hvítari en ég í framan. Það túlkaði ég einfaldlega á eftirfarandi hátt: Manneskja sem nær dauðagljáanum mínum á svo stuttum tíma hlýtur að vera alvarlega veik. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Ekki veit ég hvort fólki var boðið kælt hvítvín og léttsaltað kex með styrjuhrognakavíar við komu á bráðadeild Landspítalans fyrir hrun, en það hlýtur eiginlega að vera ef rökin um verri þjónustu eiga að halda. Stelpan var nefnilega í rúmi innan mínútu eftir að þangað var komið og hjúkrunarfræðingur var byrjaður að taka nauðsynleg sýni eftir aðrar 60 sekúndur. Verkjalyf streymdu um æðar minnar heittelskuðu áður en ég gat sagt morfín, eða rétt áður en læknir stóð við rúmstokkinn til að ganga úr skugga um hvers kyns var. Næstu klukkutímana þurfti ég aldrei að spyrja. Okkur var greint frá niðurstöðum úr rannsóknum áður en okkur tók að lengja eftir þeim. Já, og menn lögðu sig í líma um að hughreysta okkur þá stuttu stund sem ótti gróf um sig og áður en svör fengust. Nú stendur til að byggja nýtt Landspítalahús. Þar verður hátt til lofts og vítt til veggja og öll aðstaða til fyrirmyndar, ólíkt því sem nú er. Þjónustan er sögð batna til muna og að peningar muni sparast. Þá mun starfsfólki líða miklu mun betur í vinnunni. Ég veit ekki hvað þið heitið sem tókuð á móti okkur um daginn, en það er ekkert minna en þið eigið skilið. Og fyrst þið ætlið að bæta þjónustuna á bráðadeildinni, frá því sem nú er, þá nóterið þið kannski hjá ykkur að ég fæ brjóstsviða af þurru hvítvíni. En þið eigið sjálfsagt ráð við því, eins og öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur verið allbrattur síðastliðin ár. Reyndar svo mikill að enginn hefði trúað því að þetta væri hægt, að óreyndu. Margir, og ég þar á meðal, hafa lýst áhyggjum af því að með þessum niðurskurði myndi óumflýjanlega fylgja skert þjónusta. Reynsla margra er eflaust einmitt sú, um það efast ég ekki. Alla vega. Fyrir réttri viku fór ég á fætur um hálf sjö ásamt kærustu og fimm ára gutta. Eftir hefðbundið kornfleksát hvarf betri helmingurinn út úr dyrunum með þann stutta, en þar sem ég átti kvöldvakt ákvað ég að skríða upp í aftur og fá mér kríu. Þegar á mig var að svífa höfgi um áttaleytið var ró minni raskað við eitthvað óvenjulegt hljóð sem barst frá stássstofunni. Þegar fram var komið sá ég hvar mín kærust skreið inn gólfið á móti mér, hvítari en ég í framan. Það túlkaði ég einfaldlega á eftirfarandi hátt: Manneskja sem nær dauðagljáanum mínum á svo stuttum tíma hlýtur að vera alvarlega veik. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Ekki veit ég hvort fólki var boðið kælt hvítvín og léttsaltað kex með styrjuhrognakavíar við komu á bráðadeild Landspítalans fyrir hrun, en það hlýtur eiginlega að vera ef rökin um verri þjónustu eiga að halda. Stelpan var nefnilega í rúmi innan mínútu eftir að þangað var komið og hjúkrunarfræðingur var byrjaður að taka nauðsynleg sýni eftir aðrar 60 sekúndur. Verkjalyf streymdu um æðar minnar heittelskuðu áður en ég gat sagt morfín, eða rétt áður en læknir stóð við rúmstokkinn til að ganga úr skugga um hvers kyns var. Næstu klukkutímana þurfti ég aldrei að spyrja. Okkur var greint frá niðurstöðum úr rannsóknum áður en okkur tók að lengja eftir þeim. Já, og menn lögðu sig í líma um að hughreysta okkur þá stuttu stund sem ótti gróf um sig og áður en svör fengust. Nú stendur til að byggja nýtt Landspítalahús. Þar verður hátt til lofts og vítt til veggja og öll aðstaða til fyrirmyndar, ólíkt því sem nú er. Þjónustan er sögð batna til muna og að peningar muni sparast. Þá mun starfsfólki líða miklu mun betur í vinnunni. Ég veit ekki hvað þið heitið sem tókuð á móti okkur um daginn, en það er ekkert minna en þið eigið skilið. Og fyrst þið ætlið að bæta þjónustuna á bráðadeildinni, frá því sem nú er, þá nóterið þið kannski hjá ykkur að ég fæ brjóstsviða af þurru hvítvíni. En þið eigið sjálfsagt ráð við því, eins og öðru.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun