Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 20-23 Kristinn Páll Teitsson í Digranesi skrifar 31. janúar 2012 18:21 Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK. Mynd/Vilhelm Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Fyrir leikinn voru þessi lið í 2. og 3. sæti N1 deildar kvenna og því mikið í húfi. Með sigri gátu HK jafnað Fram að stigum en á sama tíma þurftu Fram stigin 2 til að halda í við Valsstúlkur á toppi deildarinnar. Eina tap Framstúlkna á tímabilinu kom einmitt gegn HK í fyrstu umferðinni þegar HK unnu 28-22 í Safamýrinni. Framstúlkur komu grimmar til leiks í fyrri hálfleik og virtust staðráðnar að tapa ekki aftur, vörnin var að virka vel og eftir 11. mínútur var staðan 6-2 fyrir Fram. Þá tók leikur þeirra hinsvegar að hiksta og HK unnu sig smátt og smátt aftur inn í leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleiknum og náðu forystunni rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 12-11. Seinni hálfleikur var í járnum og skiptust liðin á mörkum allt fram að síðustu mínútum leiksins. Þá tóku Fram aftur við sér og skoruðu 6 af síðustu 7 mörkum leiksins og tryggðu sér að lokum 3 marka sigur. Með þessu náðu Fram að jafna Valsstúlkur á toppi deildarinnar og um leið aðgreina sig aðeins frá næstu liðum. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Í liði HK var Brynja Magnúsdóttir markahæst með 5 en næst var Elín Anna Baldursdóttir með 4 mörk. Stella: Hafðist með miklum erfiðleikum„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur ef við ætlum okkur að vinna deildina, við töpuðum fyrir þeim heima í fyrstu umferð og það var gott upp þau töpuðu stig," sagði Stella Sigurðardóttir. „Þetta hafðist með miklum erfiðleikum, mér fannst við ekki vakna fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við byrjuðum á að komast þremur mörkum yfir en eftir það fannst mér við á hælunum." „Það er hinsvegar gott að klára þennan leik, vörnin var ekki nógu þétt og sóknin var léleg á köflum. Það var mjög gott að klára þetta og fá stigin tvö, að þurfa ekki að sætta sig við eitt eða tvö stig." „Með þessu erum við búnar að skilja svolítið hin liðin sem er auðvitað gott. Það verður mjög mikilvægt að klára leikina sem við eigum eftir og skapa úrslitaleik um deildina við Val í lokin, það væri gaman fyrir deildina," sagði Stella. Brynja: Mjög sárt tap„Að fá svona vondan kafla rétt undir lokin þar sem þær skora og skora án þess að við svörum, það gerir þetta tap mjög sárt," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, við vissum að við gætum það en 5. mínútna kafli tók það frá okkur." „Við byrjuðum hægt, unnum okkur svo vel inn í leikinn en töpum þessu á lokamínútunum. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik, vörnin hélt Fram í aðeins 23 mörkum, það er mjög gott." „Það er hinsvegar ekki gott að skora bara 20 mörk, það er ekki nóg. Vörnin okkar hefur verið góð á köflum en við þurfum að fá stöðugleika í allan leik okkar," sagði Brynja. Elísabet: Áttum harma að hefna„Við áttum harma að hefna frá því í síðast og við vorum staðráðnar að gera betur hér í dag. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í dag hérna í dag en við unnum, það segir töluvert um liðið okkar," sagði Elísbet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er ýmislegt sem má laga hjá okkur, við þurfum að fara að setja í annan gír og laga leik okkar. Þetta var ekki nógu gott á köflum hérna í kvöld." „Þetta var mikilvægur sigur, tvö stig í titilbaráttunni. Við byrjuðum mjög vel, þetta leit vel út fyrstu mínúturnar og ég vonaðist til að við myndum bara keyra yfir þær." „Þetta leit ekkert vel út á köflum, leikurinn í Safamýrinni þróaðist líka svona og þá unnu þær. Við kláruðum þetta sem betur fer með góðum kafla hérna í dag, þegar Ásta skoraði og kom okkur þremur mörkum yfir hérna undir lokin vissi ég að þetta væri komið," sagði Elísabet. Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Fram fengu í kvöld tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni úr baráttuleik við HK í N1-deild kvenna í handbolta en leiknum í Digranesi lauk með 23-20 sigri gestanna. Fyrir leikinn voru þessi lið í 2. og 3. sæti N1 deildar kvenna og því mikið í húfi. Með sigri gátu HK jafnað Fram að stigum en á sama tíma þurftu Fram stigin 2 til að halda í við Valsstúlkur á toppi deildarinnar. Eina tap Framstúlkna á tímabilinu kom einmitt gegn HK í fyrstu umferðinni þegar HK unnu 28-22 í Safamýrinni. Framstúlkur komu grimmar til leiks í fyrri hálfleik og virtust staðráðnar að tapa ekki aftur, vörnin var að virka vel og eftir 11. mínútur var staðan 6-2 fyrir Fram. Þá tók leikur þeirra hinsvegar að hiksta og HK unnu sig smátt og smátt aftur inn í leikinn það sem eftir var af fyrri hálfleiknum og náðu forystunni rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 12-11. Seinni hálfleikur var í járnum og skiptust liðin á mörkum allt fram að síðustu mínútum leiksins. Þá tóku Fram aftur við sér og skoruðu 6 af síðustu 7 mörkum leiksins og tryggðu sér að lokum 3 marka sigur. Með þessu náðu Fram að jafna Valsstúlkur á toppi deildarinnar og um leið aðgreina sig aðeins frá næstu liðum. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Fram með 9 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Í liði HK var Brynja Magnúsdóttir markahæst með 5 en næst var Elín Anna Baldursdóttir með 4 mörk. Stella: Hafðist með miklum erfiðleikum„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur ef við ætlum okkur að vinna deildina, við töpuðum fyrir þeim heima í fyrstu umferð og það var gott upp þau töpuðu stig," sagði Stella Sigurðardóttir. „Þetta hafðist með miklum erfiðleikum, mér fannst við ekki vakna fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við byrjuðum á að komast þremur mörkum yfir en eftir það fannst mér við á hælunum." „Það er hinsvegar gott að klára þennan leik, vörnin var ekki nógu þétt og sóknin var léleg á köflum. Það var mjög gott að klára þetta og fá stigin tvö, að þurfa ekki að sætta sig við eitt eða tvö stig." „Með þessu erum við búnar að skilja svolítið hin liðin sem er auðvitað gott. Það verður mjög mikilvægt að klára leikina sem við eigum eftir og skapa úrslitaleik um deildina við Val í lokin, það væri gaman fyrir deildina," sagði Stella. Brynja: Mjög sárt tap„Að fá svona vondan kafla rétt undir lokin þar sem þær skora og skora án þess að við svörum, það gerir þetta tap mjög sárt," sagði Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK eftir leikinn. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, við vissum að við gætum það en 5. mínútna kafli tók það frá okkur." „Við byrjuðum hægt, unnum okkur svo vel inn í leikinn en töpum þessu á lokamínútunum. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessum leik, vörnin hélt Fram í aðeins 23 mörkum, það er mjög gott." „Það er hinsvegar ekki gott að skora bara 20 mörk, það er ekki nóg. Vörnin okkar hefur verið góð á köflum en við þurfum að fá stöðugleika í allan leik okkar," sagði Brynja. Elísabet: Áttum harma að hefna„Við áttum harma að hefna frá því í síðast og við vorum staðráðnar að gera betur hér í dag. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í dag hérna í dag en við unnum, það segir töluvert um liðið okkar," sagði Elísbet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er ýmislegt sem má laga hjá okkur, við þurfum að fara að setja í annan gír og laga leik okkar. Þetta var ekki nógu gott á köflum hérna í kvöld." „Þetta var mikilvægur sigur, tvö stig í titilbaráttunni. Við byrjuðum mjög vel, þetta leit vel út fyrstu mínúturnar og ég vonaðist til að við myndum bara keyra yfir þær." „Þetta leit ekkert vel út á köflum, leikurinn í Safamýrinni þróaðist líka svona og þá unnu þær. Við kláruðum þetta sem betur fer með góðum kafla hérna í dag, þegar Ásta skoraði og kom okkur þremur mörkum yfir hérna undir lokin vissi ég að þetta væri komið," sagði Elísabet.
Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira