Grínistinn, lögfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Bergur Ebbi Benediktsson stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann og félagar hans í grínhópnum Mið-Íslandi eru að fara að frumsýna nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 í mars.
Hann hefur hins vegar gefið sér tíma til að slappa af inn á milli eins og glöggt má sjá á Facebook-síðu hans. Á laugardaginn tilkynnti hann lesendum að hann hefði horft á tennisviðureign sem stóð í tæpar fimm klukkustundir.
Eftir glápið sagðist hann hafa verið "tómur að innan", en þó ánægður með að standa við áramótaheit sitt um að horfa meira á sjónvarp.
Tómur af tennisglápi
