Óklárað uppgjör Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. janúar 2012 06:00 Þingmenn úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, munu í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar vilja þingmennirnir, undir forystu Skúla Helgasonar í Samfylkingu, að skoðað verði ferlið við sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans. Þetta yrði ekki fyrsta rannsóknin á einkavæðingu ríkisbankanna. Ríkisendurskoðun var á sínum tíma, í tveimur áföngum, fengin til að skoða afmarkaða þætti söluferlisins. Sömuleiðis var nokkuð ýtarlegur kafli í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðinguna. Hvorug rannsóknin var hins vegar heildarúttekt á einkavæðingarferlinu. Mörgum spurningum er ósvarað, eins og raunar sést vel þegar greinargerðin með tillögu þingmannanna er lesin. Flestir geta tekið undir að mistök voru gerð við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, ekki sízt þau að falla frá fyrri áformum um dreift eignarhald og selja ráðandi hlut til „kjölfestufjárfesta". Báðir fjárfestahóparnir komust síðan í hóp viðskiptablokkanna sem öllu réðu í íslenzku viðskiptalífi og umgengust bankana fyrst og fremst sem lánveitanda fyrir sjálfa sig. Undir þessa gagnrýni tók Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþætti á Rás 1 á sunnudagsmorguninn. Hann vildi þó ekki skrifa upp á að rannsóknir á einkavæðingu hefðu sýnt að þar hefði pólitísk spilling átt sér stað og sagði „alltof langt gengið að komast að þeirri niðurstöðu að fall íslenzka bankakerfisins sé einhvers konar bein afleiðing af því að rangri stefnu hafi verið fylgt við sölu á ríkisbönkunum." Þetta er kannski rétt eins langt og það nær. Það breytir ekki því að sú mynd, sem gögn um einkavæðingarferlið draga upp, er að reglur og viðmið hafi verið beygð og endurskoðuð til að koma mætti Landsbanka og Búnaðarbanka hvorum um sig í hendur fjárfestahópa sem voru þóknanlegir Sjálfstæðisflokknum annars vegar og Framsóknarflokknum hins vegar. Svo geta menn ráðið því hvort þeir kalla það pólitíska spillingu eða ekki. Það er jafnframt ein af meginályktunum Rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu hennar að með einkavæðingu bankanna hafi ríkið gefið tóninn fyrir eignarhald í fjármálageiranum og þess vegna hafi ekki verið hægt að taka í taumana þegar þriðja viðskiptablokkin náði yfirráðum í Glitni. Hið þrönga eignarhald var tvímælalaust eitt af því sem stuðlaði að falli bankakerfisins. Full ástæða er til að rannsaka einkavæðingarferlið ýtarlegar en gert hefur verið, ekki sízt til að geta forðazt að sömu mistök eigi sér stað þegar hlutur ríkisins í nýju bönkunum verður seldur, eins og til stendur á næstu árum. Framsóknarmenn ákveða sig líklega í dag hvort einhverjir úr þeirra hópi styðja þingsályktunartillöguna. Skúli Helgason sagði í Fréttablaðinu í gær að hann vænti ekki stuðnings við hana úr Sjálfstæðisflokknum. Það ætti þó að vera sjálfstæðismönnum, rétt eins og framsóknarmönnum, kappsmál að þessi kafli sögunnar verði skoðaður ofan í kjölinn og hverjum steini velt við. Það er einfaldlega hluti af nauðsynlegu og ókláruðu uppgjöri þessara flokka við fortíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þingmenn úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, munu í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar vilja þingmennirnir, undir forystu Skúla Helgasonar í Samfylkingu, að skoðað verði ferlið við sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankans og Landsbankans. Þetta yrði ekki fyrsta rannsóknin á einkavæðingu ríkisbankanna. Ríkisendurskoðun var á sínum tíma, í tveimur áföngum, fengin til að skoða afmarkaða þætti söluferlisins. Sömuleiðis var nokkuð ýtarlegur kafli í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðinguna. Hvorug rannsóknin var hins vegar heildarúttekt á einkavæðingarferlinu. Mörgum spurningum er ósvarað, eins og raunar sést vel þegar greinargerðin með tillögu þingmannanna er lesin. Flestir geta tekið undir að mistök voru gerð við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans, ekki sízt þau að falla frá fyrri áformum um dreift eignarhald og selja ráðandi hlut til „kjölfestufjárfesta". Báðir fjárfestahóparnir komust síðan í hóp viðskiptablokkanna sem öllu réðu í íslenzku viðskiptalífi og umgengust bankana fyrst og fremst sem lánveitanda fyrir sjálfa sig. Undir þessa gagnrýni tók Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþætti á Rás 1 á sunnudagsmorguninn. Hann vildi þó ekki skrifa upp á að rannsóknir á einkavæðingu hefðu sýnt að þar hefði pólitísk spilling átt sér stað og sagði „alltof langt gengið að komast að þeirri niðurstöðu að fall íslenzka bankakerfisins sé einhvers konar bein afleiðing af því að rangri stefnu hafi verið fylgt við sölu á ríkisbönkunum." Þetta er kannski rétt eins langt og það nær. Það breytir ekki því að sú mynd, sem gögn um einkavæðingarferlið draga upp, er að reglur og viðmið hafi verið beygð og endurskoðuð til að koma mætti Landsbanka og Búnaðarbanka hvorum um sig í hendur fjárfestahópa sem voru þóknanlegir Sjálfstæðisflokknum annars vegar og Framsóknarflokknum hins vegar. Svo geta menn ráðið því hvort þeir kalla það pólitíska spillingu eða ekki. Það er jafnframt ein af meginályktunum Rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu hennar að með einkavæðingu bankanna hafi ríkið gefið tóninn fyrir eignarhald í fjármálageiranum og þess vegna hafi ekki verið hægt að taka í taumana þegar þriðja viðskiptablokkin náði yfirráðum í Glitni. Hið þrönga eignarhald var tvímælalaust eitt af því sem stuðlaði að falli bankakerfisins. Full ástæða er til að rannsaka einkavæðingarferlið ýtarlegar en gert hefur verið, ekki sízt til að geta forðazt að sömu mistök eigi sér stað þegar hlutur ríkisins í nýju bönkunum verður seldur, eins og til stendur á næstu árum. Framsóknarmenn ákveða sig líklega í dag hvort einhverjir úr þeirra hópi styðja þingsályktunartillöguna. Skúli Helgason sagði í Fréttablaðinu í gær að hann vænti ekki stuðnings við hana úr Sjálfstæðisflokknum. Það ætti þó að vera sjálfstæðismönnum, rétt eins og framsóknarmönnum, kappsmál að þessi kafli sögunnar verði skoðaður ofan í kjölinn og hverjum steini velt við. Það er einfaldlega hluti af nauðsynlegu og ókláruðu uppgjöri þessara flokka við fortíðina.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun