Hátíðleiki nær hámarki í kirkjunni 28. nóvember 2012 15:00 Sigurlaug ásamt sonunum sem ætla að hlýða á móður sína syngja jólin inn með Mótettukórnum klukkan sex á aðfangadag. MYND/STEFÁN Sigurlaug Vilbergsdóttir hefur sungið með Mótettukórnum í þrjú ár. Verkefni kórsins eru mörg í kringum jól og aðrar hátíðir og oft vandasamt að púsla kórstarfinu saman við fjölskyldulífið. Það gerir Sigurlaug þó með glöðu geði enda segir hún. Jólin eru komin á hærra og hátíðlegra plan eftir að ég byrjaði í kórnum. Ég átti drengina mína þrjá ansi skarpt og við maðurinn minn kölluðum fyrstu jólin eftir að þeir fæddust stundum grautarjól í gamni enda kom það fyrir að drengirnir vildu ekki borða jólamatinn og við enduðum á því að sjóða hafragraut. Hátíðleikinn fékk því oft að víkja fyrir umönnun og öðru stússi," segir Sigurlaug Vilbergsdóttir, þroskaþjálfi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Innra með Sigurlaugu hafði lengi leynst söngfugl. „Fyrir þremur árum sá ég auglýstar áheyrnarprufur fyrir Mótettukórinn og ákvað að drífa mig þrátt fyrir að hafa ekki mikla reynslu. Ég sagði engum frá en komst inn. Stjórnandi kórsins, Hörður Áskelsson, er frábær og gerir miklar kröfur og er kórinn afar mikils metinn. Ég hef því þurft að leggja hart að mér." Það er mikið um að vera hjá kórnum árið um kring en allra mest um jól. Kórinn tekur þátt í messum í Hallgrímskirkju ásamt því að halda eigin jólatónleika. „Við skiptum okkur niður í messuhópa og höfum reynt að skipta hátíðisdögunum á milli. Ég hef hingað til sungið í miðnæturmessu á aðfangadag, á jóladag, annan í jólum, gamlárs- og nýársdag en í ár syngur allur kórinn klukkan sex á aðfangadag. Kórinn fagnar þrjátíu ára afmæli í ár og því verður jólamessan sérstaklega vegleg," segir Sigurlaug og heldur áfram: „Ég hlakka mikið til og ætla að taka fjölskylduna með. Nú eru drengirnir orðnir stærri og ég legg mikið upp úr því að jólamessan verði að hefð og þeir upplifi hátíðleikann sem henni fylgir." Sigurlaug segir það hafa komið fyrir að hún hafi misst af jólaboðum. Hún telur það þó ekki eftir. „Það þarf vissulega að færa fórnir en þetta gefur svo mikið á móti. Fyrir mér eru æfingarnar og kórstarfið allt gæðastundir og fjölskyldan styður mig. Það verða allir að gera eitthvað fyrir sig." Í tilefni af þrjátíu ára afmæli kórsins verða jólatónleikarnir í ár sömuleiðis sérlega veglegir og sér Sigurlaug fram á stífar æfingar allan desember. „Við ætlum að flytja Jólaóratóríuna eftir J.S. Bach ásamt einsöngvurum úr fremstu röð og alþjóðlegri barokksveit. Hún hefur ekki verið flutt hér á landi í mörg ár og ríkir mikil tilhlökkun." Tónleikarnir verða haldnir í Hörpu 29. og 30. desember. - ve Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Þakkargjörð í sól og hita Jól Lystaukandi forréttir Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Svona gerirðu graflax Jól Frá ljósanna hásal Jól
Sigurlaug Vilbergsdóttir hefur sungið með Mótettukórnum í þrjú ár. Verkefni kórsins eru mörg í kringum jól og aðrar hátíðir og oft vandasamt að púsla kórstarfinu saman við fjölskyldulífið. Það gerir Sigurlaug þó með glöðu geði enda segir hún. Jólin eru komin á hærra og hátíðlegra plan eftir að ég byrjaði í kórnum. Ég átti drengina mína þrjá ansi skarpt og við maðurinn minn kölluðum fyrstu jólin eftir að þeir fæddust stundum grautarjól í gamni enda kom það fyrir að drengirnir vildu ekki borða jólamatinn og við enduðum á því að sjóða hafragraut. Hátíðleikinn fékk því oft að víkja fyrir umönnun og öðru stússi," segir Sigurlaug Vilbergsdóttir, þroskaþjálfi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Innra með Sigurlaugu hafði lengi leynst söngfugl. „Fyrir þremur árum sá ég auglýstar áheyrnarprufur fyrir Mótettukórinn og ákvað að drífa mig þrátt fyrir að hafa ekki mikla reynslu. Ég sagði engum frá en komst inn. Stjórnandi kórsins, Hörður Áskelsson, er frábær og gerir miklar kröfur og er kórinn afar mikils metinn. Ég hef því þurft að leggja hart að mér." Það er mikið um að vera hjá kórnum árið um kring en allra mest um jól. Kórinn tekur þátt í messum í Hallgrímskirkju ásamt því að halda eigin jólatónleika. „Við skiptum okkur niður í messuhópa og höfum reynt að skipta hátíðisdögunum á milli. Ég hef hingað til sungið í miðnæturmessu á aðfangadag, á jóladag, annan í jólum, gamlárs- og nýársdag en í ár syngur allur kórinn klukkan sex á aðfangadag. Kórinn fagnar þrjátíu ára afmæli í ár og því verður jólamessan sérstaklega vegleg," segir Sigurlaug og heldur áfram: „Ég hlakka mikið til og ætla að taka fjölskylduna með. Nú eru drengirnir orðnir stærri og ég legg mikið upp úr því að jólamessan verði að hefð og þeir upplifi hátíðleikann sem henni fylgir." Sigurlaug segir það hafa komið fyrir að hún hafi misst af jólaboðum. Hún telur það þó ekki eftir. „Það þarf vissulega að færa fórnir en þetta gefur svo mikið á móti. Fyrir mér eru æfingarnar og kórstarfið allt gæðastundir og fjölskyldan styður mig. Það verða allir að gera eitthvað fyrir sig." Í tilefni af þrjátíu ára afmæli kórsins verða jólatónleikarnir í ár sömuleiðis sérlega veglegir og sér Sigurlaug fram á stífar æfingar allan desember. „Við ætlum að flytja Jólaóratóríuna eftir J.S. Bach ásamt einsöngvurum úr fremstu röð og alþjóðlegri barokksveit. Hún hefur ekki verið flutt hér á landi í mörg ár og ríkir mikil tilhlökkun." Tónleikarnir verða haldnir í Hörpu 29. og 30. desember. - ve
Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Þakkargjörð í sól og hita Jól Lystaukandi forréttir Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Svona gerirðu graflax Jól Frá ljósanna hásal Jól