Merkislax í Krossá á Skarðsströnd 29. desember 2012 07:00 Hreisturflaga af hrygnunni langlífu og aldursgreining, bent er á fjögur gotmerki. Ummerki sjást í hreistri laxa um hrygningu, svokölluð gotmerki, vegna eyðingar hreistursins á jöðrum þeirra vegna uppsogs líkamans á kalki. Mynd/Veiðimálastofnun Vísindamenn á Veiðimálastofnun segja frá því merkilegu lífshlaupi hrygnu nokkurar í Krossá á Skarðsströnd sem sýnir okkur að ekki er neitt gefið þegar kemur að þessari merkisskepnu. Hrygnan náði að hrygna í fjórgagn og var mætt til hrygningar í fimmta skiptið þegar hún lét glepjast af agni veiðimanns, þá á tíunda aldursári. Þetta er með ólíkindum þar sem sjaldgæft er að sami laxinn nái að hrygna tvisvar hvað þá að ganga oft til hrygningar. Lax er fremur skammlíf fisktegund sem bæði nýtir ferskvatn og sjó á lífsferli sínum. Í íslenskum ám tekur það laxinn á bilinu 3 – 5 ár að ná gönguseiðastærð, en þá yfirgefa laxaseiðin árnar og hefja sjávardvöl sem tekur 1 – 2 ár, eða fram að þeim tíma er laxarnir verða kynþroska og halda heim í uppeldisárnar til hrygningar. Flestir laxar drepast veturinn eftir hrygningu en lítill hluti þeirra nær að ganga til sjávar og snúa aftur til hrygningar. Hlutdeild laxa sem áður hafa hrygnt er breytilegt milli vatnasvæða, en reyndist að meðaltali á bilinu 3 – 9,8% eins og rannsóknir hafa sýnt á hreistursgagnaröðum úr átta íslenskum ám (Halla Kjartansdóttir 2008). Almennt er lífshlaup íslenskra laxa því á bilinu fjögur til sjö ár. Í rannsóknum á hreistursýnum úr Krossá frá því í sumar kom fram hreistursýni af laxi, 75 sentimetra hrygnu sem var sjö pund að þyngd, en þrátt fyrir háan aldur náði fiskurinn ekki mikilli stærð, þar sem sjávardvölin eftir hverja hrygningu var stutt og orkan fer mest í að þroska kynkirtla á ný en lítið til vaxtar. Hrygnan klaktist út sem seiði sumarið 2003 og gekk í fyrsta sinn til sjávar vorið 2007 eftir fjögurra ára dvöl í ferskvatni. Haustið 2008 kom hún í fyrsta sinn til hrygningar sem eins árs lax úr sjó. Síðan hafði laxinn náð að lifa af hrygningu og ganga til sjávar á hverju ári, þar til 24. ágúst 2012, er langri ævi lauk. Gott er að hafa í huga að tilvist endurtekinnar hrygningar í laxastofnum eykur fjölbreytileika í lífssögu stofna, hámarkar endurheimtu þeirra og eykur stöðugleika stofnanna, eins og segir í grein Veiðimálastofnunar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Vísindamenn á Veiðimálastofnun segja frá því merkilegu lífshlaupi hrygnu nokkurar í Krossá á Skarðsströnd sem sýnir okkur að ekki er neitt gefið þegar kemur að þessari merkisskepnu. Hrygnan náði að hrygna í fjórgagn og var mætt til hrygningar í fimmta skiptið þegar hún lét glepjast af agni veiðimanns, þá á tíunda aldursári. Þetta er með ólíkindum þar sem sjaldgæft er að sami laxinn nái að hrygna tvisvar hvað þá að ganga oft til hrygningar. Lax er fremur skammlíf fisktegund sem bæði nýtir ferskvatn og sjó á lífsferli sínum. Í íslenskum ám tekur það laxinn á bilinu 3 – 5 ár að ná gönguseiðastærð, en þá yfirgefa laxaseiðin árnar og hefja sjávardvöl sem tekur 1 – 2 ár, eða fram að þeim tíma er laxarnir verða kynþroska og halda heim í uppeldisárnar til hrygningar. Flestir laxar drepast veturinn eftir hrygningu en lítill hluti þeirra nær að ganga til sjávar og snúa aftur til hrygningar. Hlutdeild laxa sem áður hafa hrygnt er breytilegt milli vatnasvæða, en reyndist að meðaltali á bilinu 3 – 9,8% eins og rannsóknir hafa sýnt á hreistursgagnaröðum úr átta íslenskum ám (Halla Kjartansdóttir 2008). Almennt er lífshlaup íslenskra laxa því á bilinu fjögur til sjö ár. Í rannsóknum á hreistursýnum úr Krossá frá því í sumar kom fram hreistursýni af laxi, 75 sentimetra hrygnu sem var sjö pund að þyngd, en þrátt fyrir háan aldur náði fiskurinn ekki mikilli stærð, þar sem sjávardvölin eftir hverja hrygningu var stutt og orkan fer mest í að þroska kynkirtla á ný en lítið til vaxtar. Hrygnan klaktist út sem seiði sumarið 2003 og gekk í fyrsta sinn til sjávar vorið 2007 eftir fjögurra ára dvöl í ferskvatni. Haustið 2008 kom hún í fyrsta sinn til hrygningar sem eins árs lax úr sjó. Síðan hafði laxinn náð að lifa af hrygningu og ganga til sjávar á hverju ári, þar til 24. ágúst 2012, er langri ævi lauk. Gott er að hafa í huga að tilvist endurtekinnar hrygningar í laxastofnum eykur fjölbreytileika í lífssögu stofna, hámarkar endurheimtu þeirra og eykur stöðugleika stofnanna, eins og segir í grein Veiðimálastofnunar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði