Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Karl Lúðvíksson skrifar 9. mars 2012 14:16 Hinn kyngimagnaði veiðistaður Steinbogi Mynd af www.veidimenn.com Árið 2011 jókst laxveiðin á Jöklu svæðinu um 62% frá fyrra ári og endaði laxveiðin í 565. Svæðið var veitt með 4 til 6 stöngum árið 2011. Samtals voru nýttir stangardagar 413 sem skiluðu 565 löxum eða 1,4 lax á hvern stangardag. Þegar verð veiðileyfa er tekið inn í mengið eru fá svæði eins ákjósalegur kostur fyrir veiðimenn hér á landi og Jökla. Verðið fer hæst í 39.800 kr. fyrir stangardaginn sumarið 2012 fyrir utan gistingu, líklegu ein bestu kaupin á „eyrinni" í laxveiði næsta sumar. Svæðið er óvenju fjölbreytt og náttúrufegur mikil. Aðal svæðið Jökla I samanstendur af Jöklu upp að Steinboga, Fögruhlíðará, Kaldá, Fossá og Laxá. Svæðið er stórt og rúmast vel um menn og því aukast líkurnar á hvíldum veiðistöðum. Einnig geta veiðimenn farið í æfintýraleit á efra svæðið Jöklu II sem samanstendur af Jöklu ofar og nokkrum hliðará, þær helstar Hrafnkeila og Hnefla. Meðalþyngd laxa 2011 var frábært og nokkrir risar slupp eftir viðureignir við veiðimenn með einhendur. Um 77% aflans var þyngri en 5 pund og 23,5% aflans var þyngri en 10 pund sem er frábært hlutfall. Silungsveiðin er einnig góð og þá helst sjóbleikjan í Fögruhlíðará, Jöklu og Kaldá. Einnig veiðast sjóbirtingar og staðbundnar bleikjur og urriðar í ánum. Meira á www.strengir.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Árið 2011 jókst laxveiðin á Jöklu svæðinu um 62% frá fyrra ári og endaði laxveiðin í 565. Svæðið var veitt með 4 til 6 stöngum árið 2011. Samtals voru nýttir stangardagar 413 sem skiluðu 565 löxum eða 1,4 lax á hvern stangardag. Þegar verð veiðileyfa er tekið inn í mengið eru fá svæði eins ákjósalegur kostur fyrir veiðimenn hér á landi og Jökla. Verðið fer hæst í 39.800 kr. fyrir stangardaginn sumarið 2012 fyrir utan gistingu, líklegu ein bestu kaupin á „eyrinni" í laxveiði næsta sumar. Svæðið er óvenju fjölbreytt og náttúrufegur mikil. Aðal svæðið Jökla I samanstendur af Jöklu upp að Steinboga, Fögruhlíðará, Kaldá, Fossá og Laxá. Svæðið er stórt og rúmast vel um menn og því aukast líkurnar á hvíldum veiðistöðum. Einnig geta veiðimenn farið í æfintýraleit á efra svæðið Jöklu II sem samanstendur af Jöklu ofar og nokkrum hliðará, þær helstar Hrafnkeila og Hnefla. Meðalþyngd laxa 2011 var frábært og nokkrir risar slupp eftir viðureignir við veiðimenn með einhendur. Um 77% aflans var þyngri en 5 pund og 23,5% aflans var þyngri en 10 pund sem er frábært hlutfall. Silungsveiðin er einnig góð og þá helst sjóbleikjan í Fögruhlíðará, Jöklu og Kaldá. Einnig veiðast sjóbirtingar og staðbundnar bleikjur og urriðar í ánum. Meira á www.strengir.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði