Helgarmaturinn - Salatblað fullt matar 9. mars 2012 14:30 Mynd/CoverMedia Vinsælasti fjölskyldurétturinn hjá Kríu, ritstjóra hjá Bókaútgáfunni SÖLKU „Það er einn réttur sem er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni en hingað til hefur hann ekki átt sér neitt nafn. En nú er tilefni til þess svo ég nefni hann hér með SALATBLAÐ, FULLT MATAR. Uppskriftin er einföld og rétturinn ljúffengur og hollur í þokkabót. Svo er líka skemmtilegt að borða hann og hægt að nota guðsgafflana jafnt sem hina." INNIHALD Kjúklingur (yfirleitt kaupi ég hann bara tilbúinn en stundum steiki ég líka bringur, fer eftir því hvað ég ætla að vera myndarleg.) 5 gulrætur 1 gulrófa 1 paprika 1 kúrbítur (Zucchini) sveppir og bara það grænmeti sem er til, mæli þó ekki með agúrku, hún er of vökvarík. Yfirleitt fer magnið af grænmeti eftir því hvað ég er með mikið kjúklingakjöt og það heppnast alltaf best að fara eftir áferðinni á blöndunni; hún ætti hvorki að vera of vökvakennd né of þurr. iceberg-salathaus plómusósa AÐFERÐ Fyrst set ég kjúklingakjötið í matvinnsluvél og tek það svo frá. Síðan tek ég allt grænmetið (nema iceberg-salatið) og það fer í matvinnsluvélina, sömu leið. Ég set kjúklinginn saman við grænmetið og snöggsteiki á pönnu í lítilli olíu (helst wok-pönnu). Því næst fletti ég blöðunum varlega af iceberg-salatinu og smyr hvert blað (og enga nísku hér) með plómusósu. Síðan skipti ég pönnusteiktu blöndunni niður á blöðin og vef þau saman. Það fer svo alveg eftir stemmningunni hvort við borðum þetta eins og „pylsu með öllu", eða notum hnífapör. Við erum plómusósu-aðdáendur svo oftar en ekki höfum við sósuna við höndina og bætum við eftir þörfum. Verði ykkur að góðu. Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Vinsælasti fjölskyldurétturinn hjá Kríu, ritstjóra hjá Bókaútgáfunni SÖLKU „Það er einn réttur sem er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni en hingað til hefur hann ekki átt sér neitt nafn. En nú er tilefni til þess svo ég nefni hann hér með SALATBLAÐ, FULLT MATAR. Uppskriftin er einföld og rétturinn ljúffengur og hollur í þokkabót. Svo er líka skemmtilegt að borða hann og hægt að nota guðsgafflana jafnt sem hina." INNIHALD Kjúklingur (yfirleitt kaupi ég hann bara tilbúinn en stundum steiki ég líka bringur, fer eftir því hvað ég ætla að vera myndarleg.) 5 gulrætur 1 gulrófa 1 paprika 1 kúrbítur (Zucchini) sveppir og bara það grænmeti sem er til, mæli þó ekki með agúrku, hún er of vökvarík. Yfirleitt fer magnið af grænmeti eftir því hvað ég er með mikið kjúklingakjöt og það heppnast alltaf best að fara eftir áferðinni á blöndunni; hún ætti hvorki að vera of vökvakennd né of þurr. iceberg-salathaus plómusósa AÐFERÐ Fyrst set ég kjúklingakjötið í matvinnsluvél og tek það svo frá. Síðan tek ég allt grænmetið (nema iceberg-salatið) og það fer í matvinnsluvélina, sömu leið. Ég set kjúklinginn saman við grænmetið og snöggsteiki á pönnu í lítilli olíu (helst wok-pönnu). Því næst fletti ég blöðunum varlega af iceberg-salatinu og smyr hvert blað (og enga nísku hér) með plómusósu. Síðan skipti ég pönnusteiktu blöndunni niður á blöðin og vef þau saman. Það fer svo alveg eftir stemmningunni hvort við borðum þetta eins og „pylsu með öllu", eða notum hnífapör. Við erum plómusósu-aðdáendur svo oftar en ekki höfum við sósuna við höndina og bætum við eftir þörfum. Verði ykkur að góðu.
Matur Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira