Að birta til hjá McIlroy - efstur eftir 2 daga í Memphis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 11:30 Rory McIlroy. Mynd/Nordic Photos/Getty Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira