Að birta til hjá McIlroy - efstur eftir 2 daga í Memphis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 11:30 Rory McIlroy. Mynd/Nordic Photos/Getty Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira