Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Svavar Hávarðsson skrifar 9. júní 2012 08:00 Innyfli bleikjunnar voru mjög ljót enda sýkingin á mjög háu stigi. Það er þó ekkert að því að borða bleikju þó vart verði við þessa sýkingu. Trausti Hafliðason Bleikja er einn albesti matfiskur sem hægt er að hugsa sér og það örvar alltaf munnvatnskirtlana þegar falleg bleikja liggur á árbakka. En lífríkið gefur manni ekki alltaf hinn fullkomna fisk, um það vitna ótal veiðisögur og ætla ég bara að segja ykkur eina örstutta. Fyrir mörgum árum hengdi bróðir minn urriðasláp í ónefndri á, og taldi hann sig nokkuð góðan þegar tröllið var á þurru eftir langa baráttu. Það var tekið að rökkva en þegar hann gekk nær skepnunni varð honum illa við. Samkvæmt hans frásögn var það ófrýnilegasti fiskur sem hefur verið dreginn á land á Íslandi. Ekki voga ég mér að rengja orð bróður míns, en hann er hámenntaður í líffræði fiska og eldi hvers konar. Sagan segir að hann hafi hringt á prest, svo illilega hafi fiskurinn horft á hann en Guðsmaðurinn mun hafa vænt hann um full mikla kærleika við Bakkus. Á endanum sendi hann víst veiði sína til færustu sérfræðinga þessa lands í öllu sem viðkemur hinu óvenjulega í heimi fiska, en fékk engin svör. Fiskurinn mun hafa verið brenndur undir eftirliti fulltrúa frá lögreglu. Ónefndur heimildarmaður Veiðivísis fullyrðir að þegar loksins fór að loga, hafi djöfullegur hlátur heyrst úr brennsluofninum. Nú bregður svo við að félagi minn veiddi afar væna bleikju í Úlfljótsvatni á dögunum. Þegar yfirritaður fletti upp á henni kviðnum, með vatnið í munninum, blasti við eitthvað sem ekki þótti venju samkvæmt. Eftir að í ljós kom að eitthvað var lifandi innra með blessuðum fiskinum var ákveðið að leggja öll áform um át á hilluna og ráðfæra sig við sérfræðing, eins og bróðir minn gerði forðum. Veiðivísir sendi myndir og nokkrar spurningar til Árna Kristmundssonar, fisksjúkdómafræðings hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Hér á eftir fara spurningar Veiðivísis og svör Árna, sem brást einkar vel við fyrirspurn um hvað lagst hafði á þennan fisk. Hvetjum við veiðimenn til að leita sér upplýsinga til okkar frábæru vísindamanna, þegar eitthvað ber fyrir augu sem þykir óvenjulegt á bakkanum. Hvað er hérna á ferðinni? „Hér er um að ræða mjög þekkta sýkingu í vatnafiskum. Inni í þessu hvítu hnúðum er bandormslirfa af tegundinni Diphyllobothrium (Diphyllobothrium ditremum eða Diphyllobothrium dendriticum). Miklar sýkingar valda samgróningum innri líffæra sem getur staðið fiskum fyrir þrifum. Annars eru þetta almennt taldar tiltölulega skaðlitlar sýkingar."Hver er lífsferill bandormsins? „Lífsferill ormsins krefst þriggja mismunandi hýsiltegunda. Fyrsta lirfustig finnst í smáum sviflægum krabbadýrum annað lirfustig í fiskum en lokahýslar eru ýmsar fuglategundir sem éta fisk. Í lokahýsli finnast fullorðinsstig ormsins og þar maka kynin sig og egg berast út í vatnið sem smita krabbadýrin." Er þetta alltaf svona greinilegt þegar fiskur er slægður? „Eftir myndum þínum að dæma er hér um nokkuð svæsnar sýkingar að ræða.Hvar er þessa sýkingu helst að finna? „Þessi sýking er eflaust meira og minna í öllum vötnum á Íslandi. Hún er mismikil bæði milli vatna auk þess sem mikill áramunur er á þessum sýkingum innan hvers vatns. Munurinn helgast að öllum líkindum mest af tilvist og fjölda millihýsla hverju sinni í og við vötnin, þ.e. fuglum sem éta fisk og krabbadýrum í vötnunum. Sýkingarnar eru að mestu bundnar við staðbundna silungastofna og lítið um þær í sjógengnum urriða og bleikju." En veiðimenn sem hafa víða farið hafa margir hverjir aldrei séð þetta áður. „Hvort sýkingin er meira áberandi í einhverjum ákveðnum vötnum þá er erfitt að fullyrða nokkuð þar um. Hafravatn er þó þekkt fyrir miklar sýkingar og í rannsókn sem við Sigurður H. Richter gerðum fyrir nokkrum árum voru þessar sýkingar mun meiri í Hafravatni en í Elliðavatni. Bleikjan er almennt meira sýkt en urriðinn sem væntanlega helgast af mismun í fæðuvali þar sem sýkingarnar eru fæðubornar. Sjálfur er ég stangveiðimaður og þar sem maður er vanur að rannsaka fisk stendur maður jafnan sjálfan sig að því að „sjúkdómsgreina" fiskinn sem maður slægir. Ég hef oft séð mikinn mun á sýkingum milli ára í sömu vötnum." Hafa veiðimenn oft samband við ykkur vegna þessa? „Á hverju ári fæ ég sambærilegar fyrirspurnir og frá þér, man sérstaklega eftir svæsinni sýkingu í bleikju úr Selvatni á Skaga árið 2009. Meginmálið er þó það að engin ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þessu. Þessar sýkingar hafa lengi verið hér og ekkert bendir til þess að þær séu að aukast eða valda fiskistofnum teljandi tjóni." En er þetta nothæfur matfiskur? „Þar sem sýkingarnar eru alfarið bundnar við kviðarhol og innri líffæri, og fara ekki í hold, er í góðu lagi að borða þennan fisk þótt hann sé á stundum ekki mjög lystugur að sjá." Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Bleikja er einn albesti matfiskur sem hægt er að hugsa sér og það örvar alltaf munnvatnskirtlana þegar falleg bleikja liggur á árbakka. En lífríkið gefur manni ekki alltaf hinn fullkomna fisk, um það vitna ótal veiðisögur og ætla ég bara að segja ykkur eina örstutta. Fyrir mörgum árum hengdi bróðir minn urriðasláp í ónefndri á, og taldi hann sig nokkuð góðan þegar tröllið var á þurru eftir langa baráttu. Það var tekið að rökkva en þegar hann gekk nær skepnunni varð honum illa við. Samkvæmt hans frásögn var það ófrýnilegasti fiskur sem hefur verið dreginn á land á Íslandi. Ekki voga ég mér að rengja orð bróður míns, en hann er hámenntaður í líffræði fiska og eldi hvers konar. Sagan segir að hann hafi hringt á prest, svo illilega hafi fiskurinn horft á hann en Guðsmaðurinn mun hafa vænt hann um full mikla kærleika við Bakkus. Á endanum sendi hann víst veiði sína til færustu sérfræðinga þessa lands í öllu sem viðkemur hinu óvenjulega í heimi fiska, en fékk engin svör. Fiskurinn mun hafa verið brenndur undir eftirliti fulltrúa frá lögreglu. Ónefndur heimildarmaður Veiðivísis fullyrðir að þegar loksins fór að loga, hafi djöfullegur hlátur heyrst úr brennsluofninum. Nú bregður svo við að félagi minn veiddi afar væna bleikju í Úlfljótsvatni á dögunum. Þegar yfirritaður fletti upp á henni kviðnum, með vatnið í munninum, blasti við eitthvað sem ekki þótti venju samkvæmt. Eftir að í ljós kom að eitthvað var lifandi innra með blessuðum fiskinum var ákveðið að leggja öll áform um át á hilluna og ráðfæra sig við sérfræðing, eins og bróðir minn gerði forðum. Veiðivísir sendi myndir og nokkrar spurningar til Árna Kristmundssonar, fisksjúkdómafræðings hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Hér á eftir fara spurningar Veiðivísis og svör Árna, sem brást einkar vel við fyrirspurn um hvað lagst hafði á þennan fisk. Hvetjum við veiðimenn til að leita sér upplýsinga til okkar frábæru vísindamanna, þegar eitthvað ber fyrir augu sem þykir óvenjulegt á bakkanum. Hvað er hérna á ferðinni? „Hér er um að ræða mjög þekkta sýkingu í vatnafiskum. Inni í þessu hvítu hnúðum er bandormslirfa af tegundinni Diphyllobothrium (Diphyllobothrium ditremum eða Diphyllobothrium dendriticum). Miklar sýkingar valda samgróningum innri líffæra sem getur staðið fiskum fyrir þrifum. Annars eru þetta almennt taldar tiltölulega skaðlitlar sýkingar."Hver er lífsferill bandormsins? „Lífsferill ormsins krefst þriggja mismunandi hýsiltegunda. Fyrsta lirfustig finnst í smáum sviflægum krabbadýrum annað lirfustig í fiskum en lokahýslar eru ýmsar fuglategundir sem éta fisk. Í lokahýsli finnast fullorðinsstig ormsins og þar maka kynin sig og egg berast út í vatnið sem smita krabbadýrin." Er þetta alltaf svona greinilegt þegar fiskur er slægður? „Eftir myndum þínum að dæma er hér um nokkuð svæsnar sýkingar að ræða.Hvar er þessa sýkingu helst að finna? „Þessi sýking er eflaust meira og minna í öllum vötnum á Íslandi. Hún er mismikil bæði milli vatna auk þess sem mikill áramunur er á þessum sýkingum innan hvers vatns. Munurinn helgast að öllum líkindum mest af tilvist og fjölda millihýsla hverju sinni í og við vötnin, þ.e. fuglum sem éta fisk og krabbadýrum í vötnunum. Sýkingarnar eru að mestu bundnar við staðbundna silungastofna og lítið um þær í sjógengnum urriða og bleikju." En veiðimenn sem hafa víða farið hafa margir hverjir aldrei séð þetta áður. „Hvort sýkingin er meira áberandi í einhverjum ákveðnum vötnum þá er erfitt að fullyrða nokkuð þar um. Hafravatn er þó þekkt fyrir miklar sýkingar og í rannsókn sem við Sigurður H. Richter gerðum fyrir nokkrum árum voru þessar sýkingar mun meiri í Hafravatni en í Elliðavatni. Bleikjan er almennt meira sýkt en urriðinn sem væntanlega helgast af mismun í fæðuvali þar sem sýkingarnar eru fæðubornar. Sjálfur er ég stangveiðimaður og þar sem maður er vanur að rannsaka fisk stendur maður jafnan sjálfan sig að því að „sjúkdómsgreina" fiskinn sem maður slægir. Ég hef oft séð mikinn mun á sýkingum milli ára í sömu vötnum." Hafa veiðimenn oft samband við ykkur vegna þessa? „Á hverju ári fæ ég sambærilegar fyrirspurnir og frá þér, man sérstaklega eftir svæsinni sýkingu í bleikju úr Selvatni á Skaga árið 2009. Meginmálið er þó það að engin ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þessu. Þessar sýkingar hafa lengi verið hér og ekkert bendir til þess að þær séu að aukast eða valda fiskistofnum teljandi tjóni." En er þetta nothæfur matfiskur? „Þar sem sýkingarnar eru alfarið bundnar við kviðarhol og innri líffæri, og fara ekki í hold, er í góðu lagi að borða þennan fisk þótt hann sé á stundum ekki mjög lystugur að sjá."
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði