Pistill: Mætum á leiki hjá afrekskonunum okkar 11. maí 2012 13:00 Grasið er orðið grænt og sumarið er á næsta leiti. Á sunnudaginn rúllar kvennaboltinn af stað með fimm leikjum í Pepsi deildinni. Bestu knattspyrnukonur landsins munu þá mætast á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Mosfellsbæ og í fyrsta sinn á Selfossi. Keppni í fyrstu deild hefst svo í vikunni eftir. Við stofnendur Félags Áhugafólks um Kvennaknattspyrnu viljum hvetja knattspyrnukonur og menn til að standa vel á bak við stúlkurnar okkar í sumar og mæta á leikina þeirra. Íslensk kvennaknattspyrna er að ganga í gegnum sitt mesta gullaldarskeið hingað til. Við eigum fulltrúa í bestu liðum Evrópu, eins og Margréti Láru í Potsdam og Þóru og Söru Björk í LdB Malmö og á annan tug atvinnumanna í greininni frá Noregi til Brasilíu. A landslið kvenna spilaði í fyrra til úrslita á einu sterkasta móti sem fyrirfinnst og stefnir ótrautt á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í annað skipti í röð. Yngri landsliðin hafa komist langt á alþjóðavísu undanfarin ár og er skemmst að minnast þess að U17 ára landsliðið var meðal þeirra fjögurra bestu í Evrópu fyrir ári síðan og var hársbreidd frá því að ná sama árangri í ár. Sprenging hefur orðið í yngri flokka starfi félaganna undanfarinn áratug. Símamótið dregur að sér á annað þúsund þátttakenda ár hvert og Herjólfur fyllist af efnilegum stelpum á leið á Pæjumót í byrjun júni. Góður árangur landsliðanna undanfarin ár hefur opnað augu ungra stúlkna fyrir því að þær eiga jafn mikið tilkall til alls þess sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða og strákarnir. Við sem stöndum að Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu ætlum að boða til funda tengdum leikjum í sumar fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í að breiða út boðskapinn. Það er hagsmunamál alls knattspyrnusamfélagsins að tryggja það að konur hafi jöfn tækifæri til knattspyrnuiðkunar og karlar. Við hvetjum fjölmiðla til að sinna þessum frábæru afrekskonum eins og þær eiga skilið. Við eigum að vera stolt af því sem konurnar okkar hafa afrekað hingað og hvetja þær áfram til enn betri verka. Það gerum við með því að mæta á leikina þeirra í sumar, styðja okkar lið og okkar stúlkur. Gleðilegt knattspyrnusumar f.h. Félags áhugafólks um kvennaknattspyrnu Daði Rafnsson www.kvennafotbolti.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Grasið er orðið grænt og sumarið er á næsta leiti. Á sunnudaginn rúllar kvennaboltinn af stað með fimm leikjum í Pepsi deildinni. Bestu knattspyrnukonur landsins munu þá mætast á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Mosfellsbæ og í fyrsta sinn á Selfossi. Keppni í fyrstu deild hefst svo í vikunni eftir. Við stofnendur Félags Áhugafólks um Kvennaknattspyrnu viljum hvetja knattspyrnukonur og menn til að standa vel á bak við stúlkurnar okkar í sumar og mæta á leikina þeirra. Íslensk kvennaknattspyrna er að ganga í gegnum sitt mesta gullaldarskeið hingað til. Við eigum fulltrúa í bestu liðum Evrópu, eins og Margréti Láru í Potsdam og Þóru og Söru Björk í LdB Malmö og á annan tug atvinnumanna í greininni frá Noregi til Brasilíu. A landslið kvenna spilaði í fyrra til úrslita á einu sterkasta móti sem fyrirfinnst og stefnir ótrautt á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í annað skipti í röð. Yngri landsliðin hafa komist langt á alþjóðavísu undanfarin ár og er skemmst að minnast þess að U17 ára landsliðið var meðal þeirra fjögurra bestu í Evrópu fyrir ári síðan og var hársbreidd frá því að ná sama árangri í ár. Sprenging hefur orðið í yngri flokka starfi félaganna undanfarinn áratug. Símamótið dregur að sér á annað þúsund þátttakenda ár hvert og Herjólfur fyllist af efnilegum stelpum á leið á Pæjumót í byrjun júni. Góður árangur landsliðanna undanfarin ár hefur opnað augu ungra stúlkna fyrir því að þær eiga jafn mikið tilkall til alls þess sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða og strákarnir. Við sem stöndum að Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu ætlum að boða til funda tengdum leikjum í sumar fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í að breiða út boðskapinn. Það er hagsmunamál alls knattspyrnusamfélagsins að tryggja það að konur hafi jöfn tækifæri til knattspyrnuiðkunar og karlar. Við hvetjum fjölmiðla til að sinna þessum frábæru afrekskonum eins og þær eiga skilið. Við eigum að vera stolt af því sem konurnar okkar hafa afrekað hingað og hvetja þær áfram til enn betri verka. Það gerum við með því að mæta á leikina þeirra í sumar, styðja okkar lið og okkar stúlkur. Gleðilegt knattspyrnusumar f.h. Félags áhugafólks um kvennaknattspyrnu Daði Rafnsson www.kvennafotbolti.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira