Einar Þorvarðarson: Get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 09:42 Mynd / Vilhelm Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað. Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Eftir ákvörðun hollenska handknattleikssambandsins að halda ekki Evrópumót kvenna í handknattleik sem fara á fram í desember gæti hafa opnast möguleiki fyrir íslenska landsliðið að spila í lokakeppninni þrátt fyrir allt. Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki gefið út hvað verði um sæti Hollendinga á mótinu. Sem gestgjafar fékk þjóðin sjálfkrafa sæti á mótinu en óvíst er hvað verður um það. „Ég get ekki ímyndað mér að Holland haldi sæti sínu. Það fyndist mér óeðlilegt. Þeir spiluðu ekki í forkeppninni og fengu farseðilinn á mótið sem gestgjafar. Mér fyndist skrýtið að þeir héldu sætinu þótt keppnin yrði haldin í öðru landi," segir Einar Þorvarðarson framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands. Ísland er með bestan árangur þeirra liða í undankeppninni sem komust ekki á Evrópumótið. Ísland fékk sex stig líkt og Pólverjar en er með betri markatölu. „Það er auðvitað þar sem við stöndum vel. Við höfum sex stig líkt og Pólverjar og með bestan árangur af þeim liðum sem komust ekki inn. Við yrðum því líklega fyrsta þjóð til að koma inn þ.e. ef þjóð, sem hefur tryggt sér sæti á mótinu, mun halda það," segir Einar. „Svo gæti farið að þjóð myndi halda keppnina sem hefði ekki tryggt sér sæti á mótinu. Þá myndi sætið væntanlega flytjast þangað," segir Einar. Menn velta fyrir sér hvort Ísland gæti ekki klárað dæmið með því að halda mótið. Einar segir ýmislegt standa í vegi fyrir því eins og staðan sé nú. „Það eru ekki til íþróttahús á Íslandi sem uppfylla kröfurnar. Það þarf að spila riðlana í 3-4 þúsund manna húsum og úrslitaleikinn í tíu þúsund manna höllum. Því þyrfti í það minnsta að breyta. Við heyrðum fyrst af þessu í gær og komum til með að skoða þessi mál nánar," segir Einar. Svo virðist sem breytingar á stjórn hollenska handknattleikssambandins hafi haft sitt að segja í ákvörðun Hollendinga en einnig hafi kostnaður haft mikil áhrif. Brugðið getur til beggja vona þegar stórmót eru haldin og veit Einar um gott dæmi þess efnis. „Evrópumótið 2010 var haldið í Danmörku og Noregi. Undanriðlarnir voru spilaðir í Danmörku annars vegar og Noregi hins vegar. Milliriðlarnir, undanúrslit og úrslitin voru svo spiluð í Danmörku. Norðmenn töpuðu mjög háum fjárhæðum á mótinu á meðan Danir skiluðu hagnaði," segir Einar. Fréttatilkynningar er að vænta frá evrópska handknattleikssambandinu innan tíðar. Draga átti í riðla í lokakeppninni í Rotterdam á morgun en drættinum hefur verið frestað.
Tengdar fréttir Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Holland hættir við að halda EM kvenna í handbolta Evrópska handknattleikssambandið, EHF, greinir frá því að Holland hafi hætt við að halda Evrópumótið í handknattleik kvenna sem fara átti fram í desember. 5. júní 2012 00:01