Áhrifamáttur útnárans Þóroddur Bjarnason skrifar 14. ágúst 2012 20:00 Verkið Það á að gróðursetja öll tré á Íslandi eftir Jónu Hlíf. Af sýningunni Glóbal-Lókal á Listasafni Akureyrar. Myndlist. Glóbal-Lókal á Listasafni Akureyrar. Dr. Hlynur Helgason sýningarstjóri segir í sýningarskrá að sýningin sé skoðun á lókalnum, heimabænum eða hinu staðbundna, gagnvart umheiminum og áhrifamiðjum hans og spennunni sem myndast þarna á milli. Í þessu tilviki er Akureyri lókallinn. Í yfirfærðri mynd þá fjallar sýningin um það litla gagnvart hinu stóra, Davíð og Golíat, en einnig má segja að sjálf sjálfsmynd einstaklingsins sé hér til skoðunar, og þar á meðal sjálfsmynd Íslendinga. Hlynur ræðir sérstaklega um listheiminn sem kerfi og kynnir hugmyndir um það hvernig listamenn og listsköpun á útnárum eins og Akureyri geti haft áhrif innan kerfisins rétt eins og þeir sem búa í eða nær áhrifamiðjum. Þetta er auðvitað byggt á hugsjón eins og Hlynur segir í skránni, og er draumsýn, en stappar stálinu í listamenn á jaðarsvæðum. Sex listamenn taka þátt í sýningunni sem allir hafa bæði náin tengsl við Akureyri og út í heim. Jóní Jónsdóttir stillir upp Gosa spýtukerlingu á móti Gosa spýtukarli. Kvenkyns brúðan segist vera Akureyringur, og nef hennar lengist, en eins og menn þekkja úr ævintýrinu um Gosa þá lengdist nefið á honum þegar hann sagði ósatt. Þetta er einfalt og sterkt verk hjá Jóní sem spyr spurninga um það hver maður er og hversu mikilvægt það sé að eiga fastan viðurkenndan stað í tilverunni. Talan 150 kemur við sögu í nokkrum verkum á sýningunni en þar er verið að vísa til 150 ára afmælis Akureyrarbæjar, en sýningin er hugsuð sem sérstakt framlag Sjónlistamiðstöðvarinnar, sem Listasafn Akureyrar tilheyrir, til afmælisins. Hlynur Hallsson notar töluna sem útgangspunkt í tveimur verkum. Í textaverki á vegg er hann með þrjá fundna texta sem hann spreyjar á vegg sem allir hafa töluna 150 í sér og horft er fram og aftur í tíma. Á veggnum á móti er hann með 150 myndir af Akureyri. Á hverja þeirra er skrifuð staðsetning eða kennileiti á Akureyri, en að öðru leyti eru myndirnar auðar. Á borði til hliðar býðst fólki að teikna mynd frá Akureyri, en 150 áhugaverðustu myndirnar verða síðan valdar í bók sem gefa á út. Þetta er mjög lókalt verk, en auðar teikningarnar á veggnum búa til skrýtna spennu. Í öðrum sal er svo orðið '' Frábært'' ritað með spreybrúsa á þremur tungumálum á pappír. Er þetta kaldhæðni, eða er bara allt frábært? Áhorfandinn þarf að burðast með þær vangaveltur út af sýningunni. Jóna Hlíf notar rithöfundinn Jón Sveinsson - Nonna, einn þekktasta son Akureyrar, sem útgangspunkt í tveimur verkum. Í vídeóverki les Garðar Thór Cortes, sem lék Nonna í sjónvarpsmyndum um Nonna og Manna fyrir mörgum árum, texta eftir Nonna á meðan Jóna makar svörtum lit framan í sig þar til hún lítur út eins og trúður, eða teiknimyndahundur, og í öðru verki fullyrðir hún að Nonni hafi ekki orðið hamingjusamur á Akureyri, sem varpar þeirri áleitnu spurningu um leið til áhorfandans hvort að hamingjuna sé yfirhöfuð að finna á Akureyri. Nonni er einhvern veginn aðeins of stórt nafn hér, og listamaðurinn "Nonnar" yfir sig í þeirri viðleitni að bræða Nonna saman við hugmynd sýningarinnar. Verk hennar Þú siglir aldrei til sama lands er hins vegar einfalt og sterkast af verkum hennar á sýningunni og fær mann til að hugsa inn á við. Víst siglum við oft til sama lands! En tíminn líður, allt breytist og staður getur orðið nýr eða öðruvísi í hvert sinn sem siglt er til hans. Baldvin Ringsted notar tónlist og tónlistartengingar í verkum sínum. Hann sker spegla og myndir í sundur og raðar saman aftur í nýjan takt. Í stigagangi er harðsoðið konsepthljóðverk þar sem hann er búinn að endurvinna lagið Halló Akureyri, keyra það 150 sinnum (150 ára afmælið hér aftur á ferð) í gegnum hugbúnað sem þjappar það, bjagar og hægir á því þar til það verður harla óþekkjanlegt. Það besta við verk Baldvins almennt á sýningunni er að þau eru persónuleg. Endurlit til diskótímans og endurlit til dauðarokkstímans eru sannfærandi, og það að listamaðurinn býr erlendis hjálpar honum að ná taki á Glóbal-Lókal-hugmyndinni. Níels Hafstein fer með okkur í ferðalag til heimsborganna Parísar og New York með því að birta helstu kennileiti þeirra borga í formi pappírsmódela og módelaleiðbeininga. Í miðjunni er svo húsgrind sem á að tákna Akureyri. Þarna má segja að sé á bókstaflegan hátt verið að tækla Glóbal-Lókal hugmyndina. Akureyri er þarna sem opinn strúktúr, kannski opið kerfi, eins og segir í sýningarskrá, sem má segja að tákni þá óvissu eða opnu spurningu um það hvað Akureyri þýðir fyrir heiminn, á meðan New York og París eru fyrir löngu komnar með ríka merkingu í heims- og listsögulegu tilliti. Í safninu öllu heyrist lagið Fly Me to the Moon sönglað af myndlistarmanninum Örnu Valsdóttur í verkinu Himmel über Berlin, sem er tilvísun í mynd Wim Wenders þar sem englar fylgjast með lífi íbúa í Austur- og Vestur-Berlín undir lok kalda stríðsins. Myndbandið er í tveimur hlutum, í öðru þeirra er óstöðugri myndavél beint upp í himininn og hönd kemur inn í mynd sem er að reyna að snerta himininn. Í hinu myndbandinu gengur listamaðurinn lengra og flýgur upp í loftið í flugvél til að komast enn nær draumnum. Þráin eftir því að flýja frá heimabænum er hér túlkuð á nokkuð seiðandi hátt og löngunin í að komast í snertingu við himininn og hið himneska. Það er angurværð yfir þessu, verkið er persónulegt og lýsir væntingum og þrám, en skorar einnig á mann að teygja sig lengra og sætta sig ekki við neitt minna en háleitustu markmið. Niðurstaða: Metnaðarfull sýning sem líður fyrir að reyna að gera of margt í einu. Er meira lókal en glóbal. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Myndlist. Glóbal-Lókal á Listasafni Akureyrar. Dr. Hlynur Helgason sýningarstjóri segir í sýningarskrá að sýningin sé skoðun á lókalnum, heimabænum eða hinu staðbundna, gagnvart umheiminum og áhrifamiðjum hans og spennunni sem myndast þarna á milli. Í þessu tilviki er Akureyri lókallinn. Í yfirfærðri mynd þá fjallar sýningin um það litla gagnvart hinu stóra, Davíð og Golíat, en einnig má segja að sjálf sjálfsmynd einstaklingsins sé hér til skoðunar, og þar á meðal sjálfsmynd Íslendinga. Hlynur ræðir sérstaklega um listheiminn sem kerfi og kynnir hugmyndir um það hvernig listamenn og listsköpun á útnárum eins og Akureyri geti haft áhrif innan kerfisins rétt eins og þeir sem búa í eða nær áhrifamiðjum. Þetta er auðvitað byggt á hugsjón eins og Hlynur segir í skránni, og er draumsýn, en stappar stálinu í listamenn á jaðarsvæðum. Sex listamenn taka þátt í sýningunni sem allir hafa bæði náin tengsl við Akureyri og út í heim. Jóní Jónsdóttir stillir upp Gosa spýtukerlingu á móti Gosa spýtukarli. Kvenkyns brúðan segist vera Akureyringur, og nef hennar lengist, en eins og menn þekkja úr ævintýrinu um Gosa þá lengdist nefið á honum þegar hann sagði ósatt. Þetta er einfalt og sterkt verk hjá Jóní sem spyr spurninga um það hver maður er og hversu mikilvægt það sé að eiga fastan viðurkenndan stað í tilverunni. Talan 150 kemur við sögu í nokkrum verkum á sýningunni en þar er verið að vísa til 150 ára afmælis Akureyrarbæjar, en sýningin er hugsuð sem sérstakt framlag Sjónlistamiðstöðvarinnar, sem Listasafn Akureyrar tilheyrir, til afmælisins. Hlynur Hallsson notar töluna sem útgangspunkt í tveimur verkum. Í textaverki á vegg er hann með þrjá fundna texta sem hann spreyjar á vegg sem allir hafa töluna 150 í sér og horft er fram og aftur í tíma. Á veggnum á móti er hann með 150 myndir af Akureyri. Á hverja þeirra er skrifuð staðsetning eða kennileiti á Akureyri, en að öðru leyti eru myndirnar auðar. Á borði til hliðar býðst fólki að teikna mynd frá Akureyri, en 150 áhugaverðustu myndirnar verða síðan valdar í bók sem gefa á út. Þetta er mjög lókalt verk, en auðar teikningarnar á veggnum búa til skrýtna spennu. Í öðrum sal er svo orðið '' Frábært'' ritað með spreybrúsa á þremur tungumálum á pappír. Er þetta kaldhæðni, eða er bara allt frábært? Áhorfandinn þarf að burðast með þær vangaveltur út af sýningunni. Jóna Hlíf notar rithöfundinn Jón Sveinsson - Nonna, einn þekktasta son Akureyrar, sem útgangspunkt í tveimur verkum. Í vídeóverki les Garðar Thór Cortes, sem lék Nonna í sjónvarpsmyndum um Nonna og Manna fyrir mörgum árum, texta eftir Nonna á meðan Jóna makar svörtum lit framan í sig þar til hún lítur út eins og trúður, eða teiknimyndahundur, og í öðru verki fullyrðir hún að Nonni hafi ekki orðið hamingjusamur á Akureyri, sem varpar þeirri áleitnu spurningu um leið til áhorfandans hvort að hamingjuna sé yfirhöfuð að finna á Akureyri. Nonni er einhvern veginn aðeins of stórt nafn hér, og listamaðurinn "Nonnar" yfir sig í þeirri viðleitni að bræða Nonna saman við hugmynd sýningarinnar. Verk hennar Þú siglir aldrei til sama lands er hins vegar einfalt og sterkast af verkum hennar á sýningunni og fær mann til að hugsa inn á við. Víst siglum við oft til sama lands! En tíminn líður, allt breytist og staður getur orðið nýr eða öðruvísi í hvert sinn sem siglt er til hans. Baldvin Ringsted notar tónlist og tónlistartengingar í verkum sínum. Hann sker spegla og myndir í sundur og raðar saman aftur í nýjan takt. Í stigagangi er harðsoðið konsepthljóðverk þar sem hann er búinn að endurvinna lagið Halló Akureyri, keyra það 150 sinnum (150 ára afmælið hér aftur á ferð) í gegnum hugbúnað sem þjappar það, bjagar og hægir á því þar til það verður harla óþekkjanlegt. Það besta við verk Baldvins almennt á sýningunni er að þau eru persónuleg. Endurlit til diskótímans og endurlit til dauðarokkstímans eru sannfærandi, og það að listamaðurinn býr erlendis hjálpar honum að ná taki á Glóbal-Lókal-hugmyndinni. Níels Hafstein fer með okkur í ferðalag til heimsborganna Parísar og New York með því að birta helstu kennileiti þeirra borga í formi pappírsmódela og módelaleiðbeininga. Í miðjunni er svo húsgrind sem á að tákna Akureyri. Þarna má segja að sé á bókstaflegan hátt verið að tækla Glóbal-Lókal hugmyndina. Akureyri er þarna sem opinn strúktúr, kannski opið kerfi, eins og segir í sýningarskrá, sem má segja að tákni þá óvissu eða opnu spurningu um það hvað Akureyri þýðir fyrir heiminn, á meðan New York og París eru fyrir löngu komnar með ríka merkingu í heims- og listsögulegu tilliti. Í safninu öllu heyrist lagið Fly Me to the Moon sönglað af myndlistarmanninum Örnu Valsdóttur í verkinu Himmel über Berlin, sem er tilvísun í mynd Wim Wenders þar sem englar fylgjast með lífi íbúa í Austur- og Vestur-Berlín undir lok kalda stríðsins. Myndbandið er í tveimur hlutum, í öðru þeirra er óstöðugri myndavél beint upp í himininn og hönd kemur inn í mynd sem er að reyna að snerta himininn. Í hinu myndbandinu gengur listamaðurinn lengra og flýgur upp í loftið í flugvél til að komast enn nær draumnum. Þráin eftir því að flýja frá heimabænum er hér túlkuð á nokkuð seiðandi hátt og löngunin í að komast í snertingu við himininn og hið himneska. Það er angurværð yfir þessu, verkið er persónulegt og lýsir væntingum og þrám, en skorar einnig á mann að teygja sig lengra og sætta sig ekki við neitt minna en háleitustu markmið. Niðurstaða: Metnaðarfull sýning sem líður fyrir að reyna að gera of margt í einu. Er meira lókal en glóbal.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira