Íslenski boltinn

Elín Metta tryggði sér gullskóinn á færri mínútum spiluðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Valskonan Elín Metta Jensen skoraði tvívegis í 4-4 jafntefli gegn Aftureldingu í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Mörkin tryggðu Elínu Mettu gullskóinn.

Sandra María Jessen hafði eins marks forskot á Elínu Mettu fyrir leiki dagsins. Sandra María skoraði eitt mark í 2-1 sigri Þórs/KA gegn Fylki og skoraði því 18 mörk í sumar líkt og Elín Metta.

Elín Metta spilaði hins vegar færri mínútur í sumar en Sandra María sem ræður því að gullskórinn er hennar. Sandra María fær silfurskóinn og bronsskórinn fellur í hlut Hörpu Þorsteinsdóttur hjá Stjörnunni sem skoraði tvö mörk í dag og samtals 17 mörk í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×