Lenti í eldgosi í miðri veiði 8. september 2012 11:47 Í Tungulæk. Ólafur og félagar urðu innlyksa þegar það byrjaði að gjósa í Grímsvötnum í fyrra en þá voru þeir við veiðar í Tungulæk. Ólafur Stefánsson, gullsmiður og matreiðslumaður, hefur farið í þrettán veiðiferðir hið minnsta það sem af er þessu ári. Hann fék 84 sentimetra hæng í Elliðaánum á mánudaginn var eftir rifrildi við bróður sinn og sigldi yfir Hraunsfjörðinn á sjókajak áður en hóf veiðar og upplestur upp úr verkjum Hemingways.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Byrjaði að kasta spún og maðk sem stráklingur og að veiða marhnút, ufsa og kola á Hafnarfjarðarbryggju.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Hafnarfjarðarhöfnin, og svo í Hlíðavatni.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Aðallega flugustöng og haglabyssu.Fyrsti flugufiskurinn? Held að það hafi verið sjóbleikja í Staðará í Steingrímsfirði.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Ég veiði allt, skemmtilegast að veiða urriða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu.Eftirminnilegasti fiskurinn? Þeir eru tveir. Slýurriðinn í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Barðist í hálftíma við lítinn titt sem hafði safnað á sig slýi, ég hélt að ég væri með 10 punda fisk en hann reyndist vera pund. Maríulaxinn í Laxá í Dölum og svo er mér ofarlega í huga 84 cm laxahængur úr Elliðaánum ssem ég fékk síðasta mánudag.Straumvatn eða stöðuvötn? Skemmtilegast að veiða á þurrflugu í ám, en hef mjög gaman af afslappaðri vatnaveiði á spegilséttu með fiskinn allt í kringum þig.Uppáhalds áin/vatnið? Laxá í Mývatnssveit, efsta svæðið og svo sama á nema niðrí Aðaldal á laxasvæðinu.Uppáhalds veiðistaðirnir? Vörðuflói í Laxá og Botnavík í Hlíðavatni.Veiða/sleppa. Skoðun þín? Sleppa þar sem það á við. Hirða allt sem þú getur þar sem það á við.Uppáhalds flugurnar? Black ghost, nobler. Black gnat. Royal wolf. Krókurinn, Alma rún. Pheasant tail. Svo í laxinum eru það helst litlu hitchtúburnar, bluer charm, green but. og minni flugur, þyngdar og óþyngdar.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Vorveiði í Hlíðavatni. Laxá í Suður-Þing. Urriði í Þingvallavatni. Hólá við Laugavatn. Er ennþá að leita að uppáhalds laxveiðiánni minni.Hvar á að veiða í sumar? Hlíðavatn, Þingvallavatn, Þóristaðavatn, Urriðakotsvatn, Fiskilækur, Hraunsfjörður, Baulárvallarvatn, Staðará í Steingrímsfirði, Jökla og árnar á jökulsvæðinu, Laxá á Skógarströnd, Elliðarárnar, Laxá í S-Þingeyjarsýslu og ábyggilega eitthvað sem ég er að gleyma.Álit á þróun stangveiði á Íslandi? Leiðinlegt með verðið á þessu. Kostar orðið svo mikið að fara í góða silungaveiði. Það er komið laxaverð á betri silungsveiðiárnar. Leigutakar ánna einblína bara á útlendinginn, hvimleitt. Annars eru faldir möguleikar á góðri veiði hér og þar ef maður leitar, þýðir ekkert að horfa bara á verðmiðann á stóru ánum og grenja.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Það eru náttúrulega F-in þrjú. Fiskurinn, félagsskapurinn og fyllerýið (haha).Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Ég heyrði um eina góða hefð hjá einum veiðihópnum. Ef maður veiðir ekkert í túrnum þá þarf maður að skottast undir bíl og liggja þar í korter.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Hverjir? Undir sérstöku nafni? Já, ég er eiginlega í of mörgum grúppum. Hugrenning, Hemingveiðifélagið, svo er ég í tveimur skotveiðifélögum; Die hard og Massachusets-shooters. Svo þarf maður náttúrlega að veiða með öllum hinum vinum sínum.Veiðisagan...? Hef átt nokkra góða túra í sumar. Fórum í góðan túr í Hraunsfjörðinn við strákarnir í Hemingveiðifélaginu. Silgdum yfir Hraunsfjörðinn á sjókajökum, gistum undir tarpi, opið tjald, rétt við hraunið og veiddum bleikjur og flundrur um nóttina, lásum valda kafla frá Hemingway og holugrilluðum læri, fiskurinn var vakandi útum allt. Svo er það fiskurinn sem ég veiddi á mánudaginn á Hrauninu í Elliðaránum. 84 cm hængur. Hann tók micro-Hitchtúbu á pínulitinn krók. Ég var með 7 punda taum. og stöng númer 5. Bróðir minn var með mér og við lentum í smá rifrildi um það hver ætti að byrja. Ég vildi að hann byrjaði en hann vildi að ég byrjaði, á endanum gaf ég mig og fiskurinn tók í þriðja kasti. Bingó! Svo lentum við í eldgosi þegar við vorum að veiða í Tungulæk í fyrra. Þá byrjaði að gjósa í Grímsvötnum og við vorum fastir þar í heilan sólarhring. Stangveiði Mest lesið Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði
Ólafur Stefánsson, gullsmiður og matreiðslumaður, hefur farið í þrettán veiðiferðir hið minnsta það sem af er þessu ári. Hann fék 84 sentimetra hæng í Elliðaánum á mánudaginn var eftir rifrildi við bróður sinn og sigldi yfir Hraunsfjörðinn á sjókajak áður en hóf veiðar og upplestur upp úr verkjum Hemingways.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Byrjaði að kasta spún og maðk sem stráklingur og að veiða marhnút, ufsa og kola á Hafnarfjarðarbryggju.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Hafnarfjarðarhöfnin, og svo í Hlíðavatni.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Aðallega flugustöng og haglabyssu.Fyrsti flugufiskurinn? Held að það hafi verið sjóbleikja í Staðará í Steingrímsfirði.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Ég veiði allt, skemmtilegast að veiða urriða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu.Eftirminnilegasti fiskurinn? Þeir eru tveir. Slýurriðinn í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Barðist í hálftíma við lítinn titt sem hafði safnað á sig slýi, ég hélt að ég væri með 10 punda fisk en hann reyndist vera pund. Maríulaxinn í Laxá í Dölum og svo er mér ofarlega í huga 84 cm laxahængur úr Elliðaánum ssem ég fékk síðasta mánudag.Straumvatn eða stöðuvötn? Skemmtilegast að veiða á þurrflugu í ám, en hef mjög gaman af afslappaðri vatnaveiði á spegilséttu með fiskinn allt í kringum þig.Uppáhalds áin/vatnið? Laxá í Mývatnssveit, efsta svæðið og svo sama á nema niðrí Aðaldal á laxasvæðinu.Uppáhalds veiðistaðirnir? Vörðuflói í Laxá og Botnavík í Hlíðavatni.Veiða/sleppa. Skoðun þín? Sleppa þar sem það á við. Hirða allt sem þú getur þar sem það á við.Uppáhalds flugurnar? Black ghost, nobler. Black gnat. Royal wolf. Krókurinn, Alma rún. Pheasant tail. Svo í laxinum eru það helst litlu hitchtúburnar, bluer charm, green but. og minni flugur, þyngdar og óþyngdar.Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Vorveiði í Hlíðavatni. Laxá í Suður-Þing. Urriði í Þingvallavatni. Hólá við Laugavatn. Er ennþá að leita að uppáhalds laxveiðiánni minni.Hvar á að veiða í sumar? Hlíðavatn, Þingvallavatn, Þóristaðavatn, Urriðakotsvatn, Fiskilækur, Hraunsfjörður, Baulárvallarvatn, Staðará í Steingrímsfirði, Jökla og árnar á jökulsvæðinu, Laxá á Skógarströnd, Elliðarárnar, Laxá í S-Þingeyjarsýslu og ábyggilega eitthvað sem ég er að gleyma.Álit á þróun stangveiði á Íslandi? Leiðinlegt með verðið á þessu. Kostar orðið svo mikið að fara í góða silungaveiði. Það er komið laxaverð á betri silungsveiðiárnar. Leigutakar ánna einblína bara á útlendinginn, hvimleitt. Annars eru faldir möguleikar á góðri veiði hér og þar ef maður leitar, þýðir ekkert að horfa bara á verðmiðann á stóru ánum og grenja.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Það eru náttúrulega F-in þrjú. Fiskurinn, félagsskapurinn og fyllerýið (haha).Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Ég heyrði um eina góða hefð hjá einum veiðihópnum. Ef maður veiðir ekkert í túrnum þá þarf maður að skottast undir bíl og liggja þar í korter.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Hverjir? Undir sérstöku nafni? Já, ég er eiginlega í of mörgum grúppum. Hugrenning, Hemingveiðifélagið, svo er ég í tveimur skotveiðifélögum; Die hard og Massachusets-shooters. Svo þarf maður náttúrlega að veiða með öllum hinum vinum sínum.Veiðisagan...? Hef átt nokkra góða túra í sumar. Fórum í góðan túr í Hraunsfjörðinn við strákarnir í Hemingveiðifélaginu. Silgdum yfir Hraunsfjörðinn á sjókajökum, gistum undir tarpi, opið tjald, rétt við hraunið og veiddum bleikjur og flundrur um nóttina, lásum valda kafla frá Hemingway og holugrilluðum læri, fiskurinn var vakandi útum allt. Svo er það fiskurinn sem ég veiddi á mánudaginn á Hrauninu í Elliðaránum. 84 cm hængur. Hann tók micro-Hitchtúbu á pínulitinn krók. Ég var með 7 punda taum. og stöng númer 5. Bróðir minn var með mér og við lentum í smá rifrildi um það hver ætti að byrja. Ég vildi að hann byrjaði en hann vildi að ég byrjaði, á endanum gaf ég mig og fiskurinn tók í þriðja kasti. Bingó! Svo lentum við í eldgosi þegar við vorum að veiða í Tungulæk í fyrra. Þá byrjaði að gjósa í Grímsvötnum og við vorum fastir þar í heilan sólarhring.
Stangveiði Mest lesið Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði