Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 31-22 | Fjórða tap meistaranna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 14:38 Nordic Photos / Getty Images ÍR-ingar unnu öruggan níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK, 31-22, í leik liðanna í Austurbergi í 7. umferð N1 deildar karla í handbolta. ÍR-liðið stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og sóknarleikur meistaranna var afar vandræðalegur síðustu 20 mínútur leiksins sem ÍR vann 12-4. Ingimundur Ingimundarson sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið og fór á kostum í liði ÍR í sókn og vörn. Kristófer Fannar Guðmundsson varði síðan frábærlega í markinu en HK-ingar fundu nær enga leiðir framhjá honum í seinni hálfleiknum. HK er nú búið að tapa fjórum deildarleikjum í röð og róðurinn er þungur þessa dagana hjá Kristni Guðmundssyni og lærisveinum hans í HK sem komu mörgum á óvart með góðri byrjun í vetur. Það var lítið um varnir í upphafi leiks og bæði lið skoruðu að því virtist í hverri sókn fyrstu þrettán mínútur leiksins þar sem alls 18 mörk litu dagsins ljós. Varnarleikurinn var hinsvegar í aðalhlutverki síðustu 17 mínútur hálfleiksins þar sem mörkin voru bara 7. ÍR-ingar hertu fyrr á vörninni og náði frumkvæðinu í leiknum með Kristófer Fannar Guðmundsson öflugan í markinu. ÍR komst í 7-5, 8-6, 10-8 og átti síðan möguleika að ná þriggja marka forystu í stöðunni 12-9. Björn Ingi Friðþjófsson kom þá inn í markið og hann ásamt mun betri varnarleik gaf Hk-ingum tækifæri til að vinna sig inn í leikinn. Björn Ingi varði fimm af fyrstu sjö skotunum sem hann reyndi við í leiknum. HK skoraði þrjú mörk í röð á sama tíma og ÍR-ingar skoruðu ekki í níu mínútur og allt í einu var staðan orðin jöfn 12-12. Ingimundur Ingimundarson, besti maður fyrri hálfleiks, endaði síðan hálfleikinn á því að skora sitt fimmta mark í leiknum og sjá til þess að ÍR var einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Leikurinn hélst jafn í upphafi seinni hálfleiks en heimamenn voru þó skrefinu á undan. Leiðir skildu síðan í stöðunni 19-18 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. ÍR-skoraði fjögur mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 22-18. HK-menn brotnuðu síðan alveg í framhaldinu og það nýttu ÍR-ingar sér með því að breyta stöðunni úr 23-20 í 31-21 á tíu mínútna kafla. Kristófer Fannar Guðmundsson lokaði markinu á þessum kafla og ÍR fékk mörg auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. ÍR-ingar hafa nú unnið tvo heimaleiki í röð og eru að búa til flottan heimavöll í Austurberginu. Liðið fann ekki mikið fyrir því að Björgvin Hólmgeirsson átti slakan dag og munaði þar miklu um flottan leik hjá Ingimundi og svo frammistöðu Guðna Más Kristinssonar sem lék mjög vel í kvöld. Sturla Ásgeirsson kláraði líka sína færi vel en menn leiksins voru Kristófer Fannar í markinu og svo Ingimundur Ingimundarson. Björn Ingi Friðþjófsson varði ágætlega í marki HK en annars var erfitt að finna menn til að hrósa eftir þessa útreið í kvöld. Sturla: Þetta var ótrúlega skemmtilegur sigur"Það er frábært að spila hérna því það er fullt af fólki í húsinu og það heyrist líka vel í því. Þetta var meiriháttar leikur hjá okkur," sagði Sturla Áseirsson, fyrirliði ÍR, eftir sigurinn á HK í kvöld. "Þetta byrjaði kannski heldur rólega og þetta var allt í járnum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfeik lokar Kristófer markinu og fullt af mönnum stigu upp. Það var frábær liðsheild hjá okkur í kvöld og þetta var ótrúlega skemmtilegur sigur," sagði Sturla. "Þeir eru ríkjandi Íslandsmeistaraer og eru búnir að vera að spila vel í vetur. Við erum virkilega sáttir með þetta," sagði Sturla og hann hrósaði Ingimundi Ingimundarsyni sem lék vel í kvöld og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnin. "Hann var með hverja bombuna á fætur annarri í upphafi leiks og það auðvitað léttir á hinum. Bjöggi er búinn að vera að skora mest í vetur. Nú er Ingimundur farinn að skjóta fyrir utan og svo kemur Guðni rosa sterkur inn í dag í bæði vörn og sókn. Hann var mep fullt af stolnum boltum, skoraði klassa mörk og stýrði vel spilinu. Kristófer átti líka ótrúlegan dag í markinu og var frábær," sagði Sturla og ÍR-liðið fann ekki mikið fyrir því að Björgvin Hólmgeirsson nýtti aðeins 1 af 8 skotum sínum. "Það er hrikalega mikilvægt að fá fleiri inn í þetta. Björgvin átti ekki sinn besta dag en þá koma bara aðrir upp. Þannig á þetta að vera," sagði Sturla. Kristinn: Ef liðið spilar svona þá er það þjálfaranum að kennamynd/vilhelmKristinn Guðmundsson var allt annað en sáttur með sína menn í HK eftir stórt tap á móti nýliðum ÍR í kvöld. HK-liðið gafst upp í seinni hálfleik og leyfði Breiðhyltingum að keyra yfir sig í lokin. "Við gjörsamlega hættum í þessum leik og létum rúlla yfir okkur. Það var karakterleysi hjá okkur öllum og eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða," sagði Kristinn. "Við erum að henda þessu frá okkur sjálfir og það stendur ekki steinn yfir steini hjá okkur í seinni hálfleik. Ég verð að taka ábyrgð á mig í því og finna leiðir til þess að laga það. Það er alveg ljóst að ef liðið spilar svona þá er það þjálfaranum að kenna. Ef ég fæ ekki nógu mikið út úr þessum leikmönnum þá þarf ég að vinna í því að laga það," sagði Kristinn. "Það er alltaf erfitt að tapa en þegar þú tapar svona þá þarftu að skoða hvað þú ert að gera," sagði Kristinn. Kristófer Fannar: Hef örugglega aldrei undirbúið mig jafnvelKristófer Fannar Guðmundsson átti frábæran leik í marki ÍR í kvöld og varði 24 bolta í stórsigrinum á Íslandsmeisturm HK. Hann var með 52 prósent markvörslu í leiknum. "Það hlaut að koma að þessu. Þetta hefur ekki verið nógu gott hjá mér hingað til en það kom að þessu. Það var frábær vörn fyrir framan mig og þá kom markvarslan með," sagði Kristófer Fannar Guðmundsson skælbrosandi í leikslok. "Ég var búinn að horfa á nokkur vídeó. Ég fékk heimavinnu og ég hef örugglega aldrei undirbúið mig jafnvel fyrir neinn leik. Það skilaði sér í dag," sagði Kristófer Fannar. Kristófer Fannar varði 11 af 23 skotum í fyrri hálfleik (48 prósent) en varði síðan 13 af 23 skotum HK í þeim seinni sem gerir ótrúlega 56 prósent markvörslu í einum hálfleik. "Sjálfstraustið er ekki búið að vera nógu gott hingað til. Þetta kom núna og við unnum sannfærandi sigur í dag," sagði Kristófer Fannar sem hefur fengið að heyra það í vetur. "Það er búin að vera mikil gagnrýni á minn leik bæði frá þjálfara og í fjölmiðlum. Ég ákvað að þetta gengi ekki lengur og ætlaði að sýna hvað ég get. Nú verð ég bara að halda þessu áfram. Það er komin pressa á mann og nú þarf ég að halda dampi það sem eftir er af mótinu," sagði Kristófer Fannar kátur. Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríktIngimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
ÍR-ingar unnu öruggan níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK, 31-22, í leik liðanna í Austurbergi í 7. umferð N1 deildar karla í handbolta. ÍR-liðið stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og sóknarleikur meistaranna var afar vandræðalegur síðustu 20 mínútur leiksins sem ÍR vann 12-4. Ingimundur Ingimundarson sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið og fór á kostum í liði ÍR í sókn og vörn. Kristófer Fannar Guðmundsson varði síðan frábærlega í markinu en HK-ingar fundu nær enga leiðir framhjá honum í seinni hálfleiknum. HK er nú búið að tapa fjórum deildarleikjum í röð og róðurinn er þungur þessa dagana hjá Kristni Guðmundssyni og lærisveinum hans í HK sem komu mörgum á óvart með góðri byrjun í vetur. Það var lítið um varnir í upphafi leiks og bæði lið skoruðu að því virtist í hverri sókn fyrstu þrettán mínútur leiksins þar sem alls 18 mörk litu dagsins ljós. Varnarleikurinn var hinsvegar í aðalhlutverki síðustu 17 mínútur hálfleiksins þar sem mörkin voru bara 7. ÍR-ingar hertu fyrr á vörninni og náði frumkvæðinu í leiknum með Kristófer Fannar Guðmundsson öflugan í markinu. ÍR komst í 7-5, 8-6, 10-8 og átti síðan möguleika að ná þriggja marka forystu í stöðunni 12-9. Björn Ingi Friðþjófsson kom þá inn í markið og hann ásamt mun betri varnarleik gaf Hk-ingum tækifæri til að vinna sig inn í leikinn. Björn Ingi varði fimm af fyrstu sjö skotunum sem hann reyndi við í leiknum. HK skoraði þrjú mörk í röð á sama tíma og ÍR-ingar skoruðu ekki í níu mínútur og allt í einu var staðan orðin jöfn 12-12. Ingimundur Ingimundarson, besti maður fyrri hálfleiks, endaði síðan hálfleikinn á því að skora sitt fimmta mark í leiknum og sjá til þess að ÍR var einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Leikurinn hélst jafn í upphafi seinni hálfleiks en heimamenn voru þó skrefinu á undan. Leiðir skildu síðan í stöðunni 19-18 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. ÍR-skoraði fjögur mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 22-18. HK-menn brotnuðu síðan alveg í framhaldinu og það nýttu ÍR-ingar sér með því að breyta stöðunni úr 23-20 í 31-21 á tíu mínútna kafla. Kristófer Fannar Guðmundsson lokaði markinu á þessum kafla og ÍR fékk mörg auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. ÍR-ingar hafa nú unnið tvo heimaleiki í röð og eru að búa til flottan heimavöll í Austurberginu. Liðið fann ekki mikið fyrir því að Björgvin Hólmgeirsson átti slakan dag og munaði þar miklu um flottan leik hjá Ingimundi og svo frammistöðu Guðna Más Kristinssonar sem lék mjög vel í kvöld. Sturla Ásgeirsson kláraði líka sína færi vel en menn leiksins voru Kristófer Fannar í markinu og svo Ingimundur Ingimundarson. Björn Ingi Friðþjófsson varði ágætlega í marki HK en annars var erfitt að finna menn til að hrósa eftir þessa útreið í kvöld. Sturla: Þetta var ótrúlega skemmtilegur sigur"Það er frábært að spila hérna því það er fullt af fólki í húsinu og það heyrist líka vel í því. Þetta var meiriháttar leikur hjá okkur," sagði Sturla Áseirsson, fyrirliði ÍR, eftir sigurinn á HK í kvöld. "Þetta byrjaði kannski heldur rólega og þetta var allt í járnum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfeik lokar Kristófer markinu og fullt af mönnum stigu upp. Það var frábær liðsheild hjá okkur í kvöld og þetta var ótrúlega skemmtilegur sigur," sagði Sturla. "Þeir eru ríkjandi Íslandsmeistaraer og eru búnir að vera að spila vel í vetur. Við erum virkilega sáttir með þetta," sagði Sturla og hann hrósaði Ingimundi Ingimundarsyni sem lék vel í kvöld og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnin. "Hann var með hverja bombuna á fætur annarri í upphafi leiks og það auðvitað léttir á hinum. Bjöggi er búinn að vera að skora mest í vetur. Nú er Ingimundur farinn að skjóta fyrir utan og svo kemur Guðni rosa sterkur inn í dag í bæði vörn og sókn. Hann var mep fullt af stolnum boltum, skoraði klassa mörk og stýrði vel spilinu. Kristófer átti líka ótrúlegan dag í markinu og var frábær," sagði Sturla og ÍR-liðið fann ekki mikið fyrir því að Björgvin Hólmgeirsson nýtti aðeins 1 af 8 skotum sínum. "Það er hrikalega mikilvægt að fá fleiri inn í þetta. Björgvin átti ekki sinn besta dag en þá koma bara aðrir upp. Þannig á þetta að vera," sagði Sturla. Kristinn: Ef liðið spilar svona þá er það þjálfaranum að kennamynd/vilhelmKristinn Guðmundsson var allt annað en sáttur með sína menn í HK eftir stórt tap á móti nýliðum ÍR í kvöld. HK-liðið gafst upp í seinni hálfleik og leyfði Breiðhyltingum að keyra yfir sig í lokin. "Við gjörsamlega hættum í þessum leik og létum rúlla yfir okkur. Það var karakterleysi hjá okkur öllum og eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða," sagði Kristinn. "Við erum að henda þessu frá okkur sjálfir og það stendur ekki steinn yfir steini hjá okkur í seinni hálfleik. Ég verð að taka ábyrgð á mig í því og finna leiðir til þess að laga það. Það er alveg ljóst að ef liðið spilar svona þá er það þjálfaranum að kenna. Ef ég fæ ekki nógu mikið út úr þessum leikmönnum þá þarf ég að vinna í því að laga það," sagði Kristinn. "Það er alltaf erfitt að tapa en þegar þú tapar svona þá þarftu að skoða hvað þú ert að gera," sagði Kristinn. Kristófer Fannar: Hef örugglega aldrei undirbúið mig jafnvelKristófer Fannar Guðmundsson átti frábæran leik í marki ÍR í kvöld og varði 24 bolta í stórsigrinum á Íslandsmeisturm HK. Hann var með 52 prósent markvörslu í leiknum. "Það hlaut að koma að þessu. Þetta hefur ekki verið nógu gott hjá mér hingað til en það kom að þessu. Það var frábær vörn fyrir framan mig og þá kom markvarslan með," sagði Kristófer Fannar Guðmundsson skælbrosandi í leikslok. "Ég var búinn að horfa á nokkur vídeó. Ég fékk heimavinnu og ég hef örugglega aldrei undirbúið mig jafnvel fyrir neinn leik. Það skilaði sér í dag," sagði Kristófer Fannar. Kristófer Fannar varði 11 af 23 skotum í fyrri hálfleik (48 prósent) en varði síðan 13 af 23 skotum HK í þeim seinni sem gerir ótrúlega 56 prósent markvörslu í einum hálfleik. "Sjálfstraustið er ekki búið að vera nógu gott hingað til. Þetta kom núna og við unnum sannfærandi sigur í dag," sagði Kristófer Fannar sem hefur fengið að heyra það í vetur. "Það er búin að vera mikil gagnrýni á minn leik bæði frá þjálfara og í fjölmiðlum. Ég ákvað að þetta gengi ekki lengur og ætlaði að sýna hvað ég get. Nú verð ég bara að halda þessu áfram. Það er komin pressa á mann og nú þarf ég að halda dampi það sem eftir er af mótinu," sagði Kristófer Fannar kátur. Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríktIngimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira