Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29 Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2012 14:34 Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. Framarar voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 4-2 með fínum sóknarleik og massífri vörn. Gestirnir frá Mosfellsbænum voru lengi í gang og áttu erfitt með að finna sig fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að spila betur sem lið og keyrðu gríðarlega hratt í bakið á Frömurum. Þetta hafði það í för með sér að Afturelding komst betur inn í leikinn og náðu smá saman að ná yfirhöndinni. Dómarar leiksins fóru gríðarlega í taugarnar á leikmönnum Fram sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Það verður samt sem áður að setja spurningamerki við dómgæslu leiksins í fyrri hálfleik. Svavar Ólafur Pétursson og Arnar Sigurjónsson, dómarar leiksins, réðu einfaldlega ekki við verkefnið á tíma og lítið samræmi var í dómgæslunni. Afturelding nýtti sér pirring Framara vel og fóru inn í hálfleikinn með 3 marka forskot 14-11. Afturelding hélt áfram sínu striki í síðari hálfleiknum og léku sérstaklega vel en á sama tíma voru Framarar langt frá sínu besta. Sóknarlega var liðið hugmyndasnautt og fátt gekk upp á meðan gestirnir fóru auðveldlega í gegnum vörn heimamanna og náðu fljótlega sjö marka forystu 25-18 og leikurinn í raun búinn. Dómgæslan fór gríðarlega í skapið á heimamönnum og má segja að liðið hafi misst hausinn um tíma. Leikmenn áttu erfitt með að einbeita sér að því að spila handbolta og aðrir þættir leiksins höfðu mikil áhrif. Það má samt sem áður segja að dómgæsla leiksins var alls ekki nægilega góð og réði dómaraparið illa við þau átök sem brutust út oft á tíðum í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, fékk að líta rauða spjaldið eftir venjulegan leiktíma þegar hann missti stjórn á skapi sínu við dómara leiksins. Framarar eru með sjö stig í deildinni er Afturelding hefur náð í fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Jóhann Jóhannsson: Við förum langt á baráttu og stemmningu„Ég er bara sáttur, mjög sáttur," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Við unnum vel fyrir þessu og mér fannst í raun sigurinn í höfn um miðjan síðari hálfleik. Við byrjuðum leikinn illa og lentum nokkrum mörkum undir. Liðið kom sterkt til baka og sýndi mikinn karakter." „Maður er hás eftir svona leiki en menn láta vel heyra í sér. Við erum stemningslið og treystum gríðarlega mikið á liðsheild og baráttu anda." „Það er mikill stígandi í okkar leik og við eigum bara eftir að bæta okkur, við þurfum að bæta okkar leik til að ná í fleiri stig." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Einar Jónsson: Þessir menn eiga bara að dæmi í "Meistaradeildinni"„Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Ég verð samt sem áður að vera ánægður með þá baráttu sem strákarnir sýndi við þessar aðstæður." „Sóknarleikur okkar var ofboðslega þungur og við náðum okkur í raun aldrei á strik þar, nema kannski fyrstu mínúturnar. Sigurður (Eggertsson) hélt okkur á floti sóknarlega." Einar Jónsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins í kvöld og las þeim pistilinn eftir leik með þeim afleiðingum að hann fékk rautt spjald „Ég er bara nokkuð ánægður hvað leikmenn mínir náðu að halda haus í kvöld miðað við það sem gekk á hér í kvöld." „Það er gríðarlega erfitt að halda einhverju tempói þegar liðið er 1-2 mönnum færri stóran hluta af leiknum og við vorum að glíma við það í kvöld." Þegar blaðamaður Vísis spurði þjálfarann um frammistöðu dómarans var svarað með mikilli kaldhæðni. „Dómgæslan var frábær og sjaldan séð jafn stórkostlega frammistöðu, þeir báru af hér á vellinum. Þessir menn hljóta að fara dæma í Final Four í Champions League," sagði Einar að lokum í mikilli kaldhæðni. Þess má geta að hann hafði fengið rautt spjald nokkrum mínútum áður fyrir að segja sína skoðun á dómgæslu leiksins.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. Framarar voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 4-2 með fínum sóknarleik og massífri vörn. Gestirnir frá Mosfellsbænum voru lengi í gang og áttu erfitt með að finna sig fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að spila betur sem lið og keyrðu gríðarlega hratt í bakið á Frömurum. Þetta hafði það í för með sér að Afturelding komst betur inn í leikinn og náðu smá saman að ná yfirhöndinni. Dómarar leiksins fóru gríðarlega í taugarnar á leikmönnum Fram sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Það verður samt sem áður að setja spurningamerki við dómgæslu leiksins í fyrri hálfleik. Svavar Ólafur Pétursson og Arnar Sigurjónsson, dómarar leiksins, réðu einfaldlega ekki við verkefnið á tíma og lítið samræmi var í dómgæslunni. Afturelding nýtti sér pirring Framara vel og fóru inn í hálfleikinn með 3 marka forskot 14-11. Afturelding hélt áfram sínu striki í síðari hálfleiknum og léku sérstaklega vel en á sama tíma voru Framarar langt frá sínu besta. Sóknarlega var liðið hugmyndasnautt og fátt gekk upp á meðan gestirnir fóru auðveldlega í gegnum vörn heimamanna og náðu fljótlega sjö marka forystu 25-18 og leikurinn í raun búinn. Dómgæslan fór gríðarlega í skapið á heimamönnum og má segja að liðið hafi misst hausinn um tíma. Leikmenn áttu erfitt með að einbeita sér að því að spila handbolta og aðrir þættir leiksins höfðu mikil áhrif. Það má samt sem áður segja að dómgæsla leiksins var alls ekki nægilega góð og réði dómaraparið illa við þau átök sem brutust út oft á tíðum í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, fékk að líta rauða spjaldið eftir venjulegan leiktíma þegar hann missti stjórn á skapi sínu við dómara leiksins. Framarar eru með sjö stig í deildinni er Afturelding hefur náð í fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Jóhann Jóhannsson: Við förum langt á baráttu og stemmningu„Ég er bara sáttur, mjög sáttur," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Við unnum vel fyrir þessu og mér fannst í raun sigurinn í höfn um miðjan síðari hálfleik. Við byrjuðum leikinn illa og lentum nokkrum mörkum undir. Liðið kom sterkt til baka og sýndi mikinn karakter." „Maður er hás eftir svona leiki en menn láta vel heyra í sér. Við erum stemningslið og treystum gríðarlega mikið á liðsheild og baráttu anda." „Það er mikill stígandi í okkar leik og við eigum bara eftir að bæta okkur, við þurfum að bæta okkar leik til að ná í fleiri stig." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Einar Jónsson: Þessir menn eiga bara að dæmi í "Meistaradeildinni"„Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Ég verð samt sem áður að vera ánægður með þá baráttu sem strákarnir sýndi við þessar aðstæður." „Sóknarleikur okkar var ofboðslega þungur og við náðum okkur í raun aldrei á strik þar, nema kannski fyrstu mínúturnar. Sigurður (Eggertsson) hélt okkur á floti sóknarlega." Einar Jónsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins í kvöld og las þeim pistilinn eftir leik með þeim afleiðingum að hann fékk rautt spjald „Ég er bara nokkuð ánægður hvað leikmenn mínir náðu að halda haus í kvöld miðað við það sem gekk á hér í kvöld." „Það er gríðarlega erfitt að halda einhverju tempói þegar liðið er 1-2 mönnum færri stóran hluta af leiknum og við vorum að glíma við það í kvöld." Þegar blaðamaður Vísis spurði þjálfarann um frammistöðu dómarans var svarað með mikilli kaldhæðni. „Dómgæslan var frábær og sjaldan séð jafn stórkostlega frammistöðu, þeir báru af hér á vellinum. Þessir menn hljóta að fara dæma í Final Four í Champions League," sagði Einar að lokum í mikilli kaldhæðni. Þess má geta að hann hafði fengið rautt spjald nokkrum mínútum áður fyrir að segja sína skoðun á dómgæslu leiksins.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira