Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2012 23:21 Algeng ársveiði í Hörgá er vel yfir 1.000 fiskar. SVAK Veiðileyfi í Hörgá komu í sölu hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar fyrir skemmstu. Á vef félagsins er að finna framúrskarandi góðar upplýsingar í máli og myndum um þetta spennandi veiðisvæði. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Akureyrar nær veiðisvæði Hörgár efst frá Nautá við Bakkasel í Öxnadal og Básfossi í Hörgárdal og niður að ósum Hörgár sem er á milli jarðanna Skipalóns og Óss. Á vefnum eru bæði ítarlega kynningarmyndbönd um veiðistaði og helstu legustaði fiska auk greinargóðra tölfræðiupplýsinga um veiðina í Hörgá. „Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Þegar líður á sumarið fara göngur vaxandi og ná hámarki í ágúst. Algeng þyngd kynþroska sjóbleikju er um 0,5 – 1,0 kg en þær þyngstu eru um 3 kg," segir á svak.is. Þá segir að mikið af smáurriða sé í kílum og sundum. Fyrri hluta sumars leiti stórurriðinn þangað inn í ætisleit. „Til er saga um urriða sem veiddist í Neskíl í landi Möðruvalla sem var með stálpaðan spóaunga í maganum og vó urriðinn sjálfur þó ekki meira en eitt kíló. Þyngstu urriðarnir sem veiðast eru um 3 kíló," segir á svak.is. Nánari upplýsingar, eins og myndbönd, veiðistaðalýsingar og upplýsingar um laus leyfi má finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Veiðileyfi í Hörgá komu í sölu hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar fyrir skemmstu. Á vef félagsins er að finna framúrskarandi góðar upplýsingar í máli og myndum um þetta spennandi veiðisvæði. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Akureyrar nær veiðisvæði Hörgár efst frá Nautá við Bakkasel í Öxnadal og Básfossi í Hörgárdal og niður að ósum Hörgár sem er á milli jarðanna Skipalóns og Óss. Á vefnum eru bæði ítarlega kynningarmyndbönd um veiðistaði og helstu legustaði fiska auk greinargóðra tölfræðiupplýsinga um veiðina í Hörgá. „Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Þegar líður á sumarið fara göngur vaxandi og ná hámarki í ágúst. Algeng þyngd kynþroska sjóbleikju er um 0,5 – 1,0 kg en þær þyngstu eru um 3 kg," segir á svak.is. Þá segir að mikið af smáurriða sé í kílum og sundum. Fyrri hluta sumars leiti stórurriðinn þangað inn í ætisleit. „Til er saga um urriða sem veiddist í Neskíl í landi Möðruvalla sem var með stálpaðan spóaunga í maganum og vó urriðinn sjálfur þó ekki meira en eitt kíló. Þyngstu urriðarnir sem veiðast eru um 3 kíló," segir á svak.is. Nánari upplýsingar, eins og myndbönd, veiðistaðalýsingar og upplýsingar um laus leyfi má finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði