Abdul og útgerðin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. maí 2012 06:00 Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar. Heim kominn skellti ég mér í íslensku umræðuna. Af hverju hafði ég nú misst dveljandi í landi þýðverskra? Jú, svo virðist sem Abdul Mohamed Matheen, Maldívingurinn knái, eigi marga þjáningarbræður hér heima. Raunar svo marga að landhreinsun virðist líkleg á stórum hlutum, svo helst má líkja við hugmyndir um flutninga íslensku þjóðarinnar á jóskar heiðar. Ríkisstjórn Íslands er nefnilega í krossferð gegn öllum þeim sem hafa einhverjar tekjur af einhverju því sem tengist fiski, svo segja mér auglýsingar allavega. Stjórninni virðist þannig umhugað um að þurrka út byggð víða um land og sérstaklega virðist henni uppsigað við sjómannsfjölskyldur. Ljóst er að Mannréttindadómstóll Evrópu mun hafa mikið að gera í framtíðinni, verði fiskveiðifrumvörp stjórnarinnar að veruleika. Trauðla eru til merki um jafn umfangsmikil mannréttindabrot og virðast í uppsiglingu, ef marka má auglýsingar útgerðarmanna. Þá virðist ráðherra sjávarútvegsmála, sem á lögheimili á Langanesi, vera umfram um að níðast á landsbyggðinni. Hann hefur skipað sér í hóp hins ógurlega Reykjavíkurvalds sem virðist eiga sér þá ósk heitasta að nærast á landsbyggðinni og því sem þar blómstrar. Óneitanlega var sérkennilegt að koma aftur í þessa umræðu, en kannski var bjartsýni að búast við öðru. Þegar kemur að því að tala fyrir málstað sínum hafa staðreyndir aldrei þvælst fyrir Íslendingum. Íslendingum lætur vel að koma sér fyrir í tveimur kappliðum, horfa á fulltrúa sinn glíma við andstæðinginn og vona að klofbragð felli hann að lokum. Jafnglími er skömm. En eins og samkomuleg þjóða heimsins þarf til að Abdul félagi minn geti notið heimilis síns og boðið börnum sínum upp á slíkt hið sama, þarf samkomulag til að við getum notið þess sem land vort býður okkur að búa við. Er ekki til einhver skynsamlegri leið að því samkomulagi en brigsl um persónulegar árásir í fjölmiðlum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Loftslagsmál Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar. Heim kominn skellti ég mér í íslensku umræðuna. Af hverju hafði ég nú misst dveljandi í landi þýðverskra? Jú, svo virðist sem Abdul Mohamed Matheen, Maldívingurinn knái, eigi marga þjáningarbræður hér heima. Raunar svo marga að landhreinsun virðist líkleg á stórum hlutum, svo helst má líkja við hugmyndir um flutninga íslensku þjóðarinnar á jóskar heiðar. Ríkisstjórn Íslands er nefnilega í krossferð gegn öllum þeim sem hafa einhverjar tekjur af einhverju því sem tengist fiski, svo segja mér auglýsingar allavega. Stjórninni virðist þannig umhugað um að þurrka út byggð víða um land og sérstaklega virðist henni uppsigað við sjómannsfjölskyldur. Ljóst er að Mannréttindadómstóll Evrópu mun hafa mikið að gera í framtíðinni, verði fiskveiðifrumvörp stjórnarinnar að veruleika. Trauðla eru til merki um jafn umfangsmikil mannréttindabrot og virðast í uppsiglingu, ef marka má auglýsingar útgerðarmanna. Þá virðist ráðherra sjávarútvegsmála, sem á lögheimili á Langanesi, vera umfram um að níðast á landsbyggðinni. Hann hefur skipað sér í hóp hins ógurlega Reykjavíkurvalds sem virðist eiga sér þá ósk heitasta að nærast á landsbyggðinni og því sem þar blómstrar. Óneitanlega var sérkennilegt að koma aftur í þessa umræðu, en kannski var bjartsýni að búast við öðru. Þegar kemur að því að tala fyrir málstað sínum hafa staðreyndir aldrei þvælst fyrir Íslendingum. Íslendingum lætur vel að koma sér fyrir í tveimur kappliðum, horfa á fulltrúa sinn glíma við andstæðinginn og vona að klofbragð felli hann að lokum. Jafnglími er skömm. En eins og samkomuleg þjóða heimsins þarf til að Abdul félagi minn geti notið heimilis síns og boðið börnum sínum upp á slíkt hið sama, þarf samkomulag til að við getum notið þess sem land vort býður okkur að búa við. Er ekki til einhver skynsamlegri leið að því samkomulagi en brigsl um persónulegar árásir í fjölmiðlum?