Lífið

Flengingar og BDSM misskilið

sex dagar Sigga Dögg, formaður Kynís, segir dagana ætlaða fræðslu um kynlíf.
Fréttablaðið/hermann
sex dagar Sigga Dögg, formaður Kynís, segir dagana ætlaða fræðslu um kynlíf. Fréttablaðið/hermann
„Við vildum setja saman skemmtilega og fræðandi dagskrá um kynlíf og á sama tíma vekja athygli á félaginu okkar, Kynís," segir Sigga Dögg, kynfræðingur og formaður Kynís.

Kynís-Kynfræðifélag Íslands stendur fyrir svokölluðum Sex dögum í Reykjavík sem hefjast í dag og standa til miðvikudags. Þetta er í annað skipti sem dagarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst árið 2010. „Við stefnum á að halda þessa daga annað hvert ár," segir Sigga Dögg.

Dagarnir hefjast í kvöld með fyrirlestri um flengingar. Staðsetning fyrirlestrarins er ekki gefin upp heldur þarf að skrá sig á hann á facebook.com/kynis.is til að fá nánari upplýsingar.

„Það ríkir mikill misskilningur um flengingar og BDSM. Á sama tíma og fólk á það til að dæma þessa hegðun er það líka mjög forvitið um hana, sérstaklega núna eftir að bækur eins og 50 Gráir skuggar tröllriðu öllu. Okkur fannst þetta því kjörið tækifæri til að fræða um BDSM," segir Sigga Dögg. Hún hlær þegar hún er spurð hvort sýnikennsla verði í boði.

„Það verða eflaust einhverjir svekktir yfir því, en nei!" Nánari dagskrá má finna á áðurnefndri Facebooksíðu félagsins,- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×